Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.1984, Side 4

Víkurfréttir - 13.12.1984, Side 4
JOLABLAÐ VÍKUR-fréttir Jólamat seöillinn Ofninn hitaður í 200°C. Öndin sett á rist i ofnskúff- una, steikt í ca. 50-60 mín. Pensluð annað slagið með feitinni sem af henni rennur. Á meðan er sykurinn brúnaður í potti, laukurinn í sneiðum settur út í, síðan hvítvínið, tómat- purré, lárviðarlaufið, app- elsínur í sneiðum, tropi- cana, kjötsoð, salt , pipar. Jafnað með maizena, bætt með Grand Mariner og sítrónusafa. Suðan látin koma upp. Sett í minni ofn- EKTA KJÖRSVEPPASÚPA fyrir fjóra OFNSTEIKT PEKINGÖND meö Grand Mariner iíkjör fyrir fjóra DÖNSK HRÍSGRJÓN með hindberjasósu fyrir 4-6 Ekta kjörsveppasúpa 200 gr. sveppir, nýir 30 gr. smjör 1/4 I. rjómi 3/4 I. mjólk Salt, pipar, kjötkraftur, sherry eftir smekk, smjörbolla (hveiti + smjör) Sveppirnir skolaðir og sneiddir, kraumaðir ísmjör- inu, Sherry Dry Sack látið út í, soðið niður í 2 mín. Rjóm- inn og mjólkin sett út í, jafn- að með smjörbollu og bætt með salti, pipar og kjöt- krafti. Ofnsteikt Pekingönd m/Grand Mariner likjör 1 stk. önd, 1700-1800 g 1/4 bolli sykur 1/2 dl. olía 1 stk. laukur 1/2 matsk. tómatpurré 1 bolli hvítvín 1 stk. lárviðarlauf ■ 2 stk. appelsínur 1/4 I. kjötsoð (súputen. + vatn) pipar, salt, maizena sósujafnari 1/4 I. tropicana Grand Mariner eftir smekk sítrónusafi úr 1/2 sítrónu Öndin látin þiðna í kæli- skáp í tvo sólarhringa, eða yfir nóttviðstofuhita. Krydd inu (salt, pipar) nuddaðvel inn í húðina, þegar fuglinn hefur verið vel snyrtur og þurrkaður innan og utan. skúffu eða steikarpott. Öndin sett i löginn, látin krauma við 175°C í ca. 20-30 mín. Snúið öðru hvoru. Öndin færð upp úr, sósan sigtuð og ekki sakar að setja smá slurk af koní- aki út i. Borið fram t.d. með brúnuðum kartöflum eða bökuðum kartöflum með sýrðum rjóma og graslauk (sýrða rjómanum og gras- lauknum blandað saman sólarhring áður), rósinkáli og gulrótum. Dönsk hrisgrjón meö Hindberjasósu 150 gr. hrísgrjón 1 I. mjólk 100 gr. sykur 100 gr. saxaðar afhýddar möndlur 1/4 tsk. salt 2-3 tsk. vanilludropar 3/4 I. rjómi Sósa: Blönduð hindberjasaft sett í pott. Jöfnuð með kartöflumjöli. Borin fram heit. Hrísgrjónin eru soðin í vatni (helmingur grjón og vatn). Síðan er mjólkin sett út í og salt (hrísgrjónagraut- ur). Látið rjúka í 1/2 klst. Þá er sykrinum, möndlunum og vanilludropunum bætt út í. Látið samlagast við stofuhita, kælt. Rjóminn vel þeyttur, settur allur saman við, blandað varlega. geym- ist á köldum stað. Verði ykkur að góðu. Gunnar J. Friðriksson yfirmatreiðslumaður Glóðinni SJÓNVÖRP, 16 - 20 - 22 tommu VERÐ FRÁ KR. 29.940.- NÁTTBORÐSKLUKKUR með útvarpi VERÐ FRÁ KR. 2.920.- . . . og svo auðvitað allar nýjustu hljómplöturnar og kassetturnar. - SÍGILDAR JÓLAGJAFIR - HLJÓMVAL Hafnargötu 28 - Keflavik - Sími 3933 ÚTVARPS- OG KASSETTUTÆKI MYNDBÖND Verð frá kr. 39.900 - með eða án fjarstýringu.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.