Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 4
Kostir Twitter fleiri en gallarnir Öllum þeim skilaboðum sem beinthefur verið til lögreglunnar áhöfuðborgarsvæðinu á samskipta- miðlunum Twitter og Facebook undanfarin ár hefur verið svarað, eða allt frá því að lögreglan opnaði þar fyrir upplýsingagjöf og samskipti við hinn almenna borgara árið 2010. Síðustu daga höfum við í fyrsta skipti því miður ekki haft undan að svara,“ segir Þórir Ingvarsson rannsóknarlögreglumaður sem jafnframt heldur utan um Twitter- aðgang lögreglunnar. Twitter-færslum hefur rignt yfir lögregl- una alla vikuna en Twitter-færslur þar sem lögreglan var merkt inn í færslurnar með „@logreglan“ voru yfir einn sólarhring mörg hundruð. Alla jafna hefur lögreglan brugðist við skrifum með slíkri merkingu þótt hún hafi ekki haft undan því núna. Þessar skeytasendingar á Twitter má rekja til rannsóknar á kynferðis- brotamáli sem Fréttablaðið greindi upphaflega frá á forsíðu sinni í byrjun vik- unnar. Í fréttinni var sagt frá því að tveir menn hefðu verið kærðir fyrir kynferðisbrot og íbúð í Hlíðunum var sögð útbúin til nauðgana. Gagnrýnin hefur einkum beinst að því að meintir gerendur hafi ekki verið úrskurð- aðir í gæsluvarðhald en einnig almennt að því hvernig tekið er á kynferðisbrotamálum hérlendis. „Nei, ég get ekki sagt að það hafi komið okkur á óvart að fólk skyldi nýta þessa leið til að koma óánægju sinni á framfæri enda höfum við reynsluna af því að samfélags- miðlar eru nýttir til að koma gagnrýni á framfæri. Með því að nota samfélagsmiðl- ana sem samskiptamáta höfum við náð at- hygli margra en það þýðir líka að við verð- um að vera undir það búin að þetta virki í hina áttina; að við fáum að heyra það. En þó að það komi ekki á óvart gerir það það ekkert minna óþægilegt þegar upphrópanir eru miklar,“ segir Þórir sem segist ekki ætla að reyna að halda því fram að síðustu sólarhringar hafi verið auðveldir í þessum samskiptum. „En ég lít svo á að það sé nauðsynlegt að hafa eyrun opin þegar lögreglan er gagn- rýnd. Og það er ekkert tæki betur til þess fallið held ég en samfélagsmiðlar. Þú færð að heyra það sem er kannski erfitt en nauð- synlegt. Þess vegna held ég að það sé mjög eðlilegt að fólk noti samfélagsmiðla þegar það er ósátt við störf lögreglu. Svo má aftur líka velta fyrir sér hvort sú óánægja sé vel ígrunduð eða sanngjörn eða hvað sem er. En það er bara önnur umræða.“ Samskiptin krefjast heilinda Samskiptin ganga hratt á samfélagsmiðlum og svör ganga á víxl á nokkrum mínútum. Er aldrei álitamál eftir á hvort einstök svör hafi verið nægilega vel ígrunduð af hálfu lögreglunnar? „Jú, vissulega. Stundum segir maður hluti sem voru ekki nógu vel orðaðir eða nógu vel útskýrðir. Og þá er það næsta verkefni að vinna úr því og reyna að leið- rétta slíkt. En nei, færslum er aldrei eytt, það er hluti af heilindunum sem þessi sam- skipti krefjast, að það þarf allt að standa sem er upphaflega sett inn, ekki nema það séu stafsetningarvillur eða slíkt,“ segir Þór- ir. Nýlegt einstakt dæmi um samskipti borg- ara og lögreglu á Twitter þar sem viðkom- andi er ósáttur með svör lögreglu er til dæmis þegar Þórdís Elva Þorvaldsdóttir rithöfundur innti lögregluna eftir útskýr- ingu á svari þar sem lögreglan segist ekki geta tryggt öryggi neins en Þórdís Elva vitnar á móti í lög um að það sé eitt af hlut- verkum lögreglunnar. Þórir skrifaði sjálfur þau tíst sem og svar við spurningu Þórdísar Elvu sem var svohljóðandi: „Þetta var klár- lega illa orðað og vafalaust rangur tími og staður í heimspekilega umræðu.