Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.1984, Qupperneq 6

Víkurfréttir - 13.12.1984, Qupperneq 6
JOL.ABLAÐ VÍKUR-fréttir ,,Ég mála allt hér upp á efstu hæðinni. Það er svo góð birta og hér er mjög gott að vera“, segir Erla. ,,Annars eru myndirnar flestar komnar niður vegna jólahreingerningar". Hvenær byrjaðir þú að fást við myndlist? ,,Æ, á þetta að vera svona viðtal? Það hljóta að vera 100 ár síðan, eða a.m.k. 20-25 ár. Annars hef ég verið að þessu meira og minna frá því ég man eftir mér“. CASIO SKEMMTARARNIR komnir aftur. „Mér leiðist aldrei“ Talað við Erlu Sigurbergsdóttur, myndlistarmann Það var einn dimmviðrisdag fyrir skömmu að við lögðum leið okkar heim til Erlu Sigurbergsdóttur á Hringbrautinni í Keflavík. Okkur var boðið inn og vísað upp á efstu hæð, þar sem Erla geymir pensla sína og málaratrönur. Stofan er viðarklædd, björt og vistleg og útsýni til allraáttayfir bæinn. Það leynirsér ekki að hér býr smekkvís listamaður, því hvarvetna má líta leirmuni af ýmsumstærðum og gerðum. Samt er engu ofaukið. I einu horninu standa málaratrön- urnar, og fleira þeim tilheyrandi. ég gæti það, ef ég þyrfti. Mér hefur gengið ágæt- lega að selja hingað til“. Hvað með sýningar? „Ég tók þátt í samsýn- ingum hjá Baðstofunni og svo hef ég verið með einka- sýningar bæði hér og á Laugarvatni einu sinni. Undirtektir? Ég var raunar alveg hissa á undirtektun- um, fólkið var mjög indælt. Hver veit nema ég slái til aftur bráðlega". Áttu þér einhvern áhrifa- vald öðrum fremur? „Það bua margir möguteikar i keramik" og Guðmundur Karl, - að ógleymdum Eiríki Smith". Hvað með leirinn, hvenær ferðu út i hann? „Ég fékk áhuga þegar ég fór á námskeið hjá Stein- unni Marteinsdóttur. Nú, svo kenndu Gestur Þor- gríms og Sigrún Guðjóns keramik í Baðstofunni. Mér fannst leirinn strax ægilega spennandi og vinn nánast alveg eins mikið við kera- mik eins og að mála. Til þess þarf maður auövitað að hafa aðstöðu og hana hef ég á neðri hæðinni, bæði ofn og rennibekk”. Ef þú þyrftir að velja, gæt- ir þú þá gert upp á milli þessara greina?" í guðs bænum, ekki segja þetta. Ég gæti þaðekki. Það má segja aö annað þrífist á hinu. Þegar maður málar yfir sig er hægt að fara í leir- inn og öfugt. Svo fæðast nýjar hugmyndir og lausn- ir í öðru, sem má nota í hinu. Keramik er kannski víðara svið. Það eru til ýmsar teg- undir af leir og margir möguleikar sem búa í því“. „Er eitthvað annað list- form sem þig langar til að prófa? „Ja, það væri eflaust gaman að reyna vefnað, en ég held ég hafi nóg í bili“. Er þetta fullt starf hjá þér, eða hobbý? „I upphafi var þetta hobbý, en nú vinn ég að þessu öllum stundum. En við hjónin rekum Skóbúð- ina, og þar sé ég um öll inn- kaup. Nú, svo er það heimilið og tveir krakkar i skólaog þettatekuralltsinn tíma. Þar fyrir utan vinn éa i þessu öllum stundum. Ég kenndi um tíma í Gagn- fræðaskólanum, keramik, en ekki lengur. Ef þú ert að spyrja um hvort ég gæti lifað af þessu, þá held ég að „Ég hef áhuga fyrir vissri gerð málverka. Sjávarsíðan, klettar og sjór, höfða mikið til min. Þegar maður er alinn upp á sjávarkambi, þá er það ekki óeðlilegt. Nú, ef við tölum um einstaka mál- ara, þá hef ég stúderað dá- lítið amerískan málara, John Robinson. Hans verk eru mjög fyrir minn smekk, enda mikið um sjávar- og klettamyndir". Hvernig vinnurðu að myndum þínum? „Yfirleitt margar í takinu í einu. Það er gott að skipta um viðfangsefni af og til. Ég læt myndirnar þorna og mála ofan í aftur og stund- um aftur og aftur. Ég vinn mikið í skorpum, eins lengi og ég endist, stundum fram á morgun. Það kemur auð- vitað niður á manni næstu daga á eftir. Varðandi fyrir- myndir, þá fer ég yfirleitt út og tek Ijósmyndir og vel saman jafnvel fleiri en eina. Það er alltof kalt til að standa úti og mála tímun- um saman. Hvernig þeir gátu þetta gömlu karlarnir, það get ég aldrei skilið". Vinnurðu jafnt allt árið um kring, eða kýstu eina árstið umfram aðra? „Ég vinn mest á sumrin, en það er kannski meira út af því að vor og haust eru annatímar í versluninni, í' innkaupum. Annars er maður alltaf að“. „Mér leiðist aldrei“ Blaðamaður fékk sér einn bolla af kaffi i viðbót og virti fyrir sér keramik „alls konar tilraunir", sem Erla kallaði svo. Málverkin voru einnig augnayndi og undirritaður kannaðist við mótif af Suð- urnesjum og víðar. „Ég er realisti", sagði Erla, „nýja málaralistin höfðar ekki til mín, þótt margt sé þar vel gert hjá sumum yngri mál- aranna". - ehe. Hefurður farið til náms i listum? NESBÓK Hafnargötu 54 - Keflavík - Sími 3066 „Ekki í eiginlegan skóla, en ég fór fyrst í kvöld- kennslu hjá Steina Eggerts. Það kannast allir við þann mann. Síðan fór ég í einka- tima hjá Sverri Haraldssyni listmálara og var í tímum hjá honum íein 3-4ár. Lærði þá bæði að mála og teikna. Seinna tók svokölluð Bað- stofa til starfa og þar voru góðir kennarar, eins og t.d. Ragnar Páll, Pétur Friðrik LEIKHOLMI Hafnargötu 18 - Keflavik - Simi 3610 AUGLYSIR: LEIKFONG: DUKKUKERRUR SNYRTIHAUS 10 GERÐIR AF SPILUM BÍLAR - DÚKKUR SEM SYNGJA Á ÍSLENSKU STRETCHBUXUR - FLAUELISBUXUR PEYSUR - SKYRTUR - GRIFFLUR - TREFLAR HÚFUR - BELTI - SOKKAR

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.