Morgunblaðið - 01.10.2015, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2015
SELTJARNARNES
Á FERÐ UM
ÍSLAND
„Lengi velti ég því fyrir mér að ger-
ast gullsmiður eða fara út í vefnað, en
þegar ég var 15 ára ákvað ég hins
vegar að verða leirkerasmiður,“ segir
Ragna Ingimundardóttir leirlista-
kona, en hún útskrifaðist frá Mynd-
lista- og handíðaskóla Íslands árið
1981 og hélt því næst til Hollands í
framhaldsnám við keramikdeild Ger-
rit Rietveld Academi þar sem hún
var við nám árin 1982 til 1984.
Í vösunum lifa strákar
Hefur Ragna nú í yfir 30 ár haft
verkstæði sitt við Nesveg á Seltjarn-
arnesi, en aðstöðuna þar nýtir hún
sem vinnustofu, verslun og sýningar-
sal. Þrátt fyrir að aðstaðan við Nes-
veg sé fremur lítil renna stórir hlutir
þaðan út því Ragna hefur lengi haft
unun af því að gera listmuni í fyrir-
ferðarmiklum stærðum, s.s. háa gólf-
vasa, borðskálar, ker og lampa, sem
fólk kemst ekki hjá því að taka eftir.
Þegar blaðamaður sótti verkstæðið
heim var Ragna þar önnum kafin, líkt
og flesta aðra daga, og allt um kring
voru háir vasar og víðar skálar –
sumir munir á byrjunarreit en aðrir
lengra komnir og biðu brennslu inni í
leirofninum.
„Vasarnir mínir eru allir tengdir
fólki sem ég hef kynnst eða hitt. Og
eru þetta yfirleitt allt strákar þó að
þeir séu svona blómlegir, en ég tengi
formið alltaf við fólk og þannig fær
hver gripur sinn karakter,“ segir
Ragna, en í leirnum er mikill sí-
breytileiki, fjölbreytt mynstur og
áferð og ólíkir litir. Þær aðferðir sem
Ragna notar til þess að lita og móta
leirinn eru margs konar og notast
hún meðal annars við pensil og
svamp, vír og bursta og blandar alla
sína liti sjálf. Endanleg ásýnd litanna
sést hins vegar ekki fyrr en búið er
að brenna leirinn, en fram að því birt-
ist mynstrið einungis í misgráum
tónum. Spurð hvort hún hafi nýlega
blandað nýja liti kveður Ragna já við.
„En ég veit bara ekki hvernig þeir
Morgunblaðið/Golli
Við Nesveg Ragna Ingimundardóttir leirkerasmiður hefur haft verkstæði sitt á Seltjarnarnesi í yfir 30 ár.
Eltir sjálfa sig
og strákana
Verkin endurspegla umhverfi mitt, segir Ragna
Skálar Ragna hefur lengi leikið sér
að fjölbreyttu mynstri og litum.
Á Seltjarnarnesi má finna voldugt
steinsteypt byrgi sem í daglegu tali
nefnist Ljóskastarahúsið. Mannvirki
þetta telst til minja frá tímum seinni
heimsstyrjaldar, en frá því var fylgst
með umferð skipa um svæðið. Í dag
er húsið vinsæll áningarstaður
göngufólks á Nesinu.
„Á Valhúsahæð var stjórnstöð fyrir
allar siglingar um innanverðan Faxa-
flóa, áleiðis upp Hvalfjörð og inn til
hafnar í Reykjavík og Hafnarfirði. En
mestu máli skipti að verja þetta
svæði,“ segir Friðþór Eydal sem vel
þekkir sögu Íslands í styrjöldinni. Á
Valhúsahæð mátti svo finna tvær öfl-
ugar fallbyssur og var hlutverk þeirra
að verjast óvinveittum skipum, en
undirstöður þessara vopna má enn
sjá á hæðinni í dag. „Var ljósköst-
urum þá beint að skipum og þau lýst
upp í náttmyrkrinu svo hægt yrði að
bera kennsl á þau eða beina að þeim
byssunum.“ laufey@mbl.is
Ljósmynd/Seltjarnarnesbær
Liðið Þó að ekki sé búist við skipum óvinarins minnir gamli tíminn á sig.
Við strandlengjuna stendur enn
minnisvarði heimsstyrjaldar
Kvika, útilistaverk Ólafar Nordal, er
staðsett á Kisuklöppum á Seltjarnar-
nesi. Verkið er gert úr heilum grá-
grýtissteini sem í er sorfin hringlaga
fótbaðs- eða vaðlaug. Laugin er svo
lýst upp með mildu rafljósi að innan-
verðu og í hana rennur stöðugt
óblandað, forkælt jarðhitavatn úr
borholum Seltjarnarness. Er vatnið
sagt hafa einstaka samsetningu og
jafnvel lækningamátt.
Í verkinu vísar Ólöf til fornrar
laugahefðar Íslendinga um leið og
hún hvetur fólk til þess að upplifa
hita og kraft jarðar með því að fara úr
sokkum og skóm og verða eitt með
náttúrunni í fjöruborðinu.
„Með heita fætur streymir blóðið
um kroppinn, líkamleg og andleg
skynjun vex, næmi fyrir umhverfinu
vaknar og tengsl við náttúruöflin
myndast,“ segir Ólöf.
Ljósmynd/Seltjarnarnesbær
Vinsælt Fótabaðs- og vaðlaugin Kvika dregur að unga sem aldna allt árið.
Tengsl við náttúruöflin í Kviku
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
„Ég vona að fólk taki þátt í þessari
hátíð og að hún verði til þess að við
ræktum okkar innri mann, aukum
víðsýni og að hátíðin skilji eitthvað
eftir sig fyrir börnin,“ segir Soffía
Karlsdóttir, sviðsstjóri menningar-
og samskiptasviðs Seltjarnarnes-
bæjar, og vísar í máli sínu til menn-
ingarhátíðar Seltjarness sem haldin
verður dagana 15. til 18. október
næstkomandi, en þá verður boðið
upp á veglega og fjölbreytta við-
burði alla helgina svo allir ættu að
geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Í tónlist, leiklist og myndlist
„Við leggjum áherslu á að
finna listamenn sem búa í samfélag-
inu og virkja þá,“ segir Soffía, en í
ár snýst hátíðin að stórum hluta um
bæjarlistamann Seltjarnarness,
Helga Hrafn Jónsson, sem gert hef-
ur garðinn frægan á erlendri
grundu að undanförnu.
Helgi Hrafn og kona hans,
Seltirningar skora
skilningarvitin á hólm
Menningarhátíð 15. til 18. október
Ljósmynd/Martin Dam Kristensen
Tónaflóð Helgi Hrafn Jónsson, bæjarlistamaður, og kona hans Tina Dickow syngja fyrir landsmenn í október.