Morgunblaðið - 01.10.2015, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2015
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Í vikunni var unnið að malbikun gangstíga í
Dimmuborgum og er það hluti af langtímaverk-
efni Landgræðslunnar að gera aðgengi ferða-
manna sem best á þessum vinsæla stað. Í þessum
áfanga eru malbikaðir um tvö hundruð metrar af
stígum sem og önnur plön og svæði.
Á undanförnum árum hefur markvisst verið
unnið í stígagerð og eru nú um níu hundruð metr-
ar af stígum í Borgunum með varanlegu slitlagi.
Jörðin máluð svört innan um haustlitina
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Stígar í Dimmuborgum í Mývatnssveit malbikaðir
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Halli er á rekstri nokkurra fram-
halds- og háskóla miðað við fram-
lög ríkisins samkvæmt skýrslu
Ríkisendurskoðunar um fram-
kvæmd fjárlaga á fyrstu sex mán-
uðum ársins. Vigdís Hauksdóttir,
formaður fjárlaganefndar, er þeirr-
ar skoðunar að mikilvægt sé að
endurskoða skólakerfið í heild. Sér-
staklega í ljósi þess að samanburð-
artölur frá OECD sýni að þótt
miklu fé sé varið í skólakerfið end-
urspeglist það ekki í námsárangri. Í
skýrslu Ríkisendurskoðunar um
framkvæmd fjárlagafrumvarpsins
á fyrri hluta árs kemur m.a. fram
að margir skólar eru með uppsafn-
aðan halla. „Mín skoðun er sú að við
eyðum of miklu fé til skólamála hér
á landi miðað við
árangur og út-
komu,“ segir
Vigdís. Hún seg-
ir að ástæða sé til
þess að loka
skóla eða skólum
á framhalds-
skólastigi á höf-
uðborgarsvæð-
inu. „Ég tel að
það sé of mikið framboð af skóla-
plássi þar ef miðað er við nem-
endafjölda. Það þarf sífellt að
hugsa um það hvernig megi spara
og hagræða til þess að nýta fjár-
magnið betur,“ segir Vigdís. Hún
segir að ein birtingarmyndin sé sú
að margir skólar fari fram úr fjár-
heimildum. Um sé að ræða óhag-
stæðar rekstrareiningar. „Fyrir
rest er það þannig að ríkið leggur
of mikinn pening miðað við árang-
ur. Að auki gengur sumum rekstr-
areiningum ekki nægilega vel að ná
endum saman,“ segir Vigdís. Meðal
annars kemur fram í skýrslu Ríkis-
endurskoðunar að menntamála-
ráðuneytið muni óska eftir auka-
fjárveitingu fyrir þær stofnanir
sem hafa glímt við mikinn rekstr-
arvanda. Þetta á við um Hólaskóla
– Háskólann á Hólum, Tilraunastöð
Háskólans á Keldum, Flensborgar-
skóla í Hafnarfirði og Landbún-
aðarháskóla Íslands. „Í þessu sam-
hengi er ég ekki að taka út ein-
hverja sérstaka skóla, en ég hef
varpað þessu upp við menntamála-
og fjármálaráðuneytið því það er
sóun í kerfinu,“ segir Vigdís. Sam-
tals er gert ráð fyrir tæplega 50
milljarða króna framlagi til fram-
halds- og háskóla á fjárlögum.
Mikil sóun í menntakerfinu
Vigdís Hauksdóttir
Telur að loka eigi framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu
Hækkanir á
dreifingu bréfa
í einkarétti (0-
50 g) hjá Póst-
inum taka gildi
í dag. Hækk-
unin hefur ver-
ið samþykkt af
Póst- og fjar-
skiptastofnun
og er á bilinu
3,9% til 4,2%. Brynjar Smári Rún-
arsson, forstöðumaður markaðs-
deildar Póstsins, segir hækkunina
koma til m.a. vegna aukins launa-
kostnaðar.
„Forsendur fyrir verðbreytingum
eru þær að annars vegar þarf að
mæta auknum launakostnaði og hins
vegar munu væntingar um reglu-
gerðarbreytingar um alþjónustu
ekki ganga eftir á árinu.“
Innan þess ramma sem hækkunin
nær til er að finna flestallan glugga-
póst, þar með talin flestöll jólakort
nema kannski þau allra veglegustu
sem gætu farið yfir 50 g að þyngd.
