Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.1984, Side 33

Víkurfréttir - 13.12.1984, Side 33
VÍKUR-fréttir JÓLABLAÐ Hvernig er þá um hávet- urinn, leiðist ykkur ekkert? ,,Jú, það kemur stundum fyrir, sérstaklega ef síma- sambandslaust er. Þessi mál hafa nú lagast stórlega eftir að Keflavlkursímstöð- in tók við þessum málum. Þær hafa oft samband við okkur eftir slæm veður til að athuga hvort allt sé í lagi. Það er mikil bót". Hvernig líður dagurinn hjá þér? ,,Ég er mikið í handa- vinnu, sauma, hekla og les töluvert. Ég fæ bækur að heiman og les þær. Svo er maður allan daginn að hugsa um skepnurnar því það er afkoman okkar". Nú ert þú þýsk að uppruna, hefur þú samband við Þýskaland? ,,Já, já, við höfum mikið samband, og margt fólk sem kemur hingað á sumr- in kemur við hérna. Síðan hef ég mikið samband við þetta fólk“. Hvernig komst þú hingað til lands? ,,Ég kom hingað til lands í gegnum ráðningu hjá Jóni Helgasyni núverandi land- búnaðarráðherra, en hann var þá í Lubeck að ráða fólk til (slands. Þetta var árið 1949. Kom ég hingað til lands með gamla Maí frá Hafnarfirði. Höldum viðenn kunningsskap þrenn hjón sem eins var með, þ.e. Fjallasýn frá Isólfsskála konan kom með togaran- um hingað til lands. Voru þetta mikil viðbrigði að koma hingað, með mínar minningar, og setjast svoað á sveitabæ sem var svona afskekktur, þvi ég kom beint hingað að ísólfsskála. Var þetta allt mjög nýtt fyrir mér, þó ég hafi alist upp á sveitabæ, þó voru viðbrigð- in kannski ekki alveg eins mikil og þau hefðu getað orðið að koma hingað. Ég er mikið náttúrubarn og finnst gott að vera mikið úti. Ég gæti ekki hugsað mérað vera alltaf inni“. Hvað finnst þér um ís- lendinga sem Þjóðverji? „(slendingar eru ágæt þjóð að sumu leyti, en ég HVER NÆR í POKANN? Það er von að þeir ruglist í því, hver þeirra kumpána eigi þess kost að ná í jólagjafapokana.— Verður það númer 1,2,3 eða 4? Þvottahús Keflavíkur óskar viðskiptavinum sinum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum viðskiptin á árinu. held að þeir kunni ekki að hagræða hagsmunum sín- ummrétt. Þeir hafa of fljótt orðið ríkir að loknu stríðinu og hafa síðan átt erfitt með að halda á peningamálum sínurn". Að lokum? ,,Ég vil óska öllum kunn- ingjum okkar og vinum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs“. Þetta fólk býr eins og fram kemur við mikla ein- angrun, þó það sé aöeins um 5 km frá Grindavík. Það sættir sig við að vera meira og minna innilokað, en raf- magnsmálin eru aftur á móti mikið mál hjá þeim, enda furðulegt að það skuli ekki vera fyrir löngu búið að leggja rafmagn í þessa átt út frá Grindavík eins og í hina áttina. Eins er það mikið öryggismál bæði fyrir þau og sæfarendur, aö lagður verði upphækkaður vegur þarna, sem ekki væri eins snjóþungur og sá sem nú er, því þarna fyrir utan eru mið bátaflotans og því þarf að vera akfært þarna, ef eitthvað ber út af, t.d. skips- strand eða annað því um líkt. Enda ófært að slíkar vegsamgöngur skuli vera hér á einum mesta þéttbýl- iskjarna landsins. - epj. Síðasta blað fyrir jól kemur út 20. desember. GLBÐILEG K)L! GOTT OG h'ARSÆL L KOMANDl Áht. D Þökkum viðskiptin ó liðno úrinu. SAMVINNUBANKINN Útibú - Keflavík aWa xV K flfllw Senduin storfsmönn- um okkar, suo og öörum Suðurnesjamönnum bestu óskir um gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár. Þökkum samstarfið á árinu sem er að iíða. DVERGHAMRAR KEFLAVÍKURFLUGVELLI Sjoefna- vinnslan hf. sendir starfsmönnum sínum og öðrum Suðurnesjamönnum bestu jóla- og ngársóskir.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.