“ Þórir segir að þarna hafi hann verið að vísa í að þótt lögreglan reyni eftir fremsta megni að tryggja öryggi borgaranna sé aldrei hægt að gera það fullkomlega. „En það hefði mátt orða þetta miklu betur og hefði kannski tekist betur en í þessum has- ar sem var. Einu sinni kíkti ég á Twitter og þá voru 1.200 ólesnar tilkynningar.“ Velta daglega fyrir sér hvort Twit- ter sé rétti vettvangurinn Hentar það lögreglunni sem þarf oft að svara ítarlega að nota Twitter yfirhöfuð þar sem í hverri færslu rúmast aðeins 140 stafa- bil? Er Twitter rétti vettvangurinn fyrir lögregluna? „Vissulega höfum við spurt okkur að þessu og það er erfitt að hafa takmarkað pláss. 140 stafabil eru vissulega feikinógt pláss fyrir upphrópun. En erfitt pláss fyrir svar og það er líka erfiðara að fara út í að svara upphrópunum. Það hefur komið dag- lega til umræðu hvort Twitter sé rétti vett- vangurinn fyrir okkur. En niðurstaðan er alltaf sú sama: Við viljum hafa opnar dyr og við viljum tala við fólk. Ég held að það sé ekki rétt að láta 140 stafabil stoppa sig.“ Þannig að kostirnir við að nýta Twitter eru fleiri en gallarnir? „Já, ég held það. En ég verð að játa, að mér fannst það ekki á eftirmiðdegi mánu- dags. Það sem mér finnst leiðinlegast í um- ræðunni er að lögreglan er oft vænd um það að vera í einhvers konar ímyndar- herferð með notkun sinni á samfélags- miðlum. Það er mikill misskilningur og gleymist að við erum búin að vera á Twitter og Facebook frá 2010. Að það sé sótt hart að okkur í kjölfar þessa máls finnst mér ekki vera rök í sjálfu sér fyrir því að hætta að nota samfélagsmiðla. Þeir eru eitt öfl- ugasta tæki sem fólk hefur í dag til að hafa samskipti við lögreglu og árið 2014 var helmingur þeirra sem höfðu samskipti við lögregluna að gera það í gegnum þessa miðla. Og það bara þýðir að við þurfum að vera í stakk búin að taka á móti mótmælum og gagnrýni þar líka.“ Svíar hættu við Að sögn Þóris er það þekkt að lögreglu- embætti, til að mynda í Svíþjóð, hafi farið í loftið með Twitter-aðgang en síðan lokað honum og skellt í lás þegar umræðan á síðu þeirra lá á neikvæðar brautir. Þetta sé dæmi um það þegar opinberir aðilar fari á Twitter en hafi ekki hugsað dæmið til enda; að þar þurfi þeir líka að vera tilbúnir til að takast á við allar hliðar samskiptanna. En á Twitter svarar lögreglan þó ekki einungis beinum spurningum heldur setur svör við innlegg þar sem lögreglan er nefnd á nafn án þess að viðkomandi sé endilega að krefjast svars. Á þetta bæði við um inn- legg er innihalda lof og last. „Ef ég á að lýsa þessu þá er þetta eins og að vera í veislu og einhver segir: „Þórir, rosalega finnst mér þú vera smekklega klæddur í dag.“ Það er bara kurteisi að segja: Takk fyrir.