Morgunblaðið - 01.10.2015, Side 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2015
Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn og tónskáldið John
Carpenter mun flytja tónlist sína á tónlistarhátíðinni Allt
Tomorrow’s Parties, ATP, á Ásbrú á næsta ári. Verður
það í fyrsta sinn sem Carpenter flytur eigin tónlist op-
inberlega, skv. tilkynningu frá ATP. Carpenter mun
leika mörg af sínum þekktustu verkum ásamt lögum af
nýrri plötu sinni, Lost Themes og nýjum tónverkum.
„ATP er að springa úr stolti og gleði yfir því að þessi
einstaki viðburður eigi sér stað á Ásbrú í byrjun júlí á
næsta ári. Þetta kemur til með að verða söguleg stund
sem vekja mun áhuga meðal tónlistar- og kvikmynda-
fólks um heim allan enda viðburður sem enginn má
missa af,“ segir í tilkynningu.
Haft er eftir stofnanda ATP, Barry Hogan, að tón-
leikar Carpenters séu mikill heiður fyrir aðstandendur
hátíðarinnar. Verk kvikmyndatónskáldsins Ennio Morri-
cone hafi tvisvar verið flutt á ATP og það hafi verið há-
tíðarhöldurum mikið kappsmál að fá Carpenter til að
flytja tónverk sín. Hann sé bæði frumkvöðull og hafi haft
mikil áhrif á bæði skipuleggjendur og tónlistar- og kvik-
myndagerðarmenn sem hátíðin hefur unnið með. Sá sem
láti tónleika Carpenters fram hjá sér fara hljóti að vera
galinn.
Eftirminnilegar kvikmyndatónsmíðar
John Carpenter er þekktur sem leikstjóri hryllings-
og spennumynda, hefur samið tónlist við eigin kvik-
myndir og þykja kvikmyndatónsmíðar hans meðal þeirra
bestu sem gerðar hafa verið fyrir slíkar myndir. Af
myndum Carpenters má nefna Dark Star (1974), Assault
on Precinct 13 (1976), Halloween (1978), The Fog (1980),
Escape from New York (1981), Christine (1983), Starm-
an (1984), Big Trouble in Little China (1986), Prince of
Darkness (1987) og They Live (1988).
„Kvikmyndatónlist Carpenters er þeim gæðum gædd
að hún lifir góðu lífi fyrir utan bíósalinn. Það má auðveld-
lega fjarlægja hana úr kvikmyndunum sem hún fylgir og
njóta áfram. Áhrif tónlistarinnar eru slík. Kaldur hljóm-
ur endurtekninga og rafmögnuð tónlistin hrífa hlustand-
ann með sér í ferðalag um undraheima fulla af fegurð en
líka ævintýra, tryllings og spennu. Það er nánast ómögu-
legt að hugsa sér kvikmyndaáhugafólk sem ekki þekkir
hljóðheim John Caprenters því hann er í einu orði sagt
einstakur. Nægir að nefna tónlistina úr Halloween því til
sönnunar,“ segir í tilkynningu.
Í febrúar á þessu ári sendi Carpenter frá sér sína
fyrstu plötu á löngum ferli sem samanstendur af nýjum
tónsmíðum og lögum sem ekki eru samin sérstaklega
fyrir kvikmyndir. Plötuna, Lost Themes, hljóðritaði
hann með syni sínum Cody Carpenter og Daniel Davies
en þeir munu koma fram á tónleikunum á Íslandi ásamt
tónskáldinu auk hljómsveitar og tilkomumikillar svið-
setningar, eins og segir í tilkynningu. helgisnaer@mbl.is
John Carpenter flytur
eigin tónlist á ATP
Fyrstu tónleikar leikstjór-
ans og tónskáldsins kunna
Ljósmynd/Kyle Cassidy
Áhrifamikill „Það er nánast ómögulegt að hugsa sér
kvikmyndaáhugafólk sem ekki þekkir hljóðheim John
Carpenters,“ segir m.a. í tilkynningu frá ATP.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Hljómsveitin Bang Gang, leidd af
Barða Jóhannssyni, heldur útgáfu-
tónleika í Gamla bíói í kvöld kl. 20.30
vegna nýútkominnar plötu sinnar,
The Wolves are Whispering. Gestir
sveitarinnar í kvöld eru ekki af verri
endanum, þeir JB Dunckel, liðs-
maður hljómsveitarinnar Air og
Daniel Hunt úr ensku rafsveitinni
Ladytron. Um upphitun í kvöld sér
nýstofnuð hljómsveit, Gangly og
enska hljómsveitin Is Tropical þeyt-
ir skífum milli atriða en hún hefur
hlotið MTV-tónlistarverðlaunin.