Verðbreytingarnar eru eftirfarandi:
A fer úr 153 kr. í 159 kr. 3,9%
B fer úr 132 kr. í 137 kr. 3,8%
AM fer úr 116 kr. í 121 kr. 4,3%
BM fer úr 96 kr. í 100 kr. 4,2%.
Pósturinn
hækkar
verðið
Dýrari jólakort
Benedikt Bóas
Auður Albertsdóttir
Komi til verkfalls SFR hinn 15. októ-
ber mun það hafa veruleg áhrif á
millilandaflug og afgreiðslum skatts-
ins verður lokað. Áður hafði Morg-
unblaðið greint frá því að Vínbúðum
yrði lokað kæmi til verkfalls. Landa-
mæraverðir eru í SFR en þeir heyra
undir lögregluna á Suðurnesjum og
starfa við hlið hennar. Þeir sinna
fyrsta stigs landamæraeftirliti og öðr-
um störfum tengdum landamæra-
vörslu.
Á fjölmennum félagsfundi Lög-
reglufélags Suðurnesja um kjaramál í
gær var einmitt millilandaflugið með-
al annars rætt. „Fyrsta stigs landa-
mæraeftirlit er í raun skoðun á vega-
bréfum,“ segir Ragnar Már
Guðmundsson, formaður Lögreglu-
félags Suðurnesja. „Landamæraverð-
ir fara í verkfall og við getum ekki
gripið inn í þeirra störf og það er ljóst
að lögreglumönnum verður ekki
fjölgað til að létta álaginu. Þetta mun
hægja á öllu kerfinu í flugstöðinni.“
Þegar ferðamaður frá landi sem
ekki er á Schengen-svæðinu kemur til
Íslands þarf hann að framvísa vega-
bréfi. Þetta á meðal annars við um
Breta og Bandaríkjamenn en þessar
tvær þjóðir hafa verið hvað dugleg-
astar að heimsækja Ísland. Alls fóru
um 107 þúsund manns um Keflavík-
urflugvöll í október í fyrra en gert er
ráð fyrir töluverðri fjölgun á þessu
ári.
Lausnin blasir við
Fundurinn sendi frá sér ályktun
þar sem stóð að lausnin í deilunni
blasti við.
„Við teljum að kröfur okkar séu
sanngjarnar. Við erum ekki að fara
fram á neitt meira en aðrir opinberir
starfsmenn hafa fengið. Samninga-
nefnd ríkisins hefur ekki gengið að
þeim kröfum og ber enn töluvert í
milli.“
Engin ný hlutafélög
Afgreiðslum Ríkisskattstjóra verð-
ur lokað komi til verkfalls SFR. Skúli
Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri seg-
ir í samtali við mbl.is að ef til verkfalls
komi þurfi að loka öllum afgreiðslum
en þær eru á níu stöðum á landinu.
„Ef það verður af þessu verða ekki
afgreidd vottorð, skattkort, afrit
framtala, ekki verður unnt að stofna
ný hlutafélög eða taka gögn til skrán-
ingar. Þar að auki verður ekki hægt
að skrá inn upplýsingar um breyting-
ar á stjórnarsetu félaga til dæmis.
Það er margt sem raskast. Almenn
þjónusta frá degi til dags er eiginlega
tekin úr sambandi,“ segir Skúli meðal
annars.
Verkfall myndi tefja farþega
Landamæraverðir í SFR á leið í verkfall Bitnar á farþegum utan Schengen-
svæðisins Afgreiðslum Ríkisskattstjóra verður lokað komi til verkfalls SFR
Morgunblaðið/Þorkell
Röð Líklega munu raðir sem þessi
lengjast komi til verkfalls SFR.
Yfirvofandi Skaftárhlaup var ekki
búið að brjóta sér leið undan jökl-
inum þegar Morgunblaðið fór í
prentun í gærkvöldi. Eftir að hlaup-
ið brýst undir jaðri jökulsins líða um
sex klukkustundir þar til það nær að
Sveinstindi, fyrstu mælistöð Veður-
stofu Íslands. Þar var setið og beðið
þegar blaðið fór í prentun en spenn-
an var mikil. Heildarsig íshellunnar
yfir eystri Skaftárkatli var orðið yfir
20 metrar í gærkvöldi. Hlaupið
stoppar ekki veiðimenn en að sögn
Ragnars Johansen í Hörgslandi ætl-
ar hópur manna að veiða í Vatna-
mótum í Skaftárhreppi í Vestur-
Skaftafellssýslu um helgina.
Mæta í
veiði þrátt
fyrir flóð
Heildarsig íshell-
unnar yfir 20 metrar