Morgunblaðið - 22.10.2015, Side 62

Morgunblaðið - 22.10.2015, Side 62
62 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2015 JÓLAbakstur Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Framundan er uppáhaldsárstími margra, aðventan og jólin, og er hans beðið með mikilli eftirvænt- ingu á mörgum heimilum. „Á með- an sumir vilja geyma allan jóla- undirbúning þangað til desember gengur í garð geta aðrir ekki setið á sér og byrja að hita upp fyrir jólahátíðina í byrjun nóvember – og sumir meira að segja fyrr,“ segir Gréta Björg Jakobsdóttir, á markaðssviði Mjólkursamsölunnar. „Þess vegna er það svo að á heimasíðunni gottimatinn.is er nú þegar heill hafsjór af fjölbreyttum uppskriftum sem geta aðstoðað áhugasama við undirbúning jólanna og má þar finna úrval af smákökum, jólakökum og öðru jólalegu bakkelsi.“ Gréta bætir því við að það geti verið skemmtileg hefð að baka alltaf eina nýja smá- kökusort fyrir hver jól, en taka þá aðra út í staðinn til að enda ekki á því að þurfa að baka tuttugu sort- ir. „Smekkur fólks er misjafn en smákökuflóran er endalaus á vefn- um og gaman getur verið að prófa eitthvað sem manni hefði kannski ekki dottið í hug að láta á reyna. Önnur skemmtileg hefð er að bjóða alltaf upp á nýjan eftirrétt á jólunum og það má alveg vera á jóladag, annan í jólunum eða ein- hvern tímann milli hátíða. Það er nefnilega ekki nauðsynlegt að koma öllu fyrir á aðfangadegi því jólin standa nefnilega yfir í heila þrettán daga og um að gera að dreifa gleðinni.“ Þá bendir Gréta réttilega á að vel mætti byrja nýja hefð og bjóða góðum vinum í að- ventukaffi og brydda þá upp á ein- hverjum nýjungum fyrir gestina á hverju ári. Hér að neðan eru nokkrar góðar hugmyndir að hnossgæti um hátíð- arnar sem Gréta mælir með. Hátíðareftirréttir Skyrmús með bökuðum eplum, pekanhnetu- og kanil krunsi Fyrir 6-8 manns Innihald 70 g smjör 5 msk. dökkur púðursykur 150 g tröllahafrar 100 g pekanhnetur grófsaxaðar 2 tsk. kanill Skyrblanda 500 g skyr með bökuðum eplum ¼ l rjómi, þeyttur ½ tsk. kanill Aðferð Bræðið smjör á pönnu yfir með- alháum hita ásamt púðursykri. Grófsaxið pekanhnetur og setjið á pönnuna áasamt tröllahöfrum og kanil. Ristið á pönnunni í rúmar 15 mínútur. Hrærið stanslaust all- an tímann til að koma í veg fyrir að pekanhneturnar brenni við. Setjið blönduna í skál og geymið inni í ísskáp á meðan þið und- irbúið skyrblönduna. Gott er þó að geyma pekanhnetublönduna í ís- skáp í 15-20 mínútur. Þeytið rjóma og hrærið honum saman við skyrið. Blandið kanil saman við og hrærið þar til bland- an verður mjúk og slétt. Takið pekanhnetublönduna út úr ís- skápnum. Setjið 2 msk. í botninn á hverju glasi fyrir sig, sprautið u.þ.b. 1-2 cm þykku lagi af skyr- blöndu ofan á, setjið aftur 1-2 msk af pekanhnetublöndunni, setjið svo aðra umferð af skyri og endið á því að skreyta toppinn með pek- anhnetublöndunni. Geymið í kæli þar til borið er fram. Þennan eft- irrétt er best að njóta samdægurs þar sem skyrið gerir pek- anhnetublönduna mjúka. Best er að hafa pekanhnetublönduna stökka á móti skyrinu. Piparmyntudraumur í glasi með After eight Fyrir 6-8 manns Botn 16 stk. Oreo-kexkökur Skyrblanda 500 g hreint skyr ¼ l rjómi, þeyttur 2½ tsk piparmyntu Stevia Toppur ¼ l rjómi After Eight súkkulaði Aðferð Setjið Oreo kexkökur í mat- vinnsluvél og hakkið þar til þær verða fínmalaðar. Setjið 1-2 msk af kexinu í hvert glas fyrir sig. Þeytið rjóma og blandið honum saman við skyrið ásamt pip- armyntu Steviunni. Hrærið þar til blandan verður mjúk og slétt. Sprautið skyrblöndunni í hvert glas fyrir sig. Þeytið restina af rjómanum og sprautið honum fal- lega ofan í hvert glas. Skreytið með heilu eða hálfu After eight piparmyntusúkkulaði. Geymið í kæli þar til borið er fram. Jólasmákökur Karamellufylltar smákökur Magn úr uppskrift u.þ.b. 48 stk. Innihald 320 g hveiti 70 g kakó 1 tsk. matarsódi 225 g sykur 200 g dökkur púðursykur 225 g smjör við stofuhita 2 stk. egg 2 tsk. vanilludropar 100 g H-berg hakkaðar heslihnetur 48 stk. Rólóbitar 50 g hvítt súkkulaði smásmjör Aðferð: Hitið ofninn í 180 gráður. Blandið saman hveiti, kakói og matarsóda í skál og setjið til hlið- ar. Blandið saman sykri, púð- ursykri og smjöri og hrærið vel, eða þangað til blandan verður ljós og létt. Bætið eggjum og van- illudropum saman við og hrærið vel saman. Bætið síðan hveiti- blöndunni saman við og hrærið vel, setjið því næst 70 g hakkaðar heslihnetur saman við og hrærið þangað til þær hafa blandast vel saman við deigið, restin af hesli- Forskot á jólabaksturinn  Hugmyndir að allra handa hátíðarnammi  Gaman að prófa eitthvað nýtt um hver jól  Smákökur, eftirréttir og sætabrauð Jólanammi „Skemmtileg hefð að baka alltaf eina nýja smákökusort fyrir hver jól,“ segir Gréta Björg Jakobsdóttir á markaðssviði MS.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.