Fréttablaðið - 03.12.2016, Blaðsíða 20
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson
magnus@frettabladid.is lífið: Sara McMahon sara@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Gunnar
Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir
Kristín
Þorsteinsdóttir
kristin@frettabladid.is
En staðan er
ruglingsleg.
Það eru svo
mörg mál sem
komið hafa í
veg fyrir
myndun
ríkisstjórnar
á síðustu
vikum.
Jörðin. Smápeningur í geimnum, okkar að eyða.Það var föstudagur. Ég var eirðarlaus. Fannst eins og ég ætti að vera að gera eitthvað. Mér var sagt að
það væri svartur föstudagur. Það var sannarlega svartur
föstudagur.
Jörðin. Smápeningur í geimnum, okkar að eyða.
Eilíf löngun, óslökkvandi eldur. Einmitt. Það var það
sem ég átti að vera að gera. Slökkva eldinn, fylla tómið
innra með mér. Hrærivél, blandari, sófasett. Sous Vide
lofttæmingarvél.
Vantar þig eitthvað? Nei, nei, það er bara afsláttur.
Andlegt lofttæmi. Smáralind – listagallerí. Auglýsendur
eru listamenn samtímans. Sértu að selja snyrtivörur, láttu
kaupandanum líða sem ljótustum; sértu að selja trygg-
ingar, fylltu hann af óöryggi; sértu að selja draum sann-
færðu hann um að hann sé fastur í martröð. Hárþurrka,
vöfflujárn, hrukkukrem. Því það er föstudagurinn svarti.
Jörðin. Smápeningur í geimnum, okkar að eyða.
Hver var þessi Galileo? Það skiptir ekki máli því við
snúumst ekki kringum sólina heldur rassinn á Kim
Kardashian. Hvar var hann? Hvað var hann að gera? Á
hverju sat hann, í hverju var hann og hvar get ég fengið
svoleiðis? Er silíkon í honum? Ég veit það ekki. En þeir
sem búa á Suðurnesjum geta fengið sér United Silicon í
öndunarveginn.
Snjallsími, tölva, iPad, efnabruni í slímhúð.
Hvað á ég að kaupa? Mig vantar ekki sokka. Þrennar
buxur á verði einna; hví ekki? Börn í Bangladess, blóðugir
fingur. Ég get ekki að því gert. „Tíska er tegund svo óbæri-
legs ljótleika að henni verður að breyta á sex mánaða
fresti.“ Oscar Wilde sagði það. Ég las það á Twitter.
Má bjóða þér eggjasuðutæki? Þú meinar pott? Nei,
eggjasuðutæki. Brúneggja-hænurnar voru ekki kvaldar til
þess að eggin úr þeim væru elduð án þess að Elkó seldi til
þess raftæki.
Neyta og anda
Það var föstudagurinn svarti og mig vantaði ekki neitt.
En samt fannst mér ég verða að kaupa eitthvað. Að
öðrum kosti væri ég að missa af einhverju. Tilboði.
Tækifæri. Lífsfyllingu.
Rannsóknir í Bretlandi sýna að einn af hverjum
tíu hlutum sem keyptir eru á svarta föstudeginum
er aldrei notaður. Losun á rusli stóreykst í kjölfar
föstudagsins svarta. Algengast er að um sé að ræða
rafmagnsblandara og matvinnsluvélar. Fæstir eru
hlutirnir endurunnir. Flestir eru þeir urðaðir.
Svo virðist sem hver einasti dagur sé orðinn svartur
föstudagur. Því við erum fangar hugmyndafræði:
Okkur hefur verið talin trú um að meiri og meiri
neysla sé grundvöllur blómlegs efnahagslífs, hamingju
okkar og velfarnaðar. Ef við hættum að neyta er okkur
öllum lokið; svona eins og ef við hættum að anda
deyjum við.
Sannleikurinn er auglýsandans – hænan er ham-
ingjusöm ef það stendur á pakkanum. Réttur pen-
inganna til að verða til er æðri rétti fólks til að anda –
getur það ekki bara keypt sér Sous Vide vél og pakkað
sér inn í lofttæmi? Sársauki barnsins í Bangladess er
hagnaðaraukning í Excel-skjali. Lýðræði til sölu, kostar
eina tölu og leikreglur eru á bak og burt – banki fylgir
í kaupbæti.
Við erum þrælar ósannaðrar hagfræðikenningar,
jafnfrjáls og hamstur á hlaupahjóli, jafnhamingjusöm
og hamingjusama hænan í búrinu hjá Brúneggjum.
„Feed me, feed me,“ hrópar hagkerfið á okkur eins og
blóðþyrsta blómið í Litlu hryllingsbúðinni sem endar
með að gleypa eiganda sinn.
