Víkurfréttir - 13.12.1984, Side 50
JOLABLAÐ
VÍKUR-fréttir
,,Hann var sagður
vera Stjáni blái“
Nágranni Stapadraugsins í viðtali
Vikur-fréttir höfðu upp á manni nokkrum, Guð-
mundi B. Jónssyni, búsettum i Vogum. Hann bjó
áður að Brekku undir Vogastapa. Á þeim árum fóru
miklar sögur af Stapadraugnum. Við báðum Guð-
mund aö segja frá kynnum sinum af þessum al-
ræmda nágranna sinum. Guðmundur var til i það og
við gefum honum orðið:
„Já, það er líklega ekki
hægt að telja aðra en mig
nágranna Stapadrauasins,
hafi hann þá verið til. Ég var
í 7 ár á Brekku undir Voga-
stapa. Stapadraugurinn var
sagður halda sig upp af svo-
kallaðri Grynnri-Skoru,
sem er miðsvæðis á Stap-
anum. Við vorum þrjú til
heimilis að Brekku, m.a.
amma mín, rúmfastur sjúkl-
ingur í 12 ár, og ekki um
neinn leikfélaga að ræða
fyrir mig. Ég var oft einn
míns liðs úti við að leika mér
á kvöldin. Maður fann alltaf
eitthvað til að stytta sér
stundir við. En aldrei man
ég til þess að það hvarflaði
að mér að Stapadraugur-
inn væri nokkuð sem þyrfti
að óttast. Samt var ég nú
dálítið myrkfælinn eins og
títt er um unglinga. Ef ég var
að fara einn til útihúsa eða
Ijóslausra mannabústaða,
þá var maður alltaf smeyk-
ur. Endavarofttalaðumeitt
og annað í myrkrinu, til
þess að reyna að hræða
unglinga til hlýðni. Núna
þekkist þetta ekki, enda er
nú Ijós í hverju horni eftir
myrkur".
Var aldrei talað um draug
inn?
,,Jú, það er annað mál.
Það kom oft fólk í heim-
sókn og þá var stundum
verið að segja sögur og
ræða um Stapadrauginn.
Það vill svo til að reimleikar
voru hér á Grímshóli í upp-
hafi byggðar, en þessi
Stapadraugur sem nú er
talað um, verður eiginlega
ekki til fyrr en snemma á
þessari öld. Hann var
sagöur vera Stjáni blái, sem
fórst 16. des. 1922 hérna
fyrir utan að því talið er. Það
er fjallað um Stjána bláa í
Skútuöldinni eftir Gils Guð-
mundsson, og þar er
honum borinn góður
orðstír, enda þótt honum
hafi þótt sopinn góður.
Sagan segir að hann hafi
gefið sér nafngiftina sjálfur.
Hann hafði einu sinni lent í
því að bjarga munum þar
sem húsbruni hafði orðið.
Við það fékk hann brunasár
á hendurnar, þannig að þær
blánuðu og urðu bláar upp
frá því. Svo var hann ein-
hvern tíma á skútu að draga
fisk og dró steinbítstegund
þá sem er nefnd blágóma.
Þá sér hann að þær eru
samlitar, hendur hans og
blágómans. Honum varð þá
að orði: „Það er best að við
séum nafnar héðan af og ég
verði kallaður Stjáni blái".
Það voru því engir gárungar
sem gáfu honum þetta nafn.
Hann gaf sér það sjálfur og
undir því gekk hann. Síðan
gerði Örn Arnarson hann
svo ódauðlegan í sam-
nefndu kvæði, sem allir
kannast við“.
Hvernig var með gamla
drauginn?
„Það hafði verið talað um
það áður, að erfitt væri að
komast framhjá Grímshól,
vegna þess að þar væri eitt-
hvað óhreint á sveimi. En úr
þeim sögum fer að draga
um 1915. Þá er þjóðvegur-
inn kominn í samband á
milli Keflavíkur og Hafnar-
fjarðar og allir hættir að
nota svokallaðan gamla veg
á milli byggða, en gamli
vegurinn lá þar sem sagt var
reimt á Stapanum.
Eftir að bílaumferð eykst
á nýja þjóðveginum, fer
aftur að bera á reimleika, en
bílar voru sjaldgæfir fyrir
1920. Mér er minnisstætt
þegar þeir fyrstu fara að
sjást, þá er ég 9 ára. Það
þótti ekkert tiltökumál þótt
ökumenn væru hreifir af
áfengi og jafnvel dónaskap-
ur að bjóða ekki bílstjóran-
um fyrst, ef vín var haft um
hönd. Það þótti sjálfsögð
kurteisi að bjóða þeim
sopa. Nú, bilarnirvoru mjög
ólíkir því sem við þekkjum
nú. Hávaðasamir, skrölt-
andi og glamrandi og ent-
ust bæði dekk og fjaðrir afar
illa. Ekki bætti úr skák hvað
vegirnir voru vondir. Það
var því alltítt að bílstjórar
þurftu að fara að gera við
upp á háheiðum í misjöfn-
um veðrum, með frumstæð
verkfæri, kannski vel við
skál. Það má vel ímynda sér
það að oft hafi fótgangandi
vegfarendur gengið fram á
bílstjóra við þessar aðstæð-
ur. Og jafnvel leitað skjóls
fyrir veðri og vindum um
stund, kannski án þess að
spyrja bílstjórann leyfi
fyrst. Kannski ekki orðið
hans varir. Hvað á svo bíl-
stjórinn að gera? Á hann að
stofna til illdeilna við blá-
ókunnuga mann, sem gæti
jafnvel verið af öðrum
heimi. Draugatrúin lifði
nefnilega með mönnum hér
um slóðir og tengdist Stap-
anum gjarnan. Ég held að
ýmsir bílstjórar hafi hugsað
fyrst um að koma sér í
burtu. Ekki veit ég hvernig
má útskýra það öðruvísi,
þegar menn voru að
yfirgefa bíla sina jafnt að
degi sem nóttu. Þá komu
þeir niöur Brekkuskarð
náfölir af hræðslu, sögðu
farir sínar ekki sléttar. Þótt-
ust eiga fótum fjörað launa.
Sögðust e.t.v. hafa mætt
hauslausum manni. Það
hefur sernilega verið
einhver sem hefur dregið
kápuna yfir höfuðið til
skjóls í illviðri. Og þá virst
vera hauslaus. Þannig kom
þetta okkur fyrir sjónir á
mínu heimili. Það var um
það talað að þessir menn
væru bara fullir. Hjátrúin
ver svo gróin inn í fólk, að
það trúði alls kyns sögum.
Það gat ekki losað sig und-
an gömlu hjátrúnni. Svo
dregur úr þessu upp úr
1930, enda eru bifreiðarnar
fullkomnari þá og bila
sjaldnar og færri fótgang-
andi á milli bæja. Síðan hafa
liðið áratugir og enginn
minnst á Stapadrauginn og
ég býst ekki við að það verði
í framtíðinni".
Má kannski segja að
næstu nágrannar draugsins
þekki aðeins af afspurn?
,,Já, það er nokkuð til í því
hjá þér. Ég hef heyrt miklu
meira minnst á hann úti á
landsbyggðinni. Eitt sinn
sat ég fund austur á Héraði
og þar barst talið að draug-
um. Við vorum auðvitað
spurðir frétta af Stapa-
draugnum. Nú, við gerðum
lítið úr því og þá var fólkið
bara hálf leitt. Það vildi fá
einhverja verulega krass-
andi sögu, helst alveg nýja
af Stapadraugnum, þeim
■alræmda óvætti. En við
þessir nánustu grannar
hans höfum ekki upp á neitt
slíkt að bjóða. En ég get
sagt sögu sem ég heyrði
norður á Sauðárkróki á fé-
lagsskemmtun þar. Þar var
maður sem tróð upp með
sögur af léttara taginu og
hann sagði sögu af því er
hann var hér fyrir sunnan.
Hann hafði farið á bíl á milli
Reykjavikur og Keflavíkur.
Þegar hann kemur á Stap-
ann, þá riíjast upp fyrir
honum sögur af draugnum.
Nema hvað skyndilega
verður hann var við hann.
Það tók að skrölta í bílnum,
draugurinn rykkti honum til
og hann fannaðekki varallt
með felldu. Hann keyrði
sem mest hann mátti og
þorði ekki einu sinni að líta
við, hvað þá að fara út fyrr
en hann kom til byggða.
Þegar hann var kominn inn-
an um fólk fór hann loks út
og gáði að bílnum. Þá sá
hann að varadekkið sem
hann hafði sett framan við
aftursætið var komið úr
skorðum og hafði verið að
rekast á víxl í bakið á honum
og í aftursætið. En hann
hafði aldrei þorað að þreifa
aftur fyrir sig til þess að at-
huga málið. Hann var svo
viss um nærveru draugsins.
Hann sagði skemmtilega
frá þessu og skammaðist
sín fyrir vitleysuna. Að
halda að þetta væri eitthvað
óeðlilegt bara af því að það
gerðist á Stapanum".
Kanntu einhverja Ijóta
sögu af draugnum eöa er
hann bara góöviljaöur?
„Ég get nú reyndar ekki
neitað því að ég hafi heyrt
Ijóta sögu. Það var maður úr
Keflavík sem margir núlif-
andi menn kannast við,
Júlíus Petersen, kennari.
Hann hafði farið ríðandi yfir
Stapann, - þetta var eftir að
þjóðvegurinn kom. Nema
hvað hann finnst þar sem
hann liggur við vegkantinn
og gat enga björg sér veitt.
Hann hafði fót- eða lær-
brotnað, og hesturinn stóð
þar hjá. Þegar Júlíus var
spurður hvað hefði komið
fyrir, þá sagði hann að
Stapadraugurinn hefði
kippt honum svona þræls-
lega af baki úr hnakknum,
þannig að hann brotnaði.
Þetta er það eina sem ég hef
heyrt af verra taginu. Ég
held að Stjáni blái, eða
Kristján Sveinsson, myndi
ekki gera fólki illt, ef hann er
Stapadraugurinn. Það var
gæðamaður og eftirsóttur
hörkusjómaður".
Hefur kannski draugur-
inn frekar rétt fólki hjálpar-
hönd?
„Ekki veit ég um það. En
ég hef heldur ekki heyrt um
að hann hræddi fólk eða
ógnaði, fyrir utan fyrr-
greindasögu. Þaðereflaust
margt sem kemur sögum á
kreik og stundum á þetta
allt eðlilegar orsakir. Eins
og ág sagði áðan átti bú-
staður draugsins að hafa
verið áfram við Grynnri-
Skoru. Þar var eitt sinn
maður á ferð í hálfbirtu.
Þetta var bílstjóri, einn af
þeim harðgerari, og sér
hann þá hvareitthvað hreyf-
ist utan vegar. Maðurinn
stöðvaði og fór út til að
athuga þetta nánar. Þá kom
í Ijós að þetta var grá rolla
sem hafði orðið afvelta á
milli tveggja steina og
sþriklaði þar ósjálfbjarga.
Þannig geta sögur mynd-
ast. Ragari maður hefði
hugsanlega talið þetta vera
drauginn og sagt hroða-
lega sögu um gráa ófreskju
í móanum. - eg.
Guðmundur B. Jónsson