Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.1984, Blaðsíða 42

Víkurfréttir - 13.12.1984, Blaðsíða 42
JÓLABLAÐ VÍKUR-fréttir ,,Mig langaði mikið til að verða óperusöngvari" skólastjóri var að byrja og vildi fá kennara með reynslu og við vorum þrjú hér, ég, Halldóra Ingimund- ardóttir og Jón skólastjóri". Og ekki líkað verr en svo, að þú ert hér enn? „Já, ég er hér enn. Það er ekki búið að reka mig enn- þá, en ég er nú að hugsa um að hætta, ég er kominn á eftirlaun og hef verið í hluta- starfi undanfarið". Alltaf likað kennslan vel? ,,Já, það gefur auga leið. Maður heldur sér einhvern veginn lifandi og frjóum i þessu starfi. Þegar ég var unglingur var svo margt sem mig langaði til að gera, að stundum átti ég erfitt með að byrja, og einnig hef- ur þetta verið í gegnum tíð- ina. Ég hef e.t.v. verið fjöl- hæfur og þar af leiðandi átt erfitt með að einbeita mér að einhverju, komið við margt. Ég hef aldrei komist til þess að læra á hljóðfæri eða söng, en samt alitaf verið sönqelskur og músik- alskur. Ég spilaði jú á munnhörpu en hætti því þegar ég fékk fölsku tenn- urnar", ogennerstuttíhlát- urinn. fW CCSY ýlj Steypusögun Suðurnesja s/f Sögum huröagöt, glugga- göt, raufar í gólf og veggi, fyrir rafmagns-, vatnslögnum o.fl. Vönduð vinna, vanir menn. Þrifaleg um- gengni. Gerum föst verðtilboö. Upplýsingar í síma 92-6654. „Hún vandist því aö tína upp dagblaðið sitt í pörtum hingað ogþangaöumíbúö- ina og hún vandist því einnig að þurfa að halda í sérvegna þess að Kládíus. eyddi ókristilegum löngum tíma á bað- herberginu við að greiöasérogplokka- hár úr nefinu. Það var eitthvaö við þetta litla, graena kríli þess valdandi að hún gat fyrirgef- ið honum allt". AF HIMNUM OFAN ER ÖNNUR BÓK GUÐBERGS AÐALSTEINS SONAR. HANN HEFUR AÐUR GEFIÐ ÚT SKÁLDSÖG.UNA BJÖRT MEY OG HREIN, SEM KOM ÚT ARIÐ 1981. Þegar þú lítur til baka, hvernig finnst þér kennara- starfið hafa breyst? „Mér finnst eins og það sé alltaf verið að koma meiru á kennarana, mér finnst það. Kennarinn er eiginlega orðinn meira upp- alandi en leiðbeinandi. Það hefur nú kannski alltaf verið eitthvað, en það er að auk- ast. Við eigum að leiðbeina og kenna og gera hitt og þetta og maður verður auð- vitað að reyna að framfylgja þessu. Mér finnst líka að krakkarnir séu ekki eins ag- aðir og fyrr. Þar held ég að lífsgæðakapphlaupið og hraðinn á öllu séu orsak- irnar. Fólk hefur svo mikið að gera, allir að flýta sér og þetta kemur niður á börn- unum. Þetta var ekki svona hér áður fyrr. Ég kem hing- að fyrst 1939, á vertíð í Keflavík og var 5 vertíðir þar. Þá var afar rólegt og gott mannlif í Keflavík. Fólk gaf sér tíma til að rækta garðinn sinn, ef svo má að orði komast. Ég kynntist góðu og hjálpsömu fólki þennan tíma, eins og til dæmis Kristni og Kamillu, foreldrum Jóns Kristins- sonar. Kamilla sá um þvott fyrir mig meðan ég var hér. Þegar ég kem svo hingað alkominn 1960, þá er nátt- úrlega herinn kominn og þá var þetta allt annað. Þá voru allir að hugsa um peninga, að grípa gæsina. Alveg eins og ekkert annað skipti máli. Og enginn má vera að MUNIÐ JÓLATILBOÐIÐ 1 mynd á dag í 4 mánuði. Jólagjöf Sjónvarpsbúðarinnar í Keflavík: 20 myndir fylgja öllu öðru sem keypt er. / ------ . \ SJÓNVARPSBÚÐIN keflavík, s. 3634 neinu". Jóhann er nú ó- venju alvarlegur í bragði. Hefðirðu kosið að fara til mennta þegar þú varst ungur? „Já, ég var búinn að sækja um