Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Síða 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Síða 33
B örn í dag eru flest lunkin við að redda sér á snjalltækjum og spila tölvuleiki. Þekking þeirra á því sem liggur að baki því sem þau eru að leika sér með er hins vegar að sama skapi ekki alltaf svo mikil. Guðmundur Tómas Axelsson, markaðsstjóri hjá Reiknistofu bankanna og stjórnarmaður í Forriturum framtíðarinnar, segir að það að kíkja „undir húddið“ og kynna sér forritunarheiminn sem liggur að baki allri okkar tæknitilveru sé að verða mikilvægara og mikilvægara og Íslendingar megi ekki dragast aftur úr. Mjög mikilvægt sé að krakkar fái viðeigandi menntun í þessum fræðum. „Það er nánast ekkert gert í dag öðruvísi en að tölvur eða tækni komi á einhvern hátt við sögu. Ólíkt því sem áður var þá nær tækni og forritun í dag til nánast allra atvinnugreina og snýst ekki bara um að framleiða og selja tölvuleiki eða slíkt. Í landbúnaði eru kýrnar mjólkaðar með ró- bótum og í heilbrigðisgeiranum eru til dæmis smíðuð öpp til að halda utan um sykursýkismælingar,“ segir Guðmundur en 11 milljóna króna styrkur, í formi tölvubún- aðar og þjálfunar kennara til forritunar- kennslu, var afhentur úr sjóð Forritara framtíðarinnar í síðustu viku. Sjóðurinn er samfélagsverkefni sem hefur það markmið að efla forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum landsins. Útskrifa þyrfti tvöfalt fleiri úr raun- og tæknigreinum „Á Íslandi útskrifast í kringum 500 tæknimenntaðir einstaklingar af raungreina- og tæknisviðum háskólanna meðan þörfin er í raun 1.000 manns. Auk þess vantar mikið upp á að tölvu- og tæknikennslu sé sinnt í grunn- og framhaldsskólum en aðeins um 2,7% af vikulegum kennslutíma fer í upplýs- inga- og tæknimenntun og búnaður skól- anna er þannig að oft tekur hálfa kennslu- stundina að ræsa tölvurnar sem á að nota. Það er heldur alls ekki víst að svokallaðar upplýsingatæknikennslustundir séu nýttar í raunverulega upplýsingatæknikennslu. Þann- ig fréttir maður stundum af skondnum at- vikum, svo sem þegar grunnskólakennari nýtti kennslustundina í að láta nemendur fletta upp í Morgunblaðinu til að leita að heimildum. Það var fljótlegra að kenna slíka „upplýsingatækni“ þar sem tölvan í skól- anum var afar hæg.“ Í skýrslu Europian Schoolnet frá síðasta ári er forritun skilgreind sem lykilfærni 21. aldarinnar sem allir skólakrakkar eigi að tileinka sér á einn eða annan hátt. „For- eldrar þurfa því að setja sig inn í og skilja um hvað málið snýst og sjá betur hvað for- ritun getur fært börnunum þeirra.“ Guðmundur segir það vekja athygli að Ís- lendingar, sem hafa alltaf talið sig standa framarlega í tækni hafi, ólíkt nágrannaþjóð- um sínum, ekki sett það á stefnuskrá sína að setja forritun í námskrá. Illugi Gunnars- son, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði í umræðum á Alþingi fyrr í haust að það yrði skoðað alvarlega á yfirstandandi þingi að gera breytingu á aðalnámskrá grunnskóla með það að markmiði að koma forritun þar að. Guðmundur segir að sökum þess hve lítið menntakerfið á Íslandi sé sé auðveldara að innleiða forritun en ella væri. Gætum náð forskoti á alþjóðavísu „Við gætum náð miklu forskoti í alþjóða- samfélaginu ef allir nemendur sem kæmu upp í háskóla hefðu lært forritun í grunn- skóla. Ef Ísland ákveður að taka af skarið að þjálfa börn og unglinga í forritun mun- um við geta gert það virkilega vel – svipað og þegar Íslendingar komu fyrir sparkvöll- um úti um allar trissur. Sú kynslóð sem hafði aðgang að þeim völlum er nú að kom- ast á EM í fótbolta.