Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 43
búinn öflugum ljósabúnaði og lýsti skipið upp hlíðina meðan myrkrið var mest. Segja skipverjar það tvímælalaust hafa hjálpað til við leitina. Áhöfnin var prýðilega útbúin til leitarinnar við þessi erfiðu skilyrði; menn voru vel skó- aðir og klæddir vinnuflotgöllum sem veittu gott skjól. Ekki mun þó hafa verið auðvelt að grafa í þeim klæðum. Það kom sér vel að skipið hafði verið nokkra daga í vari og menn fyrir vikið vel úthvíldir. Fyrst um sinn gerðu menn sér enga grein fyrir afleiðingum flóðsins; það sást einfald- lega ekki neitt. Þegar birti og sljákkaði að- eins í veðrinu blasti eyðileggingin hins vegar við. Félagarnir segja enga leið að lýsa henni með orðum. „Þá kom sjokkið. Til að byrja með gerðum við okkur enga grein fyrir hættunni sem við vorum í. Kannski eins gott. Þarna voru ofboðsleg öfl á ferð,“ segir Birg- ir. Pétur rifjar upp að sér hafi létt mikið þeg- ar loksins sást upp í Skollahvilftina en hlíðin mun hafa verið gjörsamlega hreinsuð af snjó. Friðgeir tekur undir þetta. „Maður sá sárið sem flóðið hafði skilið eftir sig í hlíðinni. Það var léttir.“ Þeir segja að súrrealískt hafi verið að sjá raflagnir standa út úr molnuðum veggjum og átakanlegt að finna persónulega muni fólks á stangli í rústunum. Þeir nefna í því sam- bandi skartgripi, ljósmyndir og peningabauk sem fannst í einu húsinu. Þá kom stráheil kristalsskál upp úr öðru húsi. Hvernig í ósköpunum sem það gat staðist. Seinna kom í ljós að mörg börn höfðu verið skírð upp úr skálinni. Vegir Guðs eru sannarlega órann- sakanlegir. Minnti á Hiroshima Þá höfðu tré slitnað upp með rótum og töfðu moksturinn. Grafið var af varfærni í snjón- um enda vitað af fólki undir sköflunum. „Maður hafði aldrei upplifað neitt þessu líkt. Eyðileggingin minnti einna helst á myndir frá Hiroshima,“ segir Ólafur og Birgir bætir við að í sumum húsanna hafi ekkert verið eftir nema parketið. Hluti hópsins tók þátt í björgunarstarfi á Hjallavegi 10, þar sem heillar fjölskyldu var saknað; þrítugra hjóna og barna þeirra þriggja, á aldrinum eins til fjögurra ára. Foreldrarnir og tvö barnanna fundust skömmu eftir hádegi. Þau voru öll látin. Yngsta barnið fannst ekki fyrr en morguninn eftir, líka látið. „Það var ofboðslega erfitt að finna ekki yngsta barnið strax og geta ekki sameinað fjölskylduna,“ segir Raggi Óla. Þeir rifja upp þegar Raggi Óla gróf eitt barnanna upp úr rústunum og rétti það lækni, sem var viðstaddur. Þeir segjast aldr- ei gleyma svipnum á lækninum þegar hann tók við lífvana barninu og hvarf með það inn í sortann. Síðan héldu þeir áfram að grafa. „Vonin um að finna einhvern á lífi hélt okkur gangandi,“ segir Raggi Óla en sama snjónum var mokað aftur og aftur. Í rústum annars húss fannst sambýlisfólk látið. Það hafði fært sig yfir í stofu hússins en eina herbergið sem slapp var einmitt hjónaherbergið. Þau geta verið kaldhæðin, örlögin. Í enn öðrum rústum fundust hjón í rúmi sínu, hafa líklega bara lagst til svefns og ekki vitað meir. Öndunarbráðnun í snjónum Áhöfnin veitti því athygli að hjá að minnsta kosti einum hinna látnu var öndunarbráðnun í snjónum sem benti til þess að viðkomandi hefði ekki látist samstundis. Það reyndi á mannskapinn. Alls tók áhöfnin á Pétri Jónssyni þátt í að grafa upp átján af þeim tuttugu sem létust í flóðinu. Enginn þeirra bjó að reynslu í þeim efnum og ekki með neinum hætti hægt að búa sig undir það að koma niður á liðið lík. Friðgeir segir lyktina til dæmis lifa sterkt í minningunni, eins litinn á fólkinu. Hann var helblár. Þeir viðurkenna að verkefnið hafi verið gríðarlega erfitt, andlega og líkamlega, en það hvarflaði eigi að síður ekki að nokkrum manni að gefast upp. Raggi Óla minnist þess að hafa hugsað með sér: „Gerðu þitt besta, drengur! Meira er ekki hægt.“ 45 manns voru í húsunum nítján sem flóð- ið féll á. 25 komust lífs af, 21 bjargaðist af sjálfsdáðum og björgunarmenn grófu fjóra upp úr snjónum. Ein þeirra var Sóley Ei- ríksdóttir, ellefu ára, og tóku skipverjar á Pétri Jónssyni þátt í því. Einn þeirra, Ing- þór Sigurðsson, hélt í höndina á henni með- an hún var losuð upp úr snjónum. Hann treysti sér ekki til að taka þátt í þessu við- tali. Skipverjar segja björgun Sóleyjar hafa verið mikinn móralskan sigur og gefið mönnum aukakraft við leitina. „Við fund- um stúlku á lífi, við fundum stúlku á lífi,“ Neyðarsigling. Pétur Jóns- son RE-69 í hafrótinu. Myndin er samsett eftir lýsingum og upplifun skip- verja af siglingunni. Bolungarvík Hnífsdalur Ísafjörður Siglingaleiðin Flateyri Suðureyri Grænahlíð Snjóflóðið hreif heilu húsin með sér, sáralítið stóð eftir af öðrum. Í fjarska má sjá lýsingu frá skipi, mögulega Pétri Jónssyni RE. 15.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 Aðalsteinn Ólafsson Andrés Magnússon Benedikt Aðalsteinsson Einar Sturluson Erlingur Birgir Kjartansson Friðgeir Bjarkason Gunnar Stefánsson Kristján Sigurður Pétursson Ingþór Sigurðsson Jósef Matthíasson Magnús Þórarinn Öfjörð Ólafur William Hand Pétur Blöndal Pétur Stefánsson Ragnar Þór Ólason Rúnar Jónsson Sigurður Þórsson Steingrímur E. Felixson Viðar Gíslason Þorsteinn Jónsson Áhöfnin á Pétri Jónssyni RE-69 Frá minningarