Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.1984, Side 34

Víkurfréttir - 13.12.1984, Side 34
JÓLABLAÐ VÍKUR-fréttir Teppa- og húsgagnahreinsun Tek að mér teppa-, bílstóla- og húsgagna- hreinsun, með nýrri háþrýstivél. Upplýsingar í síma 1765. Brynjolfur hf. óskar starfsfólki sínu og sjó- mönnum á uiðskiptabátum GLEDILEGRA JÓLA og þakkar þeim uei unnin störf á liðnu ári. „Heimtum of mikið af of fáum - Flutt á 35. þingi A.S.Í. af Ernu Gunnarsdóttur úr Keflavík íí Ég aetla að gera mitt til þess að reka það slyðruorð af okkur konum, að við sitjum A.S.Í. þing án þess að segja nokkuð. - En hvar á að byrja ? - Af nógu er að taka. - Fjármála óstjórn undan- farinna ára hefurveriðalveg óskapleg, og nú súpum við seyðið. Erum komin á bekk með Tyrkjum, ítölum og Portúgölum, sem vanþró- uðustu þjóðir Evrópu í peningamálum. Hvaða fiskveiðiþjóð í veröldinni önnur en við íslendingar, hefur fellt gengið í hvert sinn er sjómenn hafa fengið kjara- bót ? - Og hverju var svo verið að bjarga ? - Útgerð og fiskvinnslu ? Nei, ekki alveg. Það var ekki lengi að skila sér. Olía veiðarfæri og Sendum öllum íbúum Votnsleysustrandar- hrepps, suo og öðrum Suðurnesjamönnum bestu jóls- og nýársóskir Sveitarstjórn Vatnsleysustrandarhrepps Sendum öllum íbúum Miðneshrepps, suo og öðrum Suðurnesjamönnum bestu jóia- og nýársóskir Sueitarstjórn Miðneshrepps allar aðrar rekstrarvörur, hækkuðu auðvitað í hvert sinn aö ótöldum öllum erlendu lánunum, sem stórhækkuðu við hverja gengisfellinguna, þannig að skip sem átti að kosta um 20 milljónir hækkaði átveim árum upp í 60, og sama gildir um öll okkar þjóðar og persónulán og allt sem við þurfum að kaupa til heimilisreksturs. Hvað hafa þessir fjármálaspekingar okkar verið að hugsa ? Jóhannes Norðdahl seðla- bankastjóri, sagði á ársfundi bankans í apríl síðastliðinn að „skulda- byrði þjóðarbúsins út á við væri eitt megin vandamál efnahagsstöðu íslendinga". Hver efast nú um það? Hefði ekki verið nær að huga að þessu fyrr og gera ekki gjaldmiöil okkar nær alveg verðlausan? Svo eru það láglauna- stéttirnar. Um þær mætti tala langt mál. Við erum ein mesta láglaunaþjóð á norðurhveli jarðar og eru eigendur erlendra stór- fyrirtækja farnir að sækja hingað í auknu mæli vegna lágra launa og raforku. Ég ætla svo að nefna fiskvinnsluna, því hana þekki ég af eigin raun. Er húsmóðir sunnan úr Keflavík og hef undanfarin mörg ár unnið í fiski, þeirri atvinnugrein sem helst enginn vill stunda. Fólkið á að læra og læra, alltaf verið að lengja námið, allir að verða stúdentar og helst að fara í háskóla. Jafnvel þarf háskólanám til þess að verða hjúkrunar- konur, kennarar og fl. o. fl. En því miður fyrir þjóðina, þá lifum við aðallega á fiskveiðum og fiskvinnslu, einmitt því sem enginn vill vinna. En hvernig er það? Er þá ekki það fólk verðlaunað, sem stendur í ströngu við að afla þjóðinni gjaldeyris? Nei, aldeilis ekki. Alltaf á lægstu töxtunum og í febrúar samningunum féllum við algerlega á botninn, með frá tæpum 60 kr. á tímann, sem er móðgun við fullþroska fólk og langt fyrir neðan þau