Hljómaði frábærlega
á fyrstu æfingu
Nokkuð langt er liðið frá því
Barði hélt síðast tónleika í Íslandi
og spurður að því hvað valdi segist
hann hafa gaman af því að spila á Ís-
landi en vilji hafa tónleikana veglega
og að eitthvað sérstakt sé í gangi.
– Nú koma fram með þér tvær er-
lendar tónlistarstjörnur, þeir Dunc-
kel og Hunt. Þú hefur starfað með
báðum að ólíkum verkefnum, get-
urðu sagt lesendum í stuttu máli frá
þeim og hvernig það samstarf kom
til?
„Ég vann með Daniel Hunt að
tónlist fyrir bíómyndina Would You
Rather sem er amerískur tryllir.
Svo unnum við saman að sólóplötu
Helen Marnie, söngkonu Ladytron.
Ég var „co-producer“ að henni.
Hvað varðar JB Dunckel þá erum
við saman í hljómsveitinni Starwal-
ker. Það er dúett sem hefur gefið út
þrjú lög og stór plata frá okkur er
væntanleg í mars 2016,“ svarar
Barði.
– Takið þið mörg lög saman og þá
lög eftir þig eða hvernig verður efn-
isskráin á tónleikunum?
„Við tökum eitt lag eftir mig og
Danny og eitt Starwalker-lag. Svo
munum við allir spila í einu Bang
Gang-lagi. Hljómaði frábærlega á
fyrstu æfingunni.“
100% ánægður
– Nú hefur þessi plata hlotið lof-
dóma víða og í virtum tónlistar-
miðlum. Ertu til í að gagnrýna plöt-
una fyrir lesendur og jafnvel skella
á hana stjörnugjöf?
„Ég skilaði af mér plötu sem ég
var 100% ánægður með. Persónu-
lega gef ég henni 10 í einkunn.“
– Platan heitir The Wolves are
Whispering, hvaða úlfar eru það
sem hvísla?
„Platan er mjög þung, en það eru
engin öskur á henni. Þannig að er
undirliggjandi mistík og drungi.
Samt alltaf von,“ segir Barði.
– Þú tókst þér alllangt hlé frá
Bang Gang, hvernig stóð á því?
„Það voru ýmis verkefni sem
hægðu á Bang Gang-plötunni. T.d.
samdi ég óperu með Keren Ann sem
var sýnd í Frakklandi, stjórnaði
upptökum á nokkrum plötum, samdi
tónlist við bíómyndir og leikhús. Svo
fór tími í að klára Starwalker-
plötuna sem kemur út á næsta ári.
Eins voru nokkur klassísk verkefni,
þar af eitt sem er óútgefið.“
– Hverjir eru með þér í Bang
Gang og hverjir leika með þér í
Bang Gang í kvöld?
„Það eru Hrafn Thoroddsen sem
hefur spilað með mér í mörg ár,
hann er stórkostlegur hljóðfæraleik-
ari og einstök manneskja. Varla
hægt að finna betra combo, svaka-
legur hljóðfæraleikari, skemmti-
legur og hress. Svo er Ingi Björn
Ingason á bassa, Kristinn Snær
Agnarsson á trommur en hann spil-
ar megnið af trommunum á nýju
plötunni. Jófríður Ákadóttir mun
einnig vera mikið með okkur á svið-
inu.“
Framtíð Íslands
– Hljómsveitin Gangly treður upp
á tónleikunum í kvöld, hvaða hljóm-
sveit er það, hvernig tónlist leikur
hún og hvers vegna varð hún fyrir
valinu?
„Vegna þess að þarna er framtíð
Íslands, eins konar „supergroup“.
Hljómsveitin er skipuð Sindra Má
úr Sin Fang og Seabear, Jófríði úr
Samaris) og Úlfi Alexander úr
Oyama,“ segir Barði.
– Hvað ertu annars að sýsla nú
um stundir, burtséð frá því að
skipuleggja og halda þessa útgáfu-
tónleika?
