Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 29
15.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 M argir kannast við þau hjón, Sigga og Berg- lindi, en þau hafa gef- ið út bækurnar Heilsuréttir fjölskyldunnar og Nýir heilsuréttir fjölskyldunnar sem slegið hafa í gegn. Þau reka veitingastaðinn Gott í Vest- mannaeyjum en þar er lögð áhersla á hollan mat. Þau eru ný- komin heim úr ferð til Ítalíu þar sem þau lentu í mörgum mat- arævintýrum. Sannleikurinn um ólífuolíu „Við erum mjög mikið matarfólk og að fara til Ítalíu hefur alltaf verið draumurinn okkar og svo er gott að fá innblástur fyrir okkar matargerð, fyrir GOTT,“ segir Siggi. Ferðin hófst í Toscana- héraði þar sem þau fóru á ólíf- ubúgarð sem er einn sinnar teg- undar í heiminum. Þar eru rækt- aðar ólífur og olífuolía unnin á þann máta þar sem gæði olíunnar fá að halda sér, ólífurnar eru pressaðar frekar snemma sem gerir gæðin meiri en það verður til minna magn. „Eigandinn og dóttir hans tóku okkur í einkafræðslu og smökkun sem var hreint út sagt mögnuð. Ég fékk gæsahúð við smökk- unina. Einhverjum gæti fundist það einkennilegt en fyrir mat- reiðslumann eins og mig er þetta bara svo geggjað. Ólífuolía er svo ekki það sama og ólífuolía,“ segir Siggi. „Maður lærði auðvitað rosalega margt á þessu og það er bara eins og með svo margt að það er ekki að marka allt sem maður heyrir varðandi mat- vælaiðnaðinn. Liturinn á olíunni t.d. segir ekki endilega til um hversu fersk hún er, sumir halda að græn olía sé ferskari en gul en það er ekki rétt. Kaldpressuð olía er nánast ekki til í dag en við höfum mikið heyrt af því að kaldpressuð olía sé það eina rétta. Maður þarf að fara á þessa alvöru staði til þess að komast að sannleikanum,“ segir Berglind. Þjálfaðir hundar finna trufflur Eftir að hjónin höfðu verið leidd í allan sannleikann um ólífuolíu lá leiðin á truffluslóðir. Trufflur eru með dýrustu hráefnum heims. Þau heimsóttu mann að nafni Marco sem er með fyrirtæki sem vinnur ýmsar vörur úr hágæða trufflum. „Við fórum með honum ásamt „truffle hunter“ eða leitarmanni sem er með sérþjálfaðan hund með sér til að leita að trufflum. Þar lærðum við að það er goð- sögn að bara svín séu notuð í þessa leit. Það var gert fyrir tug- um ára en í dag er aðeins notast við sérstaka hunda sem eru þjálf- aðir í þessa leit. Þessir hundar eru þjálfaðir frá því þeir eru hvolpar, þeim eru gefnir litlir trufflubitar til þess að þjálfa þá frá því þeir eru mjög litlir. Þeir þefa trufflusveppina uppi og grafa þá upp og þá tekur veiði- maðurinn við þeim. Trufflurnar geta verið litlar en eru afar verð- mætar svo það þarf að passa vel upp á það sem finnst,“ útskýra hjónin. Þau voru svo heppin að finna nokkrar litlar hvítar trufflur en oft finnur fólk ekkert þrátt fyrir að leita í heilan dag. „Við fengum þær með okkur upp á hótel þar sem við fengum yf- irkokkinn til að búa til tagliatelle- pasta með trufflunum yfir. Það var ógleymanleg máltíð,“ segja þau. Benda blindandi á matseðilinn Þau enduðu ferðina í Flórens þar sem þau nutu þess að ganga á milli veitingastaða og lítilla búða með allskonar matarkræsingum. „Þarna eru gamlir veitinga- staðir sem hafa verið reknir af sömu fjölskyldu í áratugi. Þarna snýst þetta um upplifun, fara t.d. á veitingastað þar sem er bara töluð ítalska og benda blindandi á seðilinn og vona það besta. Fá ravíóli gert á staðnum, tiramisu eins og þú hefur aldrei smakkað það áður og aðra klassíska rétti sem eru einfaldir í eðli sínu og gerðir úr frábæru hráefni,“ segja þau alsæl. Siggi og Berglind með truffluleitarmanni og truffluhundi. Þau fundu nokkrar hvítar trufflur sem borðaðar voru um kvöldið. „Það var ógleymanleg máltíð,“ segja þau. „Fékk gæsahúð við smökkunina“ HJÓNIN Í GOTT Í VESTMANNAEYJUM, ÞAU SIGURÐUR GÍSLASON OG BERGLIND SIGMARSDÓTTIR, SKELLTU SÉR Í DRAUMAFERÐINA TIL TOSCANA Á ÍTALÍU. ÞAR VAR FARIÐ Á ÓLÍFUOLÍUSLÓÐIR OG LEITAÐ AÐ TRUFFLUM. EINNIG ÞRÆDDU ÞAU VEITINGASTAÐI OG SMÖKKUÐU ÍTALSKAN MAT EINS OG HANN GERIST BESTUR. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Í Flórens voru sælkerabúðir á hverju götuhorni. Hjónin skelltu sér í ólífuolíusmökkun og urðu margs vísari. Ólífuolíubúgarðurinn var í fallegu umhverfi. Tagliatelle með hvítu trufflunum sem þau tíndu. * Það er goðsögnað bara svínséu notuð í þessa leit. Í dag er aðeins notast við sérstaka hunda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.