Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Side 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2015, Side 45
25.10. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 reiðubúin að taka við flóttamönnum frá Sýrlandi en furðar sig á hægaganginum. „Margt af þessu fólki sem kemur til Lesbos er menntað og vel upplýst millistéttarfólk. Einmitt fólkið sem best væri að fá hingað vegna þess að það hefur alla möguleika á að laga sig að íslensku samfélagi. Þetta fólk þekkir heiminn. Hvers vegna að bíða? Hvers vegna tökum við ekki strax á móti tvö hundruð flóttamönnum? Neyðin er núna!“ Ætlar að fara aftur Að mynda frá sólarupprás til myrkurs á Lesbos tekur ekki svo á, en að sjá neyðina allan daginn tekur á, að sögn Páls. Kominn í koju kveðst hann hafa verið gjörsamlega uppgefinn – andlega frekar en líkamlega. „Það er ekki annað hægt en grenja yfir þessu óréttlæti. Hvers vegna er farið svona með fólk? Réttindi þess fótum troðin. Það er skelfilegt að horfa upp á þessa sáru neyð og geta ekkert gert. Ekki er hægt að ætlast til að venjulegt fólk skilji þetta, án þess að koma hreinlega á staðinn. Þess vegna ber mér skylda til að leggja mitt litla lóð á vogarskálarnar – segja söguna og mynda, til að sýna hvernig þetta raun- verulega er. Ég dáist að þessum alltof fáu sjálfboðaliðum sem taka á móti flóttamönnunum, allan sólarhringinn, án þeirra væri ástandið fyrir þetta blessaða fólk, enn verra.“ Páll er staðráðinn í að fara aftur og ljósmynda flóttafólk í vetur. Líklega þá á meginlandi Evrópu. „Ég fer eins fljótt og ég get aftur. Það er verið að skrifa mannkynssög- una fyrir framan nefið á okkur. Mestu fólksflutningar sem um getur. Og þeim er hvergi nærri lokið, ástandið á bara eftir að versna eftir því sem flóttafólkinu fjölgar og veðrið kólnar. Við getum búið okkur undir enn meiri hörmungar í vetur. Já, hörmulegan vetur, fyrir þetta fólk, sem er búið að missa allt og landið sitt líka.“ Þessi fjölskylda hafði tjald meðferðis frá Homs í Sýrlandi. Alveg búin þessi stelpa frá Damaskus eftir nokkra tíma siglingu yfir Eyjahafið. Fínn skal maður vera. Sýrlenskur faðir snyrtir skegg sitt, finnur spegill á vespu í miðbæ Mytilene. Afganskir flóttamenn, ferðamenn, standa í röð í dagrenningu til að láta skrásetja sig í flóttamannabúðum í Mytilene. Bara brot af þeim hópi sem kom þennan sólarhringinn. Ljósmyndir/Páll Stefánsson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.