Kennaraskólann árið eftir að ég kem af Eið- um. En þá er pabbi orðinn berklaveikur og deyr skömmu seinna. Svo trúlof- aðist ég og fyrsta barnið fæðist 1940. Svo breyttist þetta allt með stríðinu". En ef þú værlr ungur maður í dag? „Ég myndi ekki fara i kennslu. Ég færi örugglega í skóla, listaskóla. Annað hvort í söngnám eða mynd- listarskóla. Mig langaði mikið til að verða óperu- söngvari. Ég veit ekki hvort ég hefði nokkurn tímaorðið Jói kennari. Ég hef ógúr- lega mikinn áhuga á öðru fólki og fylgist vel með öllu sem er að gerast í öðrum löndum. Þegar ég var lítill ætlaði ég alltaf að verða landkönnuður. Var alltaf að smíða báta og kynnti mér allt um Nansen, Livingstone og Amundsen. Annars komu Grænlandsförin stundum við heima og þangað stefndi nú hugur minn í þá daga“. Hvað hefur þér líkað best að kenna? „Samfélagsfræði finnst mér skemmtileg, eins og gefur að skilja þegar maður hefur gaman að fólki. Ég hef lítið kennt enskuna, en ég kenndi smíðar um árabil. Ég held að samfélagsfræðin sé undirstaða allra greina, þvi fólkið byggir jörðina og ef maður lærir um fólk þá eyðast fordómar og hindur- vitni í garð meðbræðra okkar. Ég hef stundum verið gagnrýndur fyrir það að láta ekki læra utanað einhverjar ár og landamæri, en ég hef frekar viljað einbeita mér að því hvernig Jói i hlutverki Úla frænda: ,,Margir láta ginnastaf þeim glansmyndum sem gróða- pungar flika i auglýsingunum". fólkið býr, auðlindirþessog menningu. Þjóðarremb- ingur og allt þetta, það er bara til ills. Maðurinn á rétt á sinni jörð eins og við, burtséð frá því hvort hann er gulur, rauður, brúnn eða svartur. Eða hvað finnst þér?“ Nú finnst mér vera kominn tími til að enda spjallið. Ekki vegna þess að heimspekilegar umræður séu mér ekki að skapi, heldur vegna þess að sú umræða yrði of löng fyrir eitt jólablað. Það verður að bíða betri tíma. Manstu ekki einhverja skemmtilega sögu úr kennslunni, svona í iokin? „Jú, einu sinni í kristni- fræðitíma, þá spurði ég hvar Abraham hefði verið jarðaður, og einn krakkinn svaraði: ,,( Marmelaði hjá Söru konu sinni". Þetta átti auðvitað að vera í Marme- lundi. Svörin hafa mörg verið skemmtileg". - ehe. Hörpu GK 111 hleypt af stokkunum Næst síðasta laugardag var hleypt af stokkunum nýju 150 tonna fiskiskipi frá Vélsmiðju Seyðisfjarðar, og hlaut það nafnið Harpa GK 111. Er skipiö smíðað fyrir Gullvík hf. í Grindavík, en fyrra skip þess fyrirtækis sem bar þetta nafn mun nú fara í úreldingu, en þaðskip er 30 tonna eikarskip. Var það Ágústa Gísla- dóttir, eiginkona Hafsteins Sæmundssonar fram- kvæmdastjóra Gullvíkur, sem gaf skipinu nafn. Skip- stjóri á hinu nýja skipi verð- ur Ómar Einarsson úrSand- gerði. Harpa GK 11 er 26 metra langt stálskip og 7 metra breitt og er áætlað að af- henda skipið í næsta mán- uði, en þá hefur smiði þess staðið yfir í 14 mánuði. I skipinu verður 565 ha. Cat- erpillar-vél. - epj. Njarðvíkingar: Nú sammála þátttöku í könn- un á sameiningu sveitarfélaga í bæjarstjórn Njarðvíkur fyrir stuttu var lögð fram eftirfarandi tillaga „Bæjar- stjórn Njarðvíkur mun að sínum hluta taka þátt í kostnaði við könnun á kostum og göllum við sameiningu sveitarfélaga. Bæjarstjórn vill þóbenda á nauðsyn þess að kanna einnig hinn mannlega og félagslega þátt“. Var tillagan samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum. epj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.