Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 2
Í fókus 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.11. 2015 Ég er búin að kaupa einhverjar. Ég dreifi jóla- gjafakaupunum á nóvember og desember. Áslaug Friðriksdóttir Ég er búin að kaupa margar jólagjafir. Ég byrj- aði í september. Lilja Garðarsdóttir Ég kaupi yfirleitt jólagjafirnar 22. desember. Maður reddar sér. Erna Dögg Úlfhéðinsdóttir Ég er ekki búinn að kaupa neitt. Ég er dæmi- gerður Íslendingur og kaupi allt tveimur dög- um fyrir jól. Aron Páll Gylfason Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. SPURNING VIKUNNAR ERT ÞÚ BÚIN/N AÐ KAUPA EINHVERJAR JÓLAGJAFIR? Ítalski ljósmyndarinn Gianluca Colla myndar fyrir nokkur þekktustu tímarit og dagblöð heims. Hann segist hafa lært hvað mest af því að mynda glaðlynt gamalt fólk sem er raunar það langlífasta í heiminum. Ísland er draumalandið hans. 46 Í BLAÐINU CHARLOTTE BØVING SITUR FYRIR SVÖRUM Forsíðumynd tók Ragnar Axelsson, eldri mynd tók Þorkell Þorkelsson. Í kuldanum er mikilvægt að huga að húð og hári sem á það til að verða þurrt á veturna. Ýmis vandamál geta kviknað hvað varðar húð og hár í veðurbreytingunum og þá er gott að geta gripið í rétta efnið. Tíska 36 Í nýrri og veglegri bók með skissum, rissum og pári Jóhannesar S. Kjarvals, má kynnast athyglisverðri hlið á sköpun listamannsins sem skrifaði einskonar stefnuskrá sem hljómar svo: starfa, starfa, starfa … Menning 48 Þegar Ingibjörg Hjart- ardóttir var barn sagði besta vinkona hennar henni sögu af voðaat- burði sem hafði svo mikil áhrif á Ingibjörgu að hún einsetti sér að koma henni á bók. Sú bók er nú komin út, mörgum ára- tugum síðar, og heitir Fjallkonan. Bækur 50 Er mikill munur á því að leikstýra verki fyrir börn og verki fyrir fullorðna? Sjálf leikstjórnin er sú sama fyrir barna- og fullorðinssýn- ingar. Það sem þarf að hafa í huga er eftirfarandi: 1. Um hvað á sýningin að vera? Er þetta saga, gamanleikur, harm- leikur eða annað? 2. Hvernig á að segja söguna; með hverj- um og hverju? T.d. er Lífið útskýrt með skuggamyndum, jarðvegi og leikurum. 3. Fyrir hvern er sýningin? Full- orðna eða börn? Svo hefst vinnan og hlutverk leikstjórans er að fá alla þætti leikhússins til að vinna saman, ljós, hljóð, leikarana, leikmynd og halda tímaáætlun svo að hægt sé að frumsýna á réttum tíma. Sýningin verður auðvitað að vera aðgengileg fyrir áhorf- endur og það er munur á því hverju börn og fullorðnir hafa áhuga á. Það er líklega helsti munurinn. Nú er unnið með mold í sýningunni, hvernig hefur það gengið? Mold er spennandi efniviður sem við þekkjum öll og vitum að ef maður blandar henni við vatn verður til drulla. Við þekkjum öll drullumall; hvort sem okkur þykir skemmtilegt að hoppa í drull- unni, búa til drullukökur eða finnst hún ógeðsleg og eitthvað sem við viljum þvo strax í burtu. Þegar leikararnir í sýningunni setja mold upp í sig, bregðast bæði börn og fullorðnir í salnum umsvifalaust við. Þegar leikaranir fara í leðjuslag hlæja börnin og finnst það spennandi. Ég held að flest börn geti hugsað sér að leika í drullu en annaðhvort þora þau það ekki eða fullorðnir hafa bannað þeim að skíta sig út. Það er heil- mikið mál að þrífa eftir hverja sýningu en það hefur verið spennandi að leika sér með mold og drullu í leikhúsinu. Er lífið sjálft drullumall? Nei, mér finnst lífið ekki bara blautt og brúnt. Það er ekki fyrr en í lok sýningarinnar Lífsins að moldin breytist í drullu. Nú hefur sýningin unnið til verðlauna, hver hafa við- brögð barnanna verið? Upplifun mín er að börnin elski sýninguna og lifi sig mjög inn í hana. Það er margt í sýningunni sem kemur þeim á óvart. Og það skemmtilega er að bæði fullorðnir og börn virðast hafa gaman af sýningunni og hafa margt að tala um á eftir. Hvað er síðan framundan hjá þér? Ég er á leiðinni til Danmerkur til að kenna leiklistarnemum í leiklist- arskólanum í Árósum en verð komin heim fyrir jólin. Á næsta ári leik- stýri ég hópnum Ratatam í verkinu Heimilisofbeldi. Svo tek ég þátt í dansleikhúsverkinu „To perform or not“ með Unni Elísabetu dansara en ég verð á sviðinu að dansa og leika. Svo vonast ég til þess að fá fjármagn til þess að skrifa verk um dauðann, sem ég myndi setja upp bæði í Danmörku og á Íslandi með dönskum leikstjóra. Morgunblaðið/Eva Björk Við þekkjum öll drullumall Charlotte Bøving leikstýrir verkinu Lífið sem vann Grímuverðlaunin á síðasta leikári, „Barnasýning ársins“ 2015 og „Sproti ársins“ 2015. Verkið er sýnt í Tjarnarbíói á sunnudaginn kl. 13.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.