„Klára klassískt verkefni, und-
irbúa tónleikaferð og vinna að út-
gáfu að nýju Starwalker-lagi í nóv-
ember.“
Platan fær 10 í einkunn
Bang Gang heldur útgáfutónleika í Gamla bíói í kvöld
JB Dunckel og Daniel Hunt koma fram með Barða
Afkastamikill Barði Jóhannsson er
með mörg járn í eldinum að vanda.
65 20151950
5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)
Fös 2/10 kl. 19:30 9.sýn Mið 28/10 kl. 19:30 17.sýn Lau 14/11 kl. 19:30 26.sýn
Lau 3/10 kl. 19:30 10.sýn Fös 30/10 kl. 19:30 18.sýn Lau 21/11 kl. 19:30 27.sýn
Sun 4/10 kl. 19:30 11.sýn Fim 5/11 kl. 19:30 20.sýn Sun 22/11 kl. 19:30 28.sýn
Sun 11/10 kl. 19:30 12.sýn Fös 6/11 kl. 19:30 Aukas. Fim 26/11 kl. 19:30 Aukas.
Lau 17/10 kl. 19:30 13.sýn Sun 8/11 kl. 19:30 22.sýn Lau 28/11 kl. 19:30 29.sýn
Sun 18/10 kl. 19:30 14.sýn Fim 12/11 kl. 19:30 23.sýn Sun 29/11 kl. 19:30 30.sýn
Fim 22/10 kl. 19:30 15.sýn Fös 13/11 kl. 19:30 24.sýn
Fös 23/10 kl. 19:30 16.sýn Lau 14/11 kl. 15:00 Aukas.
Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!
Móðurharðindin (Kassinn)
Fim 1/10 kl. 19:30 12.sýn Lau 10/10 kl. 19:30 16.sýn Sun 18/10 kl. 19:30 20.sýn
Fös 2/10 kl. 19:30 13.sýn Sun 11/10 kl. 19:30 17.sýn Fös 23/10 kl. 19:30 21.sýn
Lau 3/10 kl. 19:30 14.sýn Fös 16/10 kl. 19:30 18.sýn Sun 25/10 kl. 19:30 23.sýn
Fös 9/10 kl. 19:30 15.sýn Lau 17/10 kl. 19:30 19.sýn
Gamanleikur um samskipti móður og barna og harkaleg átök kynslóðanna.
Heimkoman (Stóra sviðið)
Lau 10/10 kl. 19:30 Frums. Sun 25/10 kl. 19:30 5.sýn Sun 15/11 kl. 19:30 9.sýn
Mið 14/10 kl. 19:30 2.sýn Fim 29/10 kl. 19:30 6.sýn Sun 22/11 kl. 19:30 10.sýn
Fim 15/10 kl. 19:30 3.sýn Sun 1/11 kl. 19:30 7.sýn Sun 29/11 kl. 19:30 11.sýn
Fös 16/10 kl. 19:30 4.sýn Lau 7/11 kl. 19:30 8.sýn Sun 6/12 kl. 19:30 12.sýn
Meistaraverk Nóbelsskáldsins Pinters.
4:48 PSYCHOSIS (Kúlan)
Lau 3/10 kl. 18:00 Sun 4/10 kl. 19:30
Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan)
Lau 10/10 kl. 13:30 Lau 17/10 kl. 13:30
Lau 10/10 kl. 15:00 Lau 17/10 kl. 15:00
Kuggur og félagar eru komnir aftur í Kúluna.
DAVID FARR
HARÐINDIN
Dúkkuheimili –★★★★ , S.B.H. Mbl.
Billy Elliot (Stóra sviðið)
Lau 3/10 kl. 19:00 10.k Fös 9/10 kl. 19:00 12.k Lau 17/10 kl. 19:00
Sun 4/10 kl. 19:00 11.k Lau 10/10 kl. 19:00 13.k Fös 23/10 kl. 19:00
Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega
Dúkkuheimili (Stóra sviðið)
Fim 1/10 kl. 20:00 aukas. Sun 11/10 kl. 20:00 aukas. Sun 25/10 kl. 20:00 aukas.
Fös 2/10 kl. 20:00 6.k. Sun 18/10 kl. 20:00 aukas.
Aðeins þessar sýningar!
At (Nýja sviðið)
Lau 3/10 kl. 20:00 7.k. Fös 9/10 kl. 20:00 Lau 17/10 kl. 20:00
Sun 4/10 kl. 20:00 8.k. Lau 10/10 kl. 20:00
Fim 8/10 kl. 20:00 Fim 15/10 kl. 20:00
Breskt verðlaunaverk í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Lau 10/10 kl. 20:00 4.k. Fös 23/10 kl. 20:00 6.k. Fös 6/11 kl. 20:00
Lau 17/10 kl. 20:00 5.k. Fös 30/10 kl. 20:00 7.k. Fös 13/11 kl. 20:00
Kenneth Máni stelur senunni
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Sun 4/10 kl. 13:00 3.k. Sun 18/10 kl. 13:00 6.k. Sun 1/11 kl. 13:00 8.k.
Lau 10/10 kl. 13:00 4.k. Sun 25/10 kl. 13:00 7.k.
Sterkasta stelpa í heimi kemur aftur
Öldin okkar (Nýja sviðið)
Fös 30/10 kl. 20:00 Fim 5/11 kl. 20:00 Sun 8/11 kl. 20:00
Lau 31/10 kl. 20:00 Fös 6/11 kl. 20:00
Sun 1/11 kl. 20:00 Lau 7/11 kl. 20:00
Síðustu sýningar
Sókrates (Litla sviðið)
Fim 1/10 kl. 20:00 1.k. Fös 9/10 kl. 20:00 6.k. Þri 3/11 kl. 20:00
Fös 2/10 kl. 20:00 2 k. Sun 11/10 kl. 20:00 7.k. Fim 5/11 kl. 20:00
Lau 3/10 kl. 20:00 3.k. Mið 21/10 kl. 20:00 8.k. Lau 14/11 kl. 20:00
Sun 4/10 kl. 20:00 4.k. Fim 22/10 kl. 20:00 9.k Lau 21/11 kl. 20:00
Fim 8/10 kl. 20:00 5.k. Lau 31/10 kl. 20:00 10.k Sun 22/11 kl. 20:00
Trúðarnir hafa tekið yfir dauðadeildina
Vegbúar (Litla sviðið)
Fim 15/10 kl. 20:00 1.k. Þri 20/10 kl. 20:00 4.k. Mið 28/10 kl. 20:00
Fös 16/10 kl. 20:00 2 k. Lau 24/10 kl. 20:00 5.k. Fim 29/10 kl. 20:00
Sun 18/10 kl. 20:00 3.k. Sun 25/10 kl. 20:00 6.k. Sun 1/11 kl. 20:00
Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið
Mávurinn (Stóra sviðið)
Fös 16/10 kl. 20:00 1.k. Lau 24/10 kl. 20:00 4.k. Mið 4/11 kl. 20:00 7.k.
Mið 21/10 kl. 20:00 2 k. Fim 29/10 kl. 20:00 5.k. Lau 7/11 kl. 20:00 8.k.
Fim 22/10 kl. 20:00 3.k. Lau 31/10 kl. 20:00 6.k. Lau 14/11 kl. 20:00 9.k
Krassandi uppfærsla á kraftmiklu meistaraverki
Hystory (Litla sviðið)
Þri 27/10 kl. 20:00 aukas. Mið 11/11 kl. 20:00 aukas.
Allra síðustu sýningar!
Þriðja hefti TMM, Tímarits Máls og menningar, á þessu
ári er komið út og er að mestu helgað nýliðinni bók-
menntahátíð. Í því er einnig grein eftir Steindór J. Erl-
ingsson, líffræðing og vísindasagnfræðing, um glímu
hans við þunglyndi og sjálfsvígshugsanir í kjölfar erf-
iðrar reynslu sem ungur maður í hjálparstarfi. Af öðru
efni má nefna viðtal Kristínar Ómarsdóttur við Gerði
Kristnýju, Hjalti Hugason skrifar um mynd prestsins nú-
tímaskáldsögum, Guðmundur Brynjólfsson um ferða-
bækur Thors Vilhjálmssonar og Aðalsteinn Ingólfsson
skrifar ádrepu um sýninguna Sjónarhorn í Safnahúsinu.
Fjölbreytt efni í þriðja hefti TMM
Steindór J.
Erlingsson