Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.1984, Side 24

Víkurfréttir - 13.12.1984, Side 24
JOLABLAÐ VÍKUR-fréttir Viðtöl og myndir: Páll Ketilsson KONAN Á BAKVIÐ MANNINN Hvernig er að vera giftur þeim mönnum eða konum sem eru í sviðs- Ijósinu, i fremstu víglínu? Vikur-fréttir fóru á stúfana og ræddu við fjórar konur sem allar eiga það sameigin- legt að vera giftar mönnum í áhrifa- stöðum. Seinna munum við jafnvel reyna að finna einhverja karlmenn sem kvæntir eru konum í slikum stöðum í atvinnulifinu. Konurnar sem við fengum i lið meó okkur eru þær Guðný Gunnarsdóttir, eiginkona Jóhanns Einvarðssonar aðstoðarmanns félagsmálaráðherra, Þórdis Þormóðsdóttir, eiginkona Karls Steinars Guðnasonar alþingis- manns, Halldis Bergþórsdóttir, eiginkona Tómasar Tómassonar, sparisjóðsstjóra og forseta bæjar- stjórnar Keflavikur, og Sigriður Frið- bertsdóttir, eiginkona Alberts K. Sanders bæjarstjóra i Njarðvík. Hvað starfa þessar konur, hvaða áhugamál eiga þær og hvernig finnst þeim að vera giftar mönnum í áhrifa- stöðum? Hverjir eru helstu kostir og gallar eiginmanna þeirra? Þessu ásamt mörgu fleiru svara þær i við- tölunum sem fara hér á eftir. Konan á bak við manninn: hefur gagnrýni ekki haft mikil áhrif á mig“. Að lokum, Halldís Berg- þórsdóttir, konan á bak við Tómas Tómasson: Hver er hans helsti kostur og ókost- ur? „Ókostirnir er engir mið- að við alla góða kosti hans“, sagði Halldís. „Pólitík ekki rædd á heimiliniT Hún heitir HALLDÍS BERGÞÓRSDÓTTIR, konan á bak við mann- inn, sparisjóðsstjóra i Keflavik, forseta bæjarstjórnar Keflavíkur og lögfræðing, TÓMAS TÓMASSON. varðar þá hef ég aldrei verið pólitísk". Áhrifastöðu fylgir gagn- rýni. Hvaða augum litur þú hana? Að eiga eiginmann í ,fremstu víglínu“ og áhrifa- stöðu, hvernig finnst þér það? ,,Ég er vön því frá okkar fyrstu hjúskaparárum, að Tómas hefur alltaf verið mjög önnum kafinn maður. Því hafa fylgt óvæntar gestakomur og hvers konar annríki, innan sem utan heimilis. Ég vona að mér hafi tekist að taka því og ég hef notið þess að taka þátt í því með honum". Ert þú heimavinnandi húsmóðir? ,,Já, og með mikilli ánægju. Ég hef verið heima svo til alla mína tíð og verið með stórt heimili og alltaf haft nóg að gera". Gætirðu hugsað þér að skipta um hlutverk? Þú fær- ir út að vinna og hann færi að hugsa um heimilið? ,,Nei, ekki óska ég eftir því og best er að hann óski ekki eftir því heldur". Tekur hann þátt i heimil- isstörfunum? ,,Já, að vissu marki. Sér- staklega þegar þess er þörf“. Eyðir hann miklum tima með fjölskyldunni? ,,Já, flestum sínum fri- stundum ver hann ( faðmi fjölskyldunnar". Áttu mörg áhugamál? ,,Þau eru fjölmörg, en fyrst og fremst heimilið og fjölskyIdan. Svo má nefna ferðalög, tónlist og bridge, sem ég hef spilað í 14 ár með vinkonum mínum. Ennfremur les ég mikið, sögur og kvæði“. En Tómas? ,,Hann hefur alltaf verið mikið í félagsstörfum, m.a. var hann fyrsti formaður Lionsklúbbs Keflavikur. Tómas hefur alltaf haft mikinn áhuga á pólitík, lestri góðra bóka, laxveið- um, ferðalögum og golfi, sem hann kemstalltof sjald- an í og svo ekki síst fjöl- skyldunni. Mér finnst hann eiga óteljandi áhugamál". Er pólitik mikið rædd á heimilinu? ,,Það erekki rætt um póli- tík á heimilinu, en hvað mig ,,Það er aldrei hægt að gera svo öllum líki. Ég veit að hann gerir hlutina eins vel og hann getur og þvi Halldis Bergþórsdóttir og Tómas Tómasson RAFVEITA KEFLAVÍKUR óskar Keflvikingum og öðrum Suðurnesjamönnum GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLDAR Á KOMANDI ÁRI. Um leið viljum við minna á, að ef þú getur, notandi góður, flutt bakstur og eldamennsku á hagkvæm- ari tíma en milli kl. 16 - 18 á aðfangadag, er það hagur okkar allra. Þá er þess að gæta, að þegar álagiö er minnst, tekst eldamennskan og bakstur best. RAFVEITA KEFLAVÍKUR

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.