Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.1984, Qupperneq 21

Víkurfréttir - 13.12.1984, Qupperneq 21
VÍKUR-fréttir JOLABLAÐ ,, Við skulum kalla þetta koparnámu" aðeins um 25%. Það þarf ekki háskólagenginn mann til að sjá það út að svona getur þetta ekki gengið lengi". Þú seldir Videoking, gerð- ist innflytjandi á myndum, en opnaðir svo videóleigu fljótlega aftur. Hver er ástæðan fyrir þessum svipt- ingum? ,,Til að gera langa og leið- inlega sögu stutta, þá seldi ég leiguna, og sá sem keypti ætlaði að leigja út myndir sem ég ætlaði að flytja inn og flutti reyndar inn. Þessi samvinna gekk því miðurekki svoaðég hélt áfram að flytja inn efni og ákvað að fara aftur út í leigu. Ég hefði getað haldið mig við innflutninginn ein- göngu, en það hefði þýtt það að myndirnar sem ég flutti inn hefðu farið til Reykjavíkur eða út á land, en það vildi ég ekki. Suður- nesin eru stærsta, réttara sagt langstærsta videó- svæði á landinu og ég ætl- aði Suðurnesjamönnum þetta efni. Þá stofnaði ég Phoenix-Video og hef nú u.þ.b. 1100 titla alls. Video- King hefði sennilega verið með þetta efni sem ég hef í dag, ef okkar samvinna hefði gengið upp, og væri þá besta videóleiga á Suð- urnesjum í dag. En það kom í minn hlut að reka hana, og það er svo sem allt í þessu fína“. En fyrst þú getur bæði flutt inn og leigt út efni, er þetta þá ekki bara nóg fyrir einn aðila? ,,Þú meinar að ég hafi ekki þurft að selja Video- King í byrjun? Jú, það má kannski segja það, en tveir aðilareiga meiri peningaen einn, og eins og ég sagði þér áðan, þá þarf geysilegt fjármagn til að halda góð- um „standard". Er þetta gullnáma, Tommi? ,,Þetta var kannski gull- náma, en nú skulum við kalla þetta koparnámu. Það er langt síðan glansinn fór af þessu. Þegar maður kóp- eraði og þurfti ekki að eyða miklum peningum í að kaupa myndir, þá var þetta mjög gott. En eftir að mark- aðurinn varð „heiðarlegur" er þetta ekki nein gull- náma". Á videóið einhverja fram- tið fyrir sér, eða dettur þetta upp fyrir? „Mikil ósköp, já. Framtíð- in er örugg, en ekki fyrir allar þessar leigur. Nú fljót- lega fer þeim fækkandi og sumar ganga reyndar kaup- um og sölum. Það gengur ekki til lengdar. Ég spái því að leigunum eigi eftir að fækka og myndirnar að batna enn meira, eða í stuttu máli færri og betri leigur". Grindavík: Rökræðukeppni Fréttamanni Víkur-frétta í Grindavík, gafst kostur á að komast á fund hjá JC félögum í Grindavík 29. nóvember s.l. Þar fór fram m.a. ræðu einvígi milli Guðrúnar Skúladóttur frá JC Vík, en hún er jafnframt fréttaþula hjá sjónvarpinu og Kristins Benediktssonar verkstjóra frá JC Grindavík. Umræðuefnið var eftirfar- andi tillaga Guðrúnar „Opinber framlög til lista- starfsemi verði afnumin". Guðrún var meðmælandi, en Kristinn á móti. Báðum mæltist vel, en þó hafði Guðrún betur og hefðu fleiri en Kristinn átt fullt í fangi með hana. Hún var svo málefnaleg og rökrétt að ekki var hægt annað en dást að. Undirrituð er þó sammála Kristni i fleiru en Guðrúnu, þó oft mátti litlu muna og mikið var gaman að fá að hlusta á þessar kappræður og alveg ótrúlegt hvað framíköll og þess háttar virtist hafa lítil áhrif á ræðumenn. Dómarar voru Bárður Árni Steingrímsson frá JC Reykjavík og Pétur Hjaltason frá JC Selfoss. Stigin féllu þannig að Guðrún fékk 949 stig og Kristinn 874 stig. Undirrituð þakkar JC félögum fyrir að fá að koma á fundinn og óskar Guðrúnu og Kristni til hamingju með þol og þor og er sammála jóví að bæði hafi unnið. Lifið heil Nýafstaðið verkfall var talið hafa gert ykkur gott? „Já, en nóvember hefur aldrei verið eins lélegur og nú, svo að gróðinn er fljót- ur að hverfa í reksturinn. Ég get nú bara sagt þér það, að fyrir 2 árum var ég með 100 titla en leigði meira en nú, og er ég þó með 1100 titla í dag. Það sakar ekki að geta þess, að ég verð með fullt af nýjum myndum fyrir jólin, allt úrvalsmyndir". Jæja, Tómas, eitthvað sem þú vilt segja að lokum? „Ja, það væri helst að þakka Sparisjóðnum í Keflavík og Útvegsbankan- um fyrir aðstoðina í gegn- um súrt og sætt. Án þeirra væri ég enn að baka hjá Ragga vini mínum í Ragn- arsbakaríi, en þar varég nú í 9 ár og lærði nú eitt og ann- að af honum hvað viðkem- ur viðskiptum. Hann kann ýmislegt fleira en að baka Jo-Jo brauð", sagði Tommi og hló eins og honum er einum lagið. Þá var ekkert annað eftir en að kveðja og það gerði blm. og hvarf á braut. K.Már. Gleðileg jól Farsœlt komandi ár Þökkum viðskiplin á árinu. Brautarnesti Gleðileg jól Farsœlt komandi ár Þökkum viðskipiin á árinu. DUUS hf. TILKYNNING UM ÁRAMÓTABRENNUR Þeim sem hafa ætlað sér að hafa áramótabrennu, ber að sækja um leyfi til Slökkviliös Brunavarna Suðurnesja í Keflavík. Skilyrði fyrir leyfisveitingu er, að ábyrgðarmaður sé fyrir brennunni Brennur sem verða hlaðnar upp og ekki hefur verið veitt leyfi fyrir, verða fjarlægöar. Umsóknir berist fyrir 20. desember 1984. Lögreglan i Keflavik, Grindavik, Njarðvik og Gullbringusýslu Brunavarnir Suðurnesja Raflagnavinnustofa Sigurðar Ingvarssonar Garði - Sími 7103 og 7143 SIEMENS heimilistæki í úrvali. s.s. þvottavélar, tauþurrkarar, rakatæki og allt í eldhúsið. Úrvais gjafavara frá ROSENTHAL og THOMAS POSTULÍNSVASAR, InnRömmun suBURnesjfl Vatnsnesvegl 12 - Keflavík Siml 3598 KG

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.