Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.1984, Page 30

Víkurfréttir - 13.12.1984, Page 30
JÓLABLAÐ VÍKUR-fréttir Eina lögbýlið á Suðurnesjum heimsótt: Verða að búa við algjöra einangrun yfir vetrar - manuoina - samgöngulaus, jafnvel hita-, vatns-, rafmagns- og símalaus Eins og flestir vita er þéttbýíasti staður landsins hérna á suð- vestur horninu, og þvi teljast Suðurnesin vera með þéttbýlustu svæðum landsins. Er það þá ekki skritið, að á þessu svæði skuli finnast bóndabýli sem er aðeins 5 km frá einum af þremur kaup- stöðum á svæðinu, þar sem heimilisfólkið verður að búa við ein- angrun oft frá hausti og fram á vor, vegna þess hve vegarsamgöng- ur eru slæmar? Þetta fólk, sem er hið eina á Suðurnesjum sem hefur afkomu sína eingöngu af fjárbúskap, verður einnig, þó það sé ekki lengra frá þéttbýli, að búa rafmagnslaust og vatnslaust meira og minna á hverjum vetri. Laugardaginn 1. desember sl. brutust Víkur- fréttir á bíl með drifi á öllum hjólum til þessa fólks og tóku það tali, og birtist viðtalið hér á eftir. En fyrir þá sem ekki eru þegar farnir að renna grun i, um hverja er verið að tala, skal þess getið að hér er átt við hjónin ísólfog Herthu Guðmundsson, að ísólfsskála við Grinda- vík. hingað úr Grindavík 1916 og bjó hér eins og áður segir í 51 Vfe ár. Mamma var gift áður, en við systkinin erum 11 á lífi, 5 hálfsystkini og 6 alsystkini. Eitt, þ.e. elsta hálfsystkinið, er nýlega dáið, en hann bjó hérna í Grindavík. Fyrst þegar pabbi kom hérna þá var þetta eiginlega ekki árennilegt, þetta var nú ekki annað en smá túnsnepill sem náttúrlega varð að slá með orfi og Ijá eins og það gerðist í gamla daga, og þá setti hann á þetta eina belju og 10 gemlinga, og ég held að hann hafi fengið eitt- hvað um 20-25 hesta af heyi af þessu með því að slá þetta með orfi og Ijá og kroppa þetta saman. Nú eru ♦únin með því sem hann stækkaði og ég líka, orðin um 40 hektarar, að mér er sagt. Þar af leiðandi hefur þetta stækkað smátt og smátt, en erfiðleikar fyrst voru miklir hérna varðandi það að rækta þetta, því að hér voru sandur og melar og varð að tína ofan af þessu grjót með handafli og grafa það niður til þess að losna við það, eða þá að bera það út fyrir í hauga. Svo eftir að ýturnar komu TILKYNNING KEFLAVÍK - NJARÐVÍK - GRINDAVÍK - GULLBRINGUSÝSLA Samkværm lögum nr. 46/1977 og reglu- gerð nr. 16/1978, er hverjum og einum ó- heimilt að selja skotelda eða annað þeim skylt, nema hafa til þess leyfi lögreglu- stjóra. Þeir sem hyggjaásölu framangreinds varn- ings, sendi umsóknir sínar til yfirlögreglu- þjóns í Keflavík, eigi síðar en 20. desember 1984. Að öðrum kosti verða umsóknirnar ekki teknar til greina. Umsóknareyðublöð fást hjá yfirlögreglu- þjóni á lögreglustöðinni í Keflavík. Lögreglustjórinn í Gullbringusýslu Bæjarfógetinn í Keflavík, Grindavík og Njarðvík Brunavarnir Suðurnesja KEFLAVÍK AUGLÝSING um tímabundna umferðartakmörkun í Keflavík Frá föstudeginum 7. desember 1984 til mánudagsins 31. desember 1984, að báð- um dögum meðtöldum, er vöruferming og afferming bönnuð á Hafnargötu á almenn- um afgreiðslutíma verslana. Á framangreindu tímabili verða settar hömlur á umferð um Hafnargötu og nær- liggjandi götur, ef þurfa þykir, svo sem tek- inn upp einstefnuakstur eða umferð öku- tækja bönnuð með öllu. Verða þá settar upp merkingar er gefa slíkt til kynna. Keflavík 1. desember 1984. Lögreglustjórinn í Keflavík Bærinn að ísólfsskála Ferðin að Isólfsskála gekk nokkuð vel, þó var það ansi skrítin tilfinning í þessu góða veðri, að á Grindavík- urveginum frá Seltjörn og upp undir Gíghól, var það þétt hrímþoka aðaðeinsvar nokkurra metra skyggni. Nú, eftir að henni lauk gekk ferðin vel. En til þess að komast að (sólfsskála þarf aðfarayfir Festarfjall og þar var algjörlega ófært fyrir venjulega fólksbíla, en fyrir þann farkost sem við völdum til fararinnar var þetta lítið mál. Þó voru kafl- ar sem voru afar slæmir jafnvel fyrir slikan bíl. Engu að síður tókst vel að komast á staðinn og eftirað hafa fengið kaffi hjá þeim hjónum var sest inn í stofu. Fyrst báðum við (sólf að segja frá uppruna og sögu jarðarinnar. „(sólfsskáli er landnáms- jörð, hér er ég fæddur og uppalinn", sagði ísólfur bóndi, „pabbi og mamma bjuggu hérna líka í 5114 ár og afi bjó hérna. Hann var þrígiftur og átti 33 börn og eitt á milli kvenna, þannig að börnin voru 34. Hann hóf búskap að Hjalla í Ölfusi og þaðan fluttist hann að Breiðagerði á Vatnsleysu- strönd. Þá fluttist hann að Vigdísarvöllum, bjó þar í nokkur ár. Síðan fluttust þau hingað og hér létust þau. Eftir það var skálinn í eyði í 3 ár, en eftir það var Brandur bróðir hans pabba hér í 3 ár, en þá flutti pabbi Suðurnesja- menn Við óskum öllum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. SAMBAND SVEITARFÉLAGA ÁSUÐURNESJUM

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.