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Ef við erum
gestir og hótel okkar er jörðin erum við eins og rokk-
hljómsveitin sem tæmir míní-barinn, ælir í teppið,
kastar sjónvarpinu út um gluggann og skítur í heita-
pottinn.
Er líf á öðrum hnöttum?
Jörðin. Smápeningur í geimnum, okkar að eyða.
Stjörnur. Skínandi klink á himnum. Er líf á öðrum
hnöttum? Ef svo er ætti það að óska sér þess að við
finnum það aldrei.
Kúkurinn í heita pottinum
Fimm vikur eru frá alþingiskosningum og enn er engin ríkisstjórn í sjónmáli. Bjarni Benediktsson hefur fengið stjórnarmyndunar-umboð frá forsetanum tvisvar og Katrín Jakobsdóttir einu sinni. Formlegar viðræður hafa strandað. Sama á við um þreifingar allra
flokka, sem fram hafa farið leynt og ljóst, þær hafa engu
skilað.
Nú, þegar forsetinn hefur fært Birgittu umboðið, er
staðan einhvern veginn svona:
Sjálfstæðismenn gera engar málamiðlanir í Evrópu- og
sjávarútvegsmálum. Vinstri græn halda fast í kreddur um
skattahækkanir, skattahækkana vegna. Samfylkingin, eða
það sem eftir er af henni, er í sárum, tvístígandi og efast
um umboð sitt. Engu er líkara en Framsókn sé haldin
alvarlegum sjúkdómi – hún fær hvergi að vera með. Mála-
miðlanir virðast eitur í beinum Viðreisnar. Björt framtíð
hefur límt sig fasta við Viðreisn, er orðin einhvers konar
fylgihnöttur – hefur meira að segja gert formann Við-
reisnar að talsmanni sínum. Sú afstaða hefur þann kost
að draga úr flækjustiginu. Flokkarnir verða sex í stað sjö.
Útspil Katrínar Jakobsdóttur um þjóðstjórn leysir
engan vanda. Hvernig ætti að takast að mynda stjórn allra
flokka þegar flokkarnir hver um sig finna ekki flöt á sam-
starfi við þá sem næst þeim standa í litrófinu?
Veganesti Birgittu er, að sumir neita að taka Pírata
alvarlega. Engu er líkara en að í gamla flokkakerfinu sé
það viðurkennd skoðun að atkvæði þeim greidd hafi
minna vægi en atkvæði annarra. Sjálf hafa þau útilokað
að vinna með núverandi stjórnarflokkum. En nú gæti
komið í þeirra hlut að brjóta odd af oflæti sínu. Getur
verið að Birgittu og félögum auðnist að finna samstarfs-
flötinn, sem allir leita að?
En með hverri vikunni aukast líkurnar á því að fljótlega
verði kosið aftur til Alþingis. Slíkt gerist þó varla fyrr en
með vorinu. Á meðan gæti þingið þurft að sætta sig við
minnihlutastjórn, sem ekki er hefð fyrir á Íslandi, eða
að forseti taki af skarið og myndi utanþingsstjórn. Það
yrði sitjandi þingmönnum til vansa því þrátt fyrir allt er
bjartara framundan í þjóðarbúskapnum en oft áður og
spennandi tækifæri fyrir ríkisstjórn sem vill láta að sér
kveða.
En staðan er ruglingsleg. Það eru svo mörg mál sem
komið hafa í veg fyrir myndun ríkisstjórnar á síðustu
vikum. Ættu kosningar að snúast um Evrópumál, sjávar-
útvegsmál, skattamál eða eitthvað allt annað? Er hægt að
benda á eitt mál umfram annað sem valdið hefur því að
ekki er hægt að mynda ríkisstjórn?
Síðustu vikur eru ekki stjórnmálastéttinni til frægðar-
auka. Henni hefur ekki bara mistekist við myndun
ríkisstjórnar heldur hafa yfirlýsingar að óreyndu lokað
leiðum, sem verður að halda opnum ef ríkisstjórn á að
verða til. Nú ætti tími stórkarlalegra yfirlýsinga þvers og
kruss að vera liðinn.
Kjósendur eiga betra skilið en þennan hringlanda.
Vitleysa við
Austurvöll
AFMÆLISTÓNLE
IKAR
Viðkomum með jólin til þín!
ÞAÐ ER KOMIÐ AÐ STÓRU STUNDINNI!
www.jolagestir.is
Jolagestir
Á LAUGARDAG í höllinni
3 . d e s e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r d A G U r20 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
SKOÐUN
0
3
-1
2
-2
0
1
6
0
4
:0
7
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
8
B
-7
2
F
C
1
B
8
B
-7
1
C
0
1
B
8
B
-7
0
8
4
1
B
8
B
-6
F
4
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
1
2
0
s
_
2
_
1
2
_
2
0
1
6
C
M
Y
K