Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 6
* Alþjóðlegir hryðjuverkamenn eru ofstækisfullir jafnt ískorti sínum á raunhæfum markmiðum sem kald-lyndri misnotkun á flóknu og berskjölduðu kerfi. Jürgen Habermas, þýskur félagsfæðingur. Alþjóðamál KRISTJÁN JÓNSSON kjon@mbl.is 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.11. 2015 Sænskur sérfræðingur í hryðjuverkasamtökum, Magnus Ranstorp, er ekki hissa á því að rætt sé um viðamiklar áætlanir Krekars. „Krekar hefur tjáð sig afar skýrt og með mjög ögrandi hætti,“ segir Ranstorp. „Ef þetta reynist allt vera rétt staðfestir það bara þá mynd sem menn hafa gert sér af netinu sem hann hefur kom- ið upp í kringum sig. Sjálfur segir hann að hans eigið starf og staða skipti ekki lengur miklu máli. Annaðhvort er hann óheppnasti maður í heimi eða þá að fótur er fyrir ákær- unum.“ Hvort sem rætt er um fyr-irbyggjandi aðgerðir lög-reglu eða fyrirbyggjandi stríð ríkja, eins og árásina á Írak Saddams Husseins 2003, vakna ákveðnar spurningar. Hvenær eru vísbendingar nógu sterkar til að réttlæta árás/handtöku? Einhver lýsti því svo að ef öllum reglum væri stranglega fylgt mætti maður ekki grípa til gagnárásar þótt árás- armaðurinn hefði hlaðið bensín- tunnum umhverfis fórnarlambið, tekið fram kveikjara og kannað hvort hann virkaði. Ekki væri enn búið að fremja afbrotið. Það yrði ekki fyrr en eldurinn væri farinn að loga. Ítalskir og norskir lögreglumenn hafa nú gripið til fyrirbyggjandi aðgerða gegn íröskum Kúrda og íslömskum trúarleiðtoga, múlla Krekar, sem setið hefur inni í Nor- egi síðan 2003, sakaður um að æsa til hryðjuverka. Hann er talinn vera umsvifamikill og alþjóðlegur leiðtogi á þessu sviði. Við rannsókn í klefa hans í Kongsvinger- fangelsinu árið 2013 fannst geysi- mikið af skjölum sem álitið er að tengist stofnun Rawt-samtakanna, Krekar mun sjálfur hafa skrifað megnið af þeim. Rawt eru evrópsk hryðjuverkasamtök með aðgerða- sellur í ýmsum löndum og margt á huldu um starf þeirra. Sjálfur hefur Krekar ekki legið á skoðunum sínum og fagnaði ákaft morðunum á ritstjórnarskrifstofum franska skoptímaritsins Charlie Hebdo í janúar. En verjandi hans hefur ávallt spurt hvaða sannanir séu fyrir því að skjólstæðingur hans hafi beinlínis framið hryðju- verk eða tekið þátt í skipulagningu slíkra ódæða. Upprunalega stóð til að vísa Krekar úr landi, hæstiréttur í Ósló staðfesti þann úrskurð 2007. En þrátt fyrir tilraunir ríkisstjórna í Noregi hefur það ekki tekist. Sam- kvæmt evrópskum lögum má ekki vísa manni úr landi ef móttökuríkið er líklegt til að beita hann pynt- ingum og jafnvel taka hann af lífi. Miklar líkur eru á því að Krekar, sem á myndum virðist góðlegur karl og minnir svolítið á jólasvein- inn, fái óblíðar móttökur í Írak. Og þar við við situr – nema menn verði við ósk Ítala um fram- sal sem gert er ráð fyrir að verði send til Óslóar innan skamms. Áður hafa bæði bæði þýskir og svissneskir lögreglumenn yfir- heyrt Krekar í fangelsinu vegna tengsla hans við hryðjuverka- menn. Krekar er sagður stýra Rawt úr