Morgunblaðið - 22.10.2015, Side 1

Morgunblaðið - 22.10.2015, Side 1
F I M M T U D A G U R 2 2. O K T Ó B E R 2 0 1 5 Stofnað 1913  248. tölublað  103. árgangur  FRUMKVÖÐL- AR OG FJÁR- FESTINGAR HRÁEFNI OG SPENNANDI UPPSKRIFTIR BÝÐUR TENGINGU UM ALLAN HEIM JÓLABAKSTUR 56-67 VIÐSKIPTAMOGGINNNÝSKÖPUN 16 SÍÐUR Glæsileg tilboð í allan dag Skoðaðu dagskrána og tilboðin á smaralind.is Miðnæturopnun Eins og þeir sem meðvitaðir eru um hnattstöðu jarðar vita þá er vetrardrunginn handan við hornið. En er á meðan er og fjallasýnin frá Rauðavatni skartaði sínu fegursta í fallegu haustveðri í gær. Engu var líkara er en að húsin í Norð- lingaholti og Bláfjöllin spegluðu sig í síðasta skipti áður en hryssingslegur veturinn markar sín spor með fylgjandi hrukkum. Fjöllin eru í það minnsta komin í vetrarklæðnað, reiðubúin í hvað sem er. Samkvæmt veðurspá er búist við nokkru frosti um allt land á laugardag, fyrsta vetrardag. Spegla sig fyrir veturinn Morgunblaðið/Árni Sæberg  Ekki liðu átta vikur frá því að Arion banki eignaðist Hótel Ísland í skulda- skilum undir lok árs 2013, uns bankinn hafði selt hótelið nýj- um eigendum með rúmlega hálfs milljarðs hagnaði. Viðskiptin vöktu furðu forsvarsmanna Hótels Sögu, sem látið höfðu eignina af hendi í fyrr- nefndum skuldaskilum, og í kjölfar alvarlegra athugasemda af þeirra hálfu var fyrri samningur tekinn upp. Hótel Saga fékk mismuninn að nokkru bættan eftir samnings- umleitanir en bankinn hafði um langt skeið staðið fast á því að virði eignarinnar sem skipti um hendur væri ekki meira en fyrsta sam- komulagið kvað á um. Fyrrverandi formaður Bænda- samtakanna gagnrýnir bankann harðlega fyrir framgöngu sína í málinu. »ViðskiptaMogginn Seldu Hótel Ísland með 500 milljóna hagnaði eftir 8 vikur Hótel Ísland var í eigu bænda. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Greiðslur frá Tryggingastofnun hækkuðu mun meira á síðasta ári en laun og tengd hlunnindi. Launin hækkuðu um 6,1% en greiðslur Tryggingastofnunar um 10,5%. Þró- unin hefur verið í þessa átt síðustu árin eins og sjá má á samantekt um álagningu skatta á einstaklinga í ár, vegna tekna á síðasta ári, sem birt er í Tíund, fréttablaði Ríkisskattstjóra sem kemur út á morgun. „Það er athyglisvert að greiðslur frá Tryggingastofnun hafa hækkað um 27,2% að raunvirði frá árinu 2010 á sama tíma og laun hafa hækkað um 14,4%. Þá lækkuðu tryggingabætur ekki í hruninu, ólíkt launum. Þær hafa hækkað um 27,1% ef miðað er við árið 2007 en launagreiðslur eru enn 8,2% lægri en þær voru þá,“ skrifar Páll Kolbeins, rekstrarhag- fræðingur hjá Ríkisskattstjóra. Hann getur þess einnig að 53.619 manns hafi fengið skattskyldar greiðslur frá Tryggingastofnun á síðasta ári, 1.507 fleiri en árið áður. Hann vekur athygli á því að þeim sem fá greiðslur frá Tryggingastofn- un hafi fjölgað um 8.815 frá 2010, eða tæp 19,7%. Fjölgunin í þessum hópi er margföld á við fjölgun framtelj- enda. Þeir sem fengu greidd laun voru hins vegar aðeins 6.679 fleiri ár- ið 2014 en 2010 og hafði aðeins fjölg- að um 3,8% á þessum tíma. „Í ljósi þess að vinnandi fólk stendur að mestu undir velferðinni í landinu þá er áhugavert að laun hafa aukist um 105,8 milljarða á sama tíma og tryggingagreiðslur, skatt- skyldar jafnt sem skattfrjálsar, juk- ust um 16,1 milljarð.“ » Bætur að aukast meira en launin  Launin hækkuðu um 6,1%  Greiðslur trygginga um 10,5% MHagur landsmanna ... »6 Skattatölfræði » Nú voru 271.807 ein- staklingar í skattgrunnskrá, 3.356 fleiri en árið áður. Þeim hefur fjölgað frá 2010 og hafa aldrei verið fleiri en nú. » Tekjur jukust mikið í þjóð- félaginu árið 2014. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst á morgun og stendur til sunnu- dags. Búist er við á milli 1.100 og 1.200 fulltrúum til fundarins. Samkvæmt samtölum við lands- fundarfulltrúa virðast fæstir eiga von á að um átakafund verði að ræða, en þó búast menn við pólitísk- um skylmingum að venju, t.d. um skattamál, gjaldmiðilsmál og Evr- ópusambandið. Ólöfu Nordal er spáð góðri kosn- ingu í varaformannsembættið. Sömuleiðis er Bjarna Benediktssyni spáð góðu formannskjöri. Af samtölum við fulltrúa virðist sem það sé skoðun margra lands- fundarfulltrúa að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innan- ríkisráðherra og fráfarandi varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, sé á leið út úr pólitík. Hanna Birna sagðist í samtali við Morgunblaðið enga slíka ákvörðun hafa tekið. »16 Ekki búist við átökum  Spá Ólöfu Nordal varaformennskunni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.