lágmarkslaun, sem greiða mátti á íslandi. Það er eins og verið sé að hegna okkur fyrir að vinna fiski nn. Þetta gerir bónusinn, segir fólk. Já, bónusinn. Gera menn sér grein fyrir hvað er að vinna í bónusi. Hann er aukaálag, bæði andlegt og líkamlegt og ákaflega slítandi, og margt er þannig staðlað að lítill eða enginn bónus næst, þrátt fyrir aukið álag. Svo skulum við gera okkur grein fyrir því, að margt er unnið án bónuss. Sumir greið engan bónus í saltfiskvinnslunni og í skreiðarvinnu heldur ekki. Það eru mörg handtökin í þessari vinnslu allri, oft í erfiði, kulda og vosbúð, áður en frysti fiskurinn er kominn til Bandarikjanna, saltfiskurinn til Portúgals og skreiðin til Nígeríu. Hvernig væri að bónus- inn yrði tekinn upp sem víðast í þjóðfélaginu? Greiða bara lága tíma- kaupið okkar og svo fengi fólk greiddan bónus eftir afköstum. í öllu sparnaðar- talinu og gloppunum, mætti áreiðanlega spara stórfé. Byrja t.d. í ráðuneytunum og öðrum rikisfyrirtækjum. í öllum okkar samning- um, gegnum tiðina, hefur fiskvinnslufólkið fengið of hátt kaup, að mati atvinnu- rekenda og stjórnvalda, jafnvel svo að allt þjóðar- búið var í voða. Ég gleymi ekki sjónvarpsþætti fyrir nokkrum árum, þegar forsætisráðherra sat fyrir framan alþjóð og bað fólkið í fiskinum að stilla kröfunum í hóf. Já, við erum mikilvægt fólk. Það á skilyröislaust að meta þessa vinnu til fjár, í samræmi við þann þjóðar- auð sem hún skapar. Ég er hlynnt skatta- lækkunarleið í samningum, ásamt lagfæringu á lægsta kaupinu, því allir þekkja kauphækkunarleið undan- farinna ára, þegar þessar krónur eru teknar aftur um leið og meira til, með gengisfellingum, hækkuðu vöruverði og þjónustu. En tryggja þarf að kaupmáttur haldist og stjórnvöld standi við sitt, en komi ekki aftan að fólkinu með bakreikn- inga. Ég varð því fyrir vonbrigðum með nýju samningana því gamla sagan var endurtekin, en hinsvegar fagna ég að afnema skuli tvöfalda kerfið að hluta, þviþaðerhróplegt óréttlæti. Hvað veldur því að frændur vorir Færeyingar geta greitt sinu verkafólki 168 kr. á tímann ég endurtek 168 kr. á sama tíma og við (slendingar fáum 60 - 74. Samterflutt út á sömu markaði og jafnvel að Islendingar flytji út fyrir Færeyinga? Hverju er um að kenna? Allt of mikilli fjárfestingu hér og óstjórn í fyrirtækjum og síðast en ekki síst óstjórn valdhafa í peningamálum. Við ættum að senda menn til Færeyja til að læra. Svo er ein hugleiðing í lokin. Viðerum aðeins 230- 40 þúsund manns. Hugsum okkur að ein lítil hafnarborg á Bretlandseyjum ætti og ræki allt sem við eigum. Allan fiskiskipaflotann og fiskvinnslufyrirtækin. Allan kaupskipaflotann og hafnarmannvirkin um land allt. Allar okkar virkjanir og stóriðjufyrirtækin. Land- búnaðinn. Allt vegakerfið allt skóla- heilbrigðis og tryggingakerfið o. sv. frv. Þetta er nú ekki nein smá upptalning. Ég held að það yrði einni 240 þúsund manna borg algerlega ofviða. Má ekki rekja allt efnahagsöngþveiti okkar Islendinga einfaldlega til þess að við heimtum of mikið af of fáum.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.