Morgunblaðið - 01.10.2015, Side 40

Morgunblaðið - 01.10.2015, Side 40
40 MENNING RIFF | ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK | 2013 Krigen er önnur kvikmyndTobias Lindholm og skalengan undra að hún sé há-dramatísk. Fyrsta kvik- myndin sem hann leikstýrði, Kapr- ingen, fjallaði um gíslatöku og fór danski eðalleikarinn Pilou Asbæk með aðalhlutverkið í henni, líkt og þessari. Lindholm á að baki handrit margra prýðilegra kvikmynda og það hádramatískra, m.a. Jagten og Submarino, auk þess að hafa skrifað handrit sjónvarpsþáttanna Borgen sem Íslendingum eru að góðu kunnir. Og ekki skortir nú dramatíkina í þeim heldur. Í Krigen, eða Stríðinu, segir af Claus, liðsforingja danskrar her- sveitar í Helmand-héraði í Afganist- an og eiginkonu hans sem þarf að sjá um þrjú börn þeirra í Danmörku. Claus er ábyrgðarfullur og fer oftar en ekki á vettvang með und- irmönnum sínum þó að ekki sé það nauðsynlegt. Í einni slíkri ferð verður hersveit hans fyrir árás talibana. Í glundroða átakanna og til að bjarga lífi hermanna sinna tekur Claus af- drifaríka ákvörðun og er í kjölfarið sendur heim til Danmerkur. Þar taka við annars konar átök því Claus þarf að takast á við eigin samvisku og streituna sem fylgir hryllingi stríðs- átaka. Lindholm stýrir leikurum sínum af miklu næmi og útkoman er einkar trúverðug kvikmynd og raunsæ. Sögusvið fyrri hluta myndar er að mestu Afganistan og þar er dregin upp falleg en um leið átakanleg mynd af sambandi liðsforingjans við und- irmenn sína og óttinn við óvininn, tal- ibana, er áþreifanlegur. Hér eru menn ekkert að gantast við lyftingar eða skiptast á klámblöðum, eins og stundum vill verða í stríðsmyndum, heldur eiga þeir eðlileg samskipti hver við annan. Liðsforinginn tekur hlutverk sitt alvarlega og finnur til með undirmönnum sínum og áhorf- andinn finnur til með honum fyrir vikið. Samkenndin er hins vegar ekki svo mikil að maður sé ófær um að taka afstöðu til þeirrar siðferðilegu spurningar sem varpað er fram í seinni hluta myndar. Og þó að áhorf- andinn eigi auðvelt með að setja sig í spor bæði Claus og eiginkonu hans er ekkert rétt svar við þeirri spurningu. Leikkonan Tuva Novotny fer með hlutverk eiginkonunnar, Mariu og gerir einstaklega vel. Einhverjir leik- stjórar og handritshöfundar hefðu ef- laust fallið í þá gryfju að gera lítið úr hlutverki eiginkonunnar, miðað við efni myndarinnar, þ.e. karlmenn í stríði, en blessunarlega gerir Lind- holm það ekki og á hrós skilið fyrir það. Maria er meira en kona sem grætur í símann. Asbæk er einkar sannfærandi sem liðsforinginn, leikur hans hárfínn og jafnvel lágstemmdur á köflum og af öðrum leikurum sem skila sínu óaðfinnanlega má svo nefna hinn ágæta Søren Malling sem lauk nýverið tökum á kvikmyndinni Hjartasteini hér á landi. Þar fer leik- ari sem klikkar aldrei og hefur mikla breidd. Í anda Lindholm fær áhorfandinn enga lausn undir lok myndar, hann situr uppi með efann. Endar myndin vel eða endar hún illa? Því verður hver að svara fyrir sig. Föðurást Claus faðmar börnin sín við heimkomuna til Danmerkur. Stríðið ytra og innra RIFF Krigen/Stríðið bbbbn Leikstjórn og handrit: Tobias Lindholm. Aðalleikarar: Pilou Asbæk, Tuva Novot- ny, Dar Salim og Søren Malling. Dan- mörk, 2015, 115 mín. Flokkur: Sjónar- rönd: Danmörk. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Sýnd í Bíó Paradís 2. okt. kl. 17.30 og 4. okt. kl. 16í Háskólabíói. Agent Fresco fagnar útgáfu breið- skífu sinnar Destrier með útgáfu- tónleikum í Silfurbergi í Hörpu í kvöld kl. 21. Platan hefur hlotið prýðilegar viðtökur gagnrýnenda víða um heim og framundan hjá sveitinni er fjöldi tónleika í Evrópu og á næsta ári mun hún halda til Bandaríkjanna til tónleikahalds. Agent Fresco ætlar að tjalda öllu til á þessum útgáfutónleikum sínum og flytja nýjustu plötu sína í heild ásamt hinum ýmsu hljóðfæraleik- urum til að skapa þann stóra hljóð- heim sem býr yfir Destrier, eins og segir um tónleikana á vef Hörpu. Hljómsveitina skipa söngvarinn Arnór Dan Arnarson, trommuleik- arinn Hrafnkell Örn Guðjónsson, bassaleikarinn Vignir Rafn Hilm- arsson og gítar- og píanóleikarinn Þórarinn Guðnason. Í Silfurbergi Agent Fresco leikur Destrier í heild sinni í Silfurbergi í kvöld. Agent Fresco heldur útgáfutónleika MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2015 Pawn Sacrifice 12 Snillingurinn Bobby Fischer mætti heimsmeistaranum Boris Spassky í einvígi í Reykjavík árið 1972. Æðsti titill skáklistarinnar var að veði en einnig var einvígið uppgjör milli fulltrúa risa- velda kalda stríðsins. Metacritic 66/100 IMDb 7,5/10 Sambíóin Kringlunni 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Akureyri 20.00 Háskólabíó 20.00, 22.30 The Intern Sjötugur ekkill sér tækifæri til að fara aftur út á vinnumark- aðinn og gerist lærlingur á tískuvefsíðu. Metacritic 50/100 IMDb 7,4/10 Sambíóin Álfabakka 17.20, 20.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.35 Sambíóin Kringlunni 17.20, 20.00, 22.40 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 20.00 The Man From U.N.C.L.E. 12 Metacritic 55/100 IMDB 7,6/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.30 Sambíóin Akureyri 22.30 The Martian 12 Metacritic 74/100 IMDB 8,6/10 Laugarásbíó 22.30 Love & Mercy 12 Sambíóin Kringlunni 17.30, 20.00, 22.30 Vacation 12 Metacritic 34/100 IMDB 6,2/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Sambíóin Egilshöll 17.45, 22.35 Sambíóin Akureyri 17.50 Mission: Impossible - Rogue Nation 12 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 75/100 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.10 Maze Runner: The Scorch Trials 12 Mbl. bbmnn IMDb 75/100 Laugarásbíó 20.00 Smárabíó 18.00, 21.00, 22.40 Borgarbíó Akureyri 17.40 Knock Knock 16 Metacritic 69/100 Sambíóin Álfabakka 22.45 Inside Out Metacritic 93/100 IMDB 8,8/10 Sambíóin Álfabakka 17.50 Sambíóin Akureyri 17.50 Skósveinarnir Metacritic 56/100 IMDB 6,8/10 Smárabíó 15.30 Töfrahúsið Sambíóin Álfabakka 18.00 Chasing Robert Barker (Q&A) Bió Paradís 13.30 Jia Zhang-ke, a Guy from Fenyang Bíó Paradís 13.30 International Shorts B Bíó Paradís 14.00 Babai Bíó Paradís 15.30 The Closer We Get Bíó Paradís 15.30 In the Same Boat Norræna húsið 16.00 A Gay Girl in Damascus Bíó Paradís 16.00 Coming of age (Q&A) Bíó Paradís 17.30 The Living Fire Bíó Paradís 17.30 We Monsters (Q&A) Háskólabíó 18.00 Krisha (Q&A) Bíó Paradís 18.00 Golden Egg A Tjarnarbíó 18.00 Masterclass: Kissinger Twins Norræna húsið 18.00 Dead Ringers Háskólabíó 18.00 Planetary Norræna húsið 18.00 Rams Bíó Paradís 19.30 Sleeping Giant Bíó Paradís 19.30 A Flickering Truth (Q&A) Bíó Paradís 20.00 Icelandic Shorts B Tjarnarbíó 20.00 The Fly (Q&A) Háskólabíó 20.15 The Here After (Q&A) Háskólabíó 20.15 Stand-Up Comedy Stúdentakjallarinn 21.00 Rosenstrasse Bíó Paradís 21.30 Those Who Fall Have Wings (Q&A) Bíó Paradís 21.30 Lobster Soup Included Tjarnarbíó 22.00 Who Took Johnny (Q&A) Bíó Paradís 22.00 Mountains May Depart Bíó Paradís 22.45 Eastern Promises Háskólabíó 23.00 Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is RIFF 2015 Kvikmyndir bíóhúsanna Stórmynd í leikstjórn Baltasars Kormáks byggð á sann- sögulegum atburði. Átta fjallgöngumenn fórust í aftaka- veðri 11. maí árið 1996, en það er alvarlegasta slys sem orðið hefur á Everest. Morgunblaðið bbbbm Metacritic 66/100 IMDb 7,7/10 Laugarásbíó 17.30, 20.00, 22.40 Sambíóin Álfabakka 17.20, 17.20, 20.00, 20.00, 22.40, 22.40 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.35 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.40 Smárabíó 17.15, 17.15, 20.00, 20.00, 22.40, 22.40 Háskólabíó 18.00, 21.00 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.20 Everest 12 Alríkislögreglukonan Kate er ráðin í sérsveit sem vinnur á svæði við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó þar sem ríkir hvorki lög né regla, til að berjast í stríð- inu gegn eiturlyfjum. Metacritic 83/100 IMDb 8,0/10 Laugarásbíó 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 22.40 Smárabíó 20.00, 22.40 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.20 Sicario 16 Drakúla hefur þungar áhyggjur. Afastrákurinn hans, Dennis, sem er hálfur maður og hálfur vampíra, virðist ekki hafa nokkurn áhuga á vampírskum eiginleikum sínum. IMDB 7,7/10 Laugarásbíó 18.00, 18.00 Sambíóin Álfabakka 18.00 Sambíóin Egilshöll 17.20 Smárabíó 15.30, 15.30, 17.40, 17.40 Háskólabíó 17.30 Borgarbíó Akureyri 17.40 Hotel Transylvania 2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.