Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Qupperneq 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Qupperneq 20
Borgin Saint-Étienne er aðeins um 50 km vestan við stórborgina Lyon. Huggulegur staður í fögru um- hverfi. Íbúar eru um 200 þúsund. Mikil námavinnsla var á svæðinu fyrir margt löngu eftir að kol fund- ust í jörðu. Það er löngu liðin tíð en eitt margra merkilegra safna borgarinnar rifjar upp þá tíma og er sagt afar áhugavert. Hönnun af ýmsu tagi skipar stór- an sess í borginni og er hönn- unartvíæringur fastur liður þar á bæ. Menningarlíf er í blóma og í Sa- int-Etienne og næsta nágrenni eru hvorki fleiri né færri en 40 listahá- tíðir sem draga að þúsundir gesta árlega. Íþróttaáhugi er mikill. Einn þeirra sem lék með liði borgar- innar á sínum tíma var Michel Plat- ini, besti knattspyrnumaður Frakka á seinni hluta síðustu aldar. Saint-Etienne Ljósmynd/Cristophe Roy Kastali skammt utan við Saint-Etienne. Víða er fallegt í sveitunum í kring. 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.10. 2015 Ferðalög og flakk F rakkland er fjölsóttasta ferðamannaland heims og hefur verið um nokkurra ára skeið. Fyrir þremur ár- um komu alls 83 milljónir ferða- manna til landsins og vert að geta þess að þarna ræðir um fólk sem „dvelur“ í landinu; ekki eru taldir með íbúar annarra landa í álfunni sem aka eða sitja í lest í gegnum Frakkland á leið sinni. Til samanburðar má geta þess að sama ár komu 67 milljónir ferðamanna til Bandaríkjanna og 58 milljónir ferðuðust til Kína. En hvers vegna skyldi Frakk- land vera svona vinsælt meðal ferðamanna? Fyrir því er ugglaust margar ástæðar. Ein ástæða er gott veður: gríð- arlegur fjöldi fólks kemur til þess að njóta lífsins á ströndinni, að- allega suður við Miðharðarhaf, á Ríveríunni sem Fransmenn kalla Cote d’Azur. Íslendingar hafa fæst- ir uppgötvað það svæði ennþá, fara frekar til Spánar, Ítalíu og landa austar í álfunni. Ekki er gott að segja hvers vegna en aðallega er þó líklega um að kenna tungu- málaerfiðleikum. Frakkar voru ekki sérlega viljugir til þess að tala ensku á árum áður en það er reyndar mikið breytt og sú kynslóð þjóna og annarra sem sinna ferða- fólki dagsins í dag eru alla jafna prýðilega mæltir á enska tungu. Matur, vín og menning er einnig mikið aðdráttarafl enda óvíða meira og betra í boði en einmitt í Frakklandi. Þar er hvert vínrækt- arhéraðið öðru betra að finna, mjög góð skíðasvæði og fleira mætti tína til. Í stuttu máli: Í Frakklandi er fjölbreytnin í fyrirrúmi og óhætt að segja að þar geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. EM Í FÓTBOLTA Í FRAKKLANDI Hvergi fleiri ferðamenn ÚRSLITAKEPPNI EVRÓPUMÓTS KARLALANDSLIÐA Í FÓTBOLTA FER FRAM Í FRAKKLANDI NÆSTA SUMAR. KEPPT ER Í 10 BORGUM, FJÓRAR VORU KYNNTAR UM SÍÐUSTU HELGI EN HÉR SEGIR AF HINUM SEX, Í SUÐURHLUTA LANDSINS. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is LILLE LENS PARÍS SAINT-DENIS SAINT-ÉTIENNEBORDEAUX LYON TOULOUSE NICE MARSEILLE Borgin Toulouse við Garonne-ána í suðvesturhluta Frakklands er sú fjórða stærsta í Frakklandi. Íbúar innan borgarmarkanna eru tæplega hálf milljón en á stórborgarsvæðinu öllu býr liðlega milljón manna. Toulouse er helsta miðstöð flug- vélaiðnaðarins í Evrópu. Þar eru m.a. höfuðstöðvar flugvélafram- leiðandans Airbus, stærsti gervi- hnattaframleiðandi álfunnar er þar og aðalgeimferðamiðstöð Evrópu. Í Toulouse er mikils virtur há- skóli og einn sá elsti í Evrópu, stofnaður árið 1229. Nemendur þar eru ríflega 100.000. Ekki er vandamál að komast til og frá borginni; á milli Toulouse og Parísar fljúga fleiri farþegar en á milli flestra annarra borga Evrópu. Toulouse Ljósmynd/Manuel Huyn Gengið á tunglinu! Geimskemmtigarður er í flugborginni miklu, Toulouse. Bordeaux er hafnarborg við Atlantshafið. Þar búa um 250.000 manns en séu nærliggjandi byggðir taldar með eru íbúar um milljón. Í borginni er þekktur háskóli þar sem um 100.000 manns stunda nám, þar er einnig mikil starfsemi í tengslum við flug og geimvísindi en borgin og raunar svæðið allt er langþekktast fyrir vínframleiðslu. Bordeaux stendur fyllilega undir því að vera nefnd vínhöfuðborg heimsins þótt önnur svæði státi vissu- lega af frábærum vínum. Í Bordeaux er árlega haldin mikil hátíð, Vinexpo, og umsvif í kringum vínræktina skipta sköpum. Vín hefur verið framleitt á svæðinu síðan á áttundu öld og veltan í þeim bransa er stjarnfræðileg. Vín er ræktað á tæplega 120.000 hekturum lands og talið að árlega sé léttvínum tappað á um það bil 960 milljón flöskur. Mikið er framleitt af „venjulegum“ vín- um sem almenningur gæðir sér á daglega með matnum en frá Bordeaux svæðinu er líka margt af því sem þykir best í heiminum af rauðvíni og þar af leiðandi það dýr- asta. Hvítvín þaðan eru líka talin afbragð, mörg hver. Aðeins um fótbolta í lokin: landsliðskempan fyrrver- andi, Arnór Guðjohnsen, lék með liði Girondins de Bordeaux 1990 til 1992. Höfuðborg frægasta vínræktarhéraðsins Ljósmynd/Thomas Sanson. Sólríkt er að sumarlagi í Bordeaux og borgin falleg og snyrtileg eins og myndin úr miðbænum ber með sér. Býsna öruggt er að veðrið verður gott í Nice við Miðjarðarhafs- ströndina þegar EM fer fram næsta sumar og upplagt að skella sér á ströndina á milli leikja. Hitinn var hátt í 30 stig hvern einasta dag í júní í sumar og regn- dropar sýna sig ógjarnan á svæð- inu, nema hressilega einstaka kvöld til að hreinsa loftið! Borgin er kunn fyrir mikla strandlengju þar sem heimamenn og gestir hafa það notalegt alla daga. Í nágrenninu eru margir litlar bæir sem gaman er að skoða, bæði meðfram ströndinni og uppi í hlíð- unum og alla jafna hagstæðara að gista þar en í borginni. Þá er stutt til Cannes og Mónakó. Gott er að fljúga til Nice að því leyti að ferðalangurinn getur verið kominn á gististaðinn fljótlega eftir lendingu. Flugvöllurinn er nefnilega á uppfyllingu steinsnar frá mið- borginni og engum hefur nokkurn tíma flogið í hug að færa hann … Huggulegt við Miðjarðarhafið Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Nýlegt almenningssvæði í miðborg Nice. Þarna var áður rútubílamiðstöð.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.