fangelsinu eða veita a.m.k. and- legan innblástur. Eingöngu eru höfð rafræn samskipti um vel falið djúpnetið, á netmiðlum sem ákaf- lega snúið getur verið fyrir lög- regluna að komast inn í. Nú segist ítalska lögreglan, sem lengi hefur haft áhuga á Krekar, hafa brotist þar inn og fundið sannanir fyrir samskiptum Krek- ars við íslamska ofstækismenn sem hylla hryðjuverk. Upptökur Ítal- anna sýna „samtöl“ Krekars við umrædda menn með aðstoð vef- myndavélar haustið 2011. Ekki er sagt orð en notað leynilegt tákn- mál sem Ítalir segjast hafa ráðið. Fram komi að skipulagðar hafi verið ýmsar aðgerðir. Ráðast eigi á norska diplómata og ræna þeim, ráðast á breska sendiráðið í Ósló, einnig eigi að frelsa Krekar og beita í þeirri aðgerð sjálfsmorðs- árás. Ef eitthvað komi fyrir Krek- ar séu til menn sem muni breyta Noregi í „nýtt Líbanon, það verður sprengt, þeir geta tekið flugskeyti með sér til Noregs, það er gott að deyja fyrir Allah“. 17 manns handteknir Alls voru 17 manns handteknir í aðgerðum í Noregi og á Ítalíu á fimmtudag. Um leið og Krekar var handtekinn í Kongsvinger- fangelsinu, vafalaust til að tryggja að öryggisgæsla með honum yrði hert, var ráðist til atlögu á tveim stöðum í austanverðum Noregi, að sögn Aftenposten. Tveir menn voru handteknir í Noregi auk Krekars, í Fredrikstad og Drammen. Ítalir furða sig á aðbúnaði Krek- ars í fangelsinu. „Þó að hann væri í fangelsi leyfðu þeir honum að nota netið og alla upplýsinga- tæknina,“ segir Franco Roberti, yfirmaður aðgerða gegn hryðju- verkum á Ítalíu. „Hann gat ein- faldlega stýrt samtökunum á net- inu.“ Noregur verði „nýtt Líbanon“ LÍKLEGT ER AÐ ÍRASKI ÍSLAMISTINN MÚLLA KREKAR VERÐI FRAMSELDUR FRÁ NOREGI TIL ÍTALÍU VEGNA GRUNS UM AÐILD AÐ SKIPULAGNINGU HRYÐJUVERKA. EN LÖG- REGLAN Á YFIRLEITT EKKI AUÐVELT MEÐ AÐ LEGGJA FRAM ÓVÍRÆÐAR SANNANIR Í SLÍKUM MÁLUM. Magnus Ranstorp BARA STAÐFESTING? Íslamistinn múlla Krekar myndar rabia-merkið við dómshús í Ósló á föstudag. Rabia-merkið er kennt við torg í Kaíró en þar söfnuðust þúsundir manna saman á sínum tíma til að mótmæla valdaráni herforingja í Egyptalandi 2013. AFP HEIMURINN BANDARÍKIN WASHINGTON nú aðkinn hiti erAu á attu repúblikfærast í prófkjörsbar ingorsetakosnBandaríkjunum vegna á næsta ári. mpDonald Tr , sem keppt nushefur um efsta sætið í við taugaskurðlækninn síðustu vikurnar, réðst á fimmtudag Líkti Trum barnaníðin ,,heimska“ því að han rey repptisniþingkoit eru nú ljós í r forystu þingsæti. getaogvo mikill að Su andsins án þess a a. Fyrir 25 árum nigur en herforin an AFRÍKA U oschnb - Afr hygg s, tungumál Búanna, í stað ensku duga ál dsins.Afr g m urmá d vart e si art nað v LÍBA fsmorði borgar Líbanons, á fimiðborg Beirút, höfuð unum auk þess sem um 240og féllu alls 43 í tilræð smaðurinn lifði af og sagðistsærðust. Fjórði tilræði maður Ríkis íslams, IS. Líbanskirhann vera stuðnings egja að sennilega hafi forystleyniþjónustumenn s ennina til Beirút. sjía-múslíma en IS-menn erSprengt var í hverfi únní múslímar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.