“ Forritun hefur gjarnan haft þá ímynd að forritarar hangi einir inni í herbergi og vinni með þurra kóða. „Það er ákveðin ranghugmynd. Fólk er að vinna á mjög skapandi hátt, vinna í skemmtilegu um- hverfi og þetta hentar mjög fjölbreyttum hópi einstaklinga. Þannig má nefna að krakkar með alls kyns sérþarfir og jafnvel hegðunarvanda finna sig til dæmis oft í þessu umhverfi. Það er því miður of oft ein- blínt á neikvæðar hliðar tölvunotkunar svo sem internetfíkn, sem er vissulega til, en ef vandað er til verka er þetta ákaflega skap- andi fag sem hefur mjög marga kosti og ávinning.“ Forritarar framtíðarinnar úthlutuðu styrkjum til 8 skóla í fyrra en nú í ár eru það 16 skólar sem eru styrktir. Um 100-200 kennarar fá þjálfun til að kenna forritun. „Framboð á forritunarkennslu í skólum er að aukast og sumir skólar sem eru nú þeg- ar komnir áleiðis hafa fengið aðstoð frá okkur við að þróa sig í kennslunni upp á næsta stig. Það vantar ekki að það er mikill áhugi fyrir þessu í skólakerfinu.“ Nokkrir skólar hafa verið að spjald- tölvuvæðast og Guðmundur segir tækifæri liggja þar til að kenna nemendum að nýta sér það tæki á enn betri hátt. Hugmyndir eru uppi um að sjóðurinn muni styrkja þá skóla til að geta kennt forritun á spjaldtölv- urnar. „Sjálfur vil ég meina að ef krakkar í dag sem eru með góða innsýn í forritun og eru skapandi þá séu þeir ansi vel undirbúnir fyrir framtíðina. Forritun er að verða eitt af grundvallaratriðunum. Það má segja að í dag kunni krakkar vel að nota tölvur en það skilar þeim bara ákveðið langt að kunna á öpp og slíkt. Það er þetta skref sem er miklu þýðingarmeira; að kunna eitt- hvað á það sem liggur að baki þessu öllu.“ Mikilvægt að þekkja undirstöðurnar FORRITUN GETUR VERIÐ AFAR SKAPANDI OG ER FÆRNI SEM VERÐUR SÍFELLT MIKILVÆGARI FYRIR FRAMTÍÐARKYNSLÓÐIR AÐ TILEINKA SÉR. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Getty Images/iStockphoto FORRITUN ER FRAMTÍÐIN „Það má segja að í dag kunni krakkar vel að nota tölvur en það skilar þeim bara ákveðið langt að kunna á öpp,“ segir Guðmundur Tómas Axelsson, hjá Forriturum framtíðarinnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg 25.10. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 * Listin ögrar tækninni og tæknin veitirlistinni innblástur. John Lasseter leikstjóri Hundruð smáforrita sem hingað til hafa verið fáanleg í gegnum Apple App Store verða fjarlægð þaðan. Er það niðurstaðan eftir að sérfræðingar hjá Apple komust að því að 256 öpp sem þar er að fá safna persónuupplýsingum um notendur á ólöglegan hátt. Hent út úr Apple App Store Í stuttu máli mætti segja að forritun sé ferlið að þróa og innleiða aðgerðir til þess að fá tölvur til að framkvæma verkefni, leysa vandamál og búa til mannleg samskipti. Þetta er gert með forritunarkóðum. Í forritun er oftast verið að skapa eitthvað eða leysa vandamál, sem er í sjálfu sér skapandi. Í dag er búið að þróa ótrúlega skemmtilegar aðferðir til þess að kenna krökkum forritun, oft með ókeypis forritum eins og Alice. Forritun geta börn hérlendis meðal annars lært hjá Skema. Fyrirtækið stendur fyrir námskeiðum fyrir börn og unglinga í leikjaforritun, allt frá sjö ára aldri, og vinnur auk þess að því að kennsla í forritun verði í boði í grunn- og framhaldsskólum. Hægt er að nota frístundastyrk sveitarfélaganna upp í greiðslu fyrir námskeiðin. Á öllum nám- skeiðum Skema er notast við Skema- aðferðafræðina sem studd er af rann- sóknum á sviði sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði. NÁMSKEIÐ FRÁ SJÖ ÁRA ALDRI Hvað er forritun?

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.