Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1983, Blaðsíða 43

Víkurfréttir - 15.12.1983, Blaðsíða 43
VÍKUR-fréttir JÓLABLAÐ m Lífeyrissjóður verkalýösfélaga á Suðurnesjum Sendum sjóðfélögum og öðrum Suðurnesjamönnum hugheilar jóla og nýársóskir, þökkum samstarfið á árinu. Verkalýðs- og sjomannafelag Keflavíkur og nágr. sendir félagsmönnum sínum og öðrum Suðurnesjabúum bestu óskir um gleðileg jóJ, gott og farsælt komandi ár, og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða. Verka kvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur sendir félagsmönnum sínum og öðrum Suðurnesjabúum bestu óskir um gleðileg jól, gott og farsœlt komandi ár, og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða. Atvinnulíf - Matvælaiðnaður Ég hef oft verið spurður þeirrar spurningar, hvers vegna ég hefði valið fyrir- tækinu ísmat hf. stað hér á Suðurnesjum. Ég hef svarað þessu í megin atriðum á þessa leið: Hér á Suðurnesjum hafa staðið vannýtt hús um árabil og mörg þeirra búin tækjum, sem henta vel í matvælaiönaði. Hér eru vinnufúsar hendur, fólk sem hefur unnið í fiskiðn- aði og er því vant þeim handbrögðum sem henta í matvælaiðnaði. ( þriðja lagi hefur stór hluti kjöt- framleiöslu okkar verið fluttur hér á Suðurnes til geymslu mikinn hluta árs- ins. Allt þetta kjöt er óunnið og því fyrirferða- mikið og dýrt í flutningum. Þetta hefur viðgengist um árabil. Það var því tilvalið að reyna að vinna kjötið á þessum stað og koma því áfram á markað innan- lands og utan. Útflutningsbætur hafa verið umdeildar, en þær væru mun réttlætanlegri ef þær væru atvinnuskapandi hér heima. Þegar Heilbrigðisfulltrúi Suðurnesja var fenginn til að skoða húsnæði fyrirokk- ur, en það voru ein 4 hús sem komu til greina, sagð- ist hann ekki hafa trúað því, hve hús og tæki gætu níðst niður á skömmum tíma. Hér er því ekki aðeins sofið á hlutunum heldur einnig verið að eyðileggja verð- mæti upp á milljónir króna. Það er í reynd skelfileg niðurstaða, að í þetta eina og hálfa ár sem fyrirtækið hefur starfað, hefur þaö farið hring eftir hring i lána- og sjóðakerfinu, til aö leita viöurkenningar á starfsemi sinni, en hvergi virðist unnið markvisst aö upp- byggingu matvælaiðnaðar í þessu landi. Þjóðin byggir þó afkomu sína á 7/10 hlut- um á öflun hráefnis til mat- vælaiðnaöar. Og það hefur hún veriö dugleg við. Kannski einum of, þvi nú eru sjóðirnir að tæmast. En þegar kemur að fullvinnslu þessa hráefnis, virðist sem allan dug og skilning vanti. Það má segja að við hög- um okkur verr en minkur- inn i þessu landi. Við drep- um og drögum í hauga í hreinu ráðaleysi, en hann drepur þó og dregur í hauga ánægjunnar vegna. Það hefur þó sannarlega vakið mann til umhugsunar um þessi mál, að á sl. vikum hafa borist til okkar 5-6 fyrirspurnir um atvinnu í viku hverri. Það var því nokkuð Ijóst að hverju stefndi. Og þá freistast maður til þess að hugsa hve vel skipulagður matvæla- iðnaður hefði getað veitt mörgum atvinnu. Á liðnu hausti hefurverið hent eða eytt svo tugum ef ekkí hundruöum tonna af kjöti, fiski og ööru hráefni, sem legið hefur undir skemmdum. Á sama tíma erum við að flytja inn í landið í tugum ef ekki hundruðum tonna niður- soðinn hunda- og katta- mat fyrir verðmætan gjald- eyri. Það er rétt að taka það fram, að ég er mikill hunda- og kattavinur, en þegar ég hugsa um verkefnalausar niðursuðuverksmiðjur hérá landi, og þar á meðal eina í Sandaerði, verður mér ekki rótt. Ég er alveg viss um að sú verksmiðja hefði getað þjónað því verkefni með sóma og ekki útilokað að hægt væri að finna erlend- an markað fyrir slíka fram- leiðslu, og þá um leið skaffað 15-20 manns at- vinnu. Fyrir utan hvað þetta dæmi sýnir okkur hvað lítið er hugað að þessum málum, segir það okkur einnig, að hundar og kettir eru rétthærri en menn á þessu landi. Mannfólkinu gefst ekki kostur á að flytja inn ódýrt tollfrjálst kjöt nið- ursoðiö i dósum, sér til handa. Þarna er kannski verkefni fyrir jafnréttisráð? EBE-löndin neyta allra ráða til að stemma stigu við Gunar Páll Inaólfsson fyrir framan fyrirtæki sitt, ISMAT hf. i Njaróvik. Framh. á næstu síðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.