“ Og ef einhver segir: „Rosalega stóðstu þig illa í vinnunni í dag.“ Þá er líka kurteisi að segja: „Mér þykir það leitt og við þurfum þá bara að fara yfir það.“ Það felst styrkur í því að vera með opnar dyr og við ætlum okkur ekki að skella í lás og loka. Af því að okkur finnst mikilvægt að við séum með eyrun opin. Nú er ég kannski að verða allt of heiðarlegur, en ef ég á að segja eitthvað þá vona ég að þegar þessi vika er liðin sitji það eftir að við gerðum þó allavega það besta til að bregð- ast við þeirri gagnrýni sem á okkur var borin. Og við höfðum dyrnar opnar.“ ÞÓRIR INGVARSSON RANNSÓKNARLÖGREGLUMAÐUR HELDUR UTAN UM TWITTER-AÐGANG LÖGREGLUNNAR. ALDREI HAFA FLEIRI NOTFÆRT SÉR ÞAÐ AÐ ÁVARPA LÖGREGLUNA BEINT Á SAMSKIPTAMIÐLUNUM EN VAR NÚ Í VIKUNNI. Þórir Ingvarsson * Það hefur komið daglega til umræðu hvort Twitter sé rétti vettvangurinnfyrir okkur. En niðurstaðan er alltaf sú sama: Við viljum hafa opnar dyrog við viljum tala við fólk.“ Þórir Ingvarsson rannsóknarlögreglumaður Þjóðmál Júlía Margrét Alexandersdóttir 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.11. 2015 „Þetta er áhugaverð þróun og ekki eingöngu bundin við Ísland. Lögreglan leitast við að vera í sem mestu sambandi við borgarana og veita þeim þjónustu á sem víðustum grundvelli,“ segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og pró- fessor í félagsfræði við HÍ, um notkun lögreglu- embætta á samskiptamiðlum. „Lögreglan er ekki eingöngu aðili sem leitað er til þegar lögbrot hafa átt sér stað eða þegar einhver verður fyrir broti og tilkynnir brotið heldur er líka aðili sem þekkir vel samfélagið og borgarana og er því betur í stakk búinn til að veita þjónustu og ráðgjöf og koma í veg fyrir brot, þekkir hættumerkin. Að vera nálæg í lífi borgaranna en ekki óþekktur aðili utan sam- félagsins sem eingöngu er til taks þegar brotin koma upp – heldur geti líka þjónað sem nokk- urs konar forvarnar- og stuðningsaðili við borgarana. Notkun á þeim miðlum sem notaðir eru í samfélaginu, eins og Facebook og Twitter, eru því kjörin tækifæri til að auka samskipti við borgarana og veita þeim sem mesta þjónustu og gefur um leið lögreglunni betri innsýn í sam- félagið og vandamál þess.“ Helgi segir efasemdarraddir hafa komið fram um þessa þróun og þá sérstaklega að hætta sé á að þetta útvíkkaða hlutverk komi niður á hinu hefðbundna löggæsluhlutverki, að koma upp um brotin og málsmeðferð þeirra í kjölfarið. „Ég held aftur á móti að þessi þróun sé af hinu góða og að kostirnir séu fleiri en gallarnir og tel að lögreglan geti gert hvort tveggja vel. Jafnvel að með aukinni nálægð og þjónustu við borgar- ana með hjálp samskiptamiðla sé lögreglan bet- ur í stakk búin að uppfylla hefðbundið hlutverk sitt að halda uppi lögum og reglu. Til að mynda koma mörg brot aldrei upp á yfirborðið og eru ekki tilkynnt eða kærð – hugsanlega vegna þess að lögreglan er of fjarlæg borgurunum eða ekki nægilegt traust þar á milli sem hugsanlega er hægt að brúa með auknum tengslum – að lög- reglan er til að þjóna samfélaginu en ekki til að grafa undan því.“ AUKIN NÁLÆGÐ MIKILVÆG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.