Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 49
15.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 Kirkjubíó verður með lif- andi orgelleik í Hafnarfjarð- arkirkju á morgun, sunnu- dag, klukkan 17. Sýnd verð- ur kvikmyndasyrpa sem Erlendur Sveinsson hefur sett saman og undir leikur organisti kirkjunnar, Guð- mundur Sigurðsson. 2 Efnt verður til málstofu á Kjarvalsstöðum í dag, laug- ardag, klukkan 15 í tilefni sýningarinnar „Kvennatími – Hér og nú þrjátíu árum síðar“. Í pall- borði verða þær Brynhildur Þor- geirsdóttir, Erla Þórarinsdóttir og Harpa Björnsdóttir, ásamt GERLU. Anna Jóa leiðir umræður. 4 Karlakórinn Hreimur og Ljótu hálfvitarnir halda sameiginlega tónleika í menn- ingarhúsinu Hofi á Akureyri á laugardagskvöld. Hreimur og Hálf- vitar flytja hvorir um sig nokkur lög, en einnig verður öllu hrært saman. 5 Boðið verður upp á leiðsögn um sýningu Helga Þorgils Friðjónssonar í Hallgríms- kirkju á sunnudag klukkan 14. Fimm krossfestingar, ský og marmari kallar Helgi sýninguna og mun hann ræða við gesti ásamt Rósu Gísladóttur myndlistarmanni og séra Sigurði Árna Þórarinssyni. Á eftir verður boðið upp á kaffi. 3 St. Petersburg Festival Ballet flytur hinn sígilda ballett Svanavatnið í sérstökum hátíðarbúningi, ásamt Sinfón- íuhljómsveit Íslands, í Eldborgarsal Hörpu um helgina, klukkan 15 og 19.30, laugardag og sunnudag. MÆLT MEÐ 1 vinnustofunni eftir að Kjarval lést: „Í köss- unum ægði öllu saman: bréfum, handritum, myndum, dagblöðum, fatnaði, penslum, lit- um, mat, bókum, og mörgu fleiru […] kass- arnir höfðu bersýnilega ekki verið hreyfðir árum saman. Alls urðu kassarnir 153 – og síðan lá fyrir mikið verk að flokka það sem var í kössunum, og langmestur tími fór í að flokka í 12 kassa sem merktir voru Sendi- bréf, skissur, reikningar […] Tóm árituð um- slög, skissubækur, lausar skissur af ýmsum stærðum, sendibréf og uppköst að sendibréf- um, póstkort og heillaóskaskeyti, lausir sneplar, og annað pappírskyns.“ Við fáum nú að sjá og rýna í hluta af þessum blöðum og sneplum listamannsins. Meistari línunnar Í grein sinni í bókinni segir Kristín G. Guðnadóttir listsagnfræðingur að list Kjar- vals „snerti fólk og náði til þess á einstakan hátt, en hvað vinsældir hans varðar skiptir það einnig miklu máli hversu sterk tengsl hann hafði við fólkið í landinu bæði sem ein- staklingur og listamaður“. Kristín segir Kjarval réttilega hafa verið kallaðan meist- ara línunnar, eins og fjölbreytileg rissin bera vitni um, og hafi teikningin verið „órjúfandi hluti af sköpunarferli verka hans“. Við að skoða þennan mikilvæga þátt í ævi- starfi listanmannsins, þar sem texti og myndir verða eitt, hvarflaði hugurinn til orða breska fagurfræðingsins Johns Ruskin, sem taldi jafnvel enn mikilvægara að fólk lærði að teikna en skrifa, því aðeins þannig gæti það fyllilega túlkað og tjáð upplifanir sínar í heiminum og lífið sem það lifði. Eins og við sjáum að Jóhannes Kjarval gerði alla sína löngu starfsævi. „Þetta fuglabréf sendi ég mínum hágöfuga vini Meistara Guðmundi Davíðssyni – sem einu sinni var á Þingvöllum ásamt alúðar kveðjur og hugheilar óskir um að alt hefði átt að geta verið sem best.“ Hér skrifar listamaðurinn nafn sitt aftur og aft- ur, án þess að bæta Kjarval þar við. Á þessu rissi, sem mögulega sýnir Selfljót á Héraði, hefur Kjarval skrifað: „geymdu hitt“. Hér má sjá kveðju upp á frönsku, til konu og karls: „Mersi góða / Mersi góði“. Stefnuskrá Jóhannesar Kjarval? Í skissubók sem varðveitt er í Listasafni Reykjavíkur hefur hann skrifað aftur og aftur orðið starfa. Og hann var líka sífellt að, málaði, skrifaði, skissaði … Á sendibréf ritað á þunn gegnsæ blöð hefur listamaðurinn dregið upp bláa mannsmynd. „Lítil mús! Liggur hér fótum troðin við hvers manns dyr,“ stendur við einfalda teikningu. Oft liggur Kjarval mikið á hjarta og ritar hugs- anir í belg og biðu í bland við teikningar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.