Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.12.1983, Blaðsíða 45

Víkurfréttir - 15.12.1983, Blaðsíða 45
VÍKUR-fréttir JOLABLAÐ „Fiskurinn borinn heim á bakinu“ - Viðtal við Guðmund á Bala á Stafnesi Á Bala á Stafnesi búa hjónin Guörún Guömundsdóttir og Guðmundur Guð- mundsson, en á Bala hafa þau átt heima siöan þau voru 12 ára gömul. Þau eru jafnaidrar, fædd áriö 1902, og fermingarsystkini, fermd á Útskálum 1916, en þau giftu sig 1925 og hafa siðan búiö að Bala, að undanskildum einum vetri er þau bjuggu i Keflavik. Þau eignuöust 8 börn og eru 7 þeirra á lifi og búa þau ýmist í Sandgerði eöa Keflavík, nema einn sonur þeirra sem býr í foreldrahúsum. Þann tíma sem Guðrún og Guömundur hafa búið á Bala hefur oft veriö mikiö um að vera þar, enda var þar bæði stundaöur landbúnaöur og sjósókn og þá um leiö fiskverkun, en aö auki hefur Guömundur starfaö i sóknarnefnd Hvalsneskirkju um 25 ára skeið. í lok fyrstu viku á aöventu heimsótti blaóamaður Vikur-frétta Guömund og tók hann tali, og eins og sjá má á árangrinum sem hér birtist, haföi hann frá ýmsu fróðlegu að segja. ,,Brau6strit var margfalt meira áður fyrr," segir Guðmundur á Bala. Gengu daglega að Útskálum viku fyrir fermingu ,,Ég er fæddur föstudag- inn fyrstan í vetri, sem bar þá upp á 30. október 1902, að Hrauni í Grindavík, en hingað kom ég 1914, er móðir mín lést," sagði Guð- mundur, er við spurðum hann hvenær hann væri fæddur. Ástæðan fyrir því að hann flutti að Bala þegar móðir hans lést var, að Daði Jónsson, sem síðar tók hann í fóstur, var kvæntur föðursystur hans og bjó að Bala. Áðuren hann flutti frá Grindavík gekk hann 2 vetur í skóla hjá Tómasi Snorrasyni. Guðrún er fædd 12. júní 1902 að Akrahóli í Stafnes- hverfi og eins og áðursegir eru þau fermingarsystkin, fermd að Útskálum 16. maí 1916. ,,En þannig hagaði til að við gengum til prests að Útskálum, og síðustu dag- ana fyrir fermingu gengum við daglega þangað ásamt fermingarsystkinum okkar frá Sandgerði, Garði, Kefla- vík og úr Höfnum. Veturinn 1936 bjuggu þau i Keflavík, vegna þess að ekki var bú- andi í gamla bænum og nú- verandi hús ekki byggt. En einmitt í þeirri ferð misstu þau eina dóttursínaí Ungó- brunanum í Keflavík. Erfiðari lífsbarátta Guðmundur sagði að lífsbaráttan hefði verið mjög erfið hér áður fyrr. ,,Ég held að fólk myndi bara ekki leggja það á sig sem við gerðum hér áður fyrr. Brauðstrit var margfalt meira þá en nú. Það þurfti oftast að bera á bakinu það sem ná þurfti í til heimilis- ins að vetrinum. Þá var til dæmis allt borið á bakinu inn að Sandgerði, og það var erfitt." Bæði landbúnaðar- og sjávarútvegs- bóndi ,,Já, við stunduðum þessi störf jafnhliða. Hér var róið á vertíðum bæði á opn- um bátum og áraskipum, svo eftir að vélar komu í bát- ana voru gerðir hér út vél- bátar, en útgerð hélst að einhverju marki til ársins 1947 hér a Stafnesi. Meðan árabátarnir voru, þá voru vanalega níu menn á hverju skipi og var meiri hluti þeirra heimamenn, en hér gengu oft 4 skip frá Staf- nesi í einu. Varð því oft líka að taka aðkomumenn til að manna skipin. Komu þeir alla leið norðan úr Húna- vatnssýslu og austan úr Skaftafellssýslu. Var oftast róið á morgn- ana þegar þannig útlit var, alveg í birtingu og oftast í landáttum. Voru níu menn á hverju skipi lengi framan af og þávarróið meðfjögurog hálft bjóð og voru 500 krókar á hverju bjóði. Sáu tveir menn um beitningu og var bjóðageymslan hér heima og þaðan þurfti að bera bjóðin niður að sjó og heim aftur á kvöldin. Sjómennirnir fengu kaffi á morgnana áðuren lagt var af stað og eina flatköku með og meira fengu þeirekki, og aldrei var farið með bita á sjóinn fyrstu árin sem ég reri hérna á áraskipum. Það þótti lítillegt að þurfa að borða á sjó. Oftast stóð sjó- ferð yfir fram í dimmingu á kvöldin og þá var gert að aflanum niður frá áður en hann var borinn heim á bak- inu. Þá fyrst fengu menn kaffi og með því. Stóð aðgerð oft langan tíma og var þetta gert hvernig sem stóð á sjó þegar komið var að. Aflanum var skipt strax milli manna og var skipt í 11 staði, þannig að útgerðin fékk tvo hluti, en mann- skapurinn hina hlutina. Um landbúnaöinn sagði Guðmundur: „Hér hefur ekkert fé verið síðan 1949, að skorið var niður vegna mæðuveikinnar, einnig kom þá Varnarliðið og af- réttir okkar lentu undir varnarsvæðum og því misstum við þau. En kúabú- skapur varhérnatil 1967,en þá hætti ég öllum búskap." Söltuöum allan fisk sjálfir Meðan Guðmundur var með útgerð saltaði hann allan afla á Bala, líka meðan hann gerði út Skírni, en þá var aflinn fluttur frá Sand- gerði, en annars var hann lagður upp á Stafnesi. „Fyrst framan af var hann einnig vaskaður og þurrk- aður þar út frá og þvi ekk- ert flutt út öðruvísi en full verkað. Sá heimilisfólkið um verkunina, en eins og áður segir var fenginn að- komumannskapur til við- bótar á bátana. Fyrstu árin okkar hjónanna verkuðum við sjálf fiskinn með hey- skapnum hér á sumrin líka. Loftur Loftsson keypti fiskin hér á sumrin og sótti hann hingað frá Sandgerði, sama var um Ólaf Ófeigs- son í Keflavík og Ágúst Flygenring í Hafnarfirði. Þeirsóttu allanfisksem þeir keyptu af okkur. Ekki þurfti að pakkahonum, heldurvar hann fluttur laus.“ Gerðu út Skírni frá Sandgerði Um 5 ára skeið gerði Guðmundur út ásamt son- um sínum rúmlega20tonna bát sem bar nafnið Skírnir. Þessi bátur var upphaflega frá Isafirði og fluttur inn notaður af Bárði Jónssyni, skipasmið á Isafirði, 1917. Það vissi enginn hvað hann var raunverulega gamall. „Eins og ég hef áöur sagt hætti útgerð á vertíðum hér 1947, en eftir það hefur verið gert út á smábátum yfir sumarið og er enn, en ég er löngu hættur að róa, alla vega svona 20 ár síðan. En nú eru gerðir út hér á Stafnesi tveir dekkbátar. Á sonur minn annan bátinn og hefur hann byrjað róðra eftir tíðinni svona í mars- apríl, og enn hefur hann ekki sett á land.“ Bjuggu til eigin hafnarmannvirki ,,Þessar framkvæmdir hófust með því að hér var hlaðinn upp grjótgarður, dálítill veggur svona. Svo fórum við fram á það að við fengjum einhverja fjárveit- ingu til þess að gera hérna lendingarbætur, því aöstaðan var ómöguleg, allt varð að bera á bakinu. Stóð nokkuð lengi í stappi með þaö, en ég held að ég verði að segja, að Geir Gunnars- son alþingismaður, sem var formaður fjárveitinga- nefndar, hefur verið mjög jákvæöur í þessu hjá okkur, alveg framúrskarandi. Við fengum fjárveitingu þannig að við vinnum þetta og fer það upp í það sem hreppurinn átti að borga móti fjárveitingunni frá rík- inu. Þarf hreppurinn því ekkert að láta út í sam- bandi við þetta Þessi hafn- armannvirki eru í eigu land- eigenda hér á Stafnesi, þ.e. Bala, Stafnesi og Nýlendu. En þeir síðast nefndu hafa ekki haft aðstöðu til aö vinna að þessu og því hafa aðallega tveir menn, sonur minn Guðmundur, og Leif- ur Guðjónsson á Stafnesi, unnið að þessu, en ég hef aðeins aðstoðað þá. Er nú hægt að landa hér alveg niður í hálffallið, en ekki á fjöru. Er því feiknarlega mikil bót af þessu". , a KEFLA VÍKUR VERKTAKAR senda starfsmönnum sínum og öðrum Suðurnesjamönnum bestu óskir um gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár, með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að liða. Bali á Stafnesi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.