Morgunblaðið - 22.10.2015, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.10.2015, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 2 2. O K T Ó B E R 2 0 1 5 Stofnað 1913  248. tölublað  103. árgangur  FRUMKVÖÐL- AR OG FJÁR- FESTINGAR HRÁEFNI OG SPENNANDI UPPSKRIFTIR BÝÐUR TENGINGU UM ALLAN HEIM JÓLABAKSTUR 56-67 VIÐSKIPTAMOGGINNNÝSKÖPUN 16 SÍÐUR Glæsileg tilboð í allan dag Skoðaðu dagskrána og tilboðin á smaralind.is Miðnæturopnun Eins og þeir sem meðvitaðir eru um hnattstöðu jarðar vita þá er vetrardrunginn handan við hornið. En er á meðan er og fjallasýnin frá Rauðavatni skartaði sínu fegursta í fallegu haustveðri í gær. Engu var líkara er en að húsin í Norð- lingaholti og Bláfjöllin spegluðu sig í síðasta skipti áður en hryssingslegur veturinn markar sín spor með fylgjandi hrukkum. Fjöllin eru í það minnsta komin í vetrarklæðnað, reiðubúin í hvað sem er. Samkvæmt veðurspá er búist við nokkru frosti um allt land á laugardag, fyrsta vetrardag. Spegla sig fyrir veturinn Morgunblaðið/Árni Sæberg  Ekki liðu átta vikur frá því að Arion banki eignaðist Hótel Ísland í skulda- skilum undir lok árs 2013, uns bankinn hafði selt hótelið nýj- um eigendum með rúmlega hálfs milljarðs hagnaði. Viðskiptin vöktu furðu forsvarsmanna Hótels Sögu, sem látið höfðu eignina af hendi í fyrr- nefndum skuldaskilum, og í kjölfar alvarlegra athugasemda af þeirra hálfu var fyrri samningur tekinn upp. Hótel Saga fékk mismuninn að nokkru bættan eftir samnings- umleitanir en bankinn hafði um langt skeið staðið fast á því að virði eignarinnar sem skipti um hendur væri ekki meira en fyrsta sam- komulagið kvað á um. Fyrrverandi formaður Bænda- samtakanna gagnrýnir bankann harðlega fyrir framgöngu sína í málinu. »ViðskiptaMogginn Seldu Hótel Ísland með 500 milljóna hagnaði eftir 8 vikur Hótel Ísland var í eigu bænda. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Greiðslur frá Tryggingastofnun hækkuðu mun meira á síðasta ári en laun og tengd hlunnindi. Launin hækkuðu um 6,1% en greiðslur Tryggingastofnunar um 10,5%. Þró- unin hefur verið í þessa átt síðustu árin eins og sjá má á samantekt um álagningu skatta á einstaklinga í ár, vegna tekna á síðasta ári, sem birt er í Tíund, fréttablaði Ríkisskattstjóra sem kemur út á morgun. „Það er athyglisvert að greiðslur frá Tryggingastofnun hafa hækkað um 27,2% að raunvirði frá árinu 2010 á sama tíma og laun hafa hækkað um 14,4%. Þá lækkuðu tryggingabætur ekki í hruninu, ólíkt launum. Þær hafa hækkað um 27,1% ef miðað er við árið 2007 en launagreiðslur eru enn 8,2% lægri en þær voru þá,“ skrifar Páll Kolbeins, rekstrarhag- fræðingur hjá Ríkisskattstjóra. Hann getur þess einnig að 53.619 manns hafi fengið skattskyldar greiðslur frá Tryggingastofnun á síðasta ári, 1.507 fleiri en árið áður. Hann vekur athygli á því að þeim sem fá greiðslur frá Tryggingastofn- un hafi fjölgað um 8.815 frá 2010, eða tæp 19,7%. Fjölgunin í þessum hópi er margföld á við fjölgun framtelj- enda. Þeir sem fengu greidd laun voru hins vegar aðeins 6.679 fleiri ár- ið 2014 en 2010 og hafði aðeins fjölg- að um 3,8% á þessum tíma. „Í ljósi þess að vinnandi fólk stendur að mestu undir velferðinni í landinu þá er áhugavert að laun hafa aukist um 105,8 milljarða á sama tíma og tryggingagreiðslur, skatt- skyldar jafnt sem skattfrjálsar, juk- ust um 16,1 milljarð.“ » Bætur að aukast meira en launin  Launin hækkuðu um 6,1%  Greiðslur trygginga um 10,5% MHagur landsmanna ... »6 Skattatölfræði » Nú voru 271.807 ein- staklingar í skattgrunnskrá, 3.356 fleiri en árið áður. Þeim hefur fjölgað frá 2010 og hafa aldrei verið fleiri en nú. » Tekjur jukust mikið í þjóð- félaginu árið 2014. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst á morgun og stendur til sunnu- dags. Búist er við á milli 1.100 og 1.200 fulltrúum til fundarins. Samkvæmt samtölum við lands- fundarfulltrúa virðast fæstir eiga von á að um átakafund verði að ræða, en þó búast menn við pólitísk- um skylmingum að venju, t.d. um skattamál, gjaldmiðilsmál og Evr- ópusambandið. Ólöfu Nordal er spáð góðri kosn- ingu í varaformannsembættið. Sömuleiðis er Bjarna Benediktssyni spáð góðu formannskjöri. Af samtölum við fulltrúa virðist sem það sé skoðun margra lands- fundarfulltrúa að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innan- ríkisráðherra og fráfarandi varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, sé á leið út úr pólitík. Hanna Birna sagðist í samtali við Morgunblaðið enga slíka ákvörðun hafa tekið. »16 Ekki búist við átökum  Spá Ólöfu Nordal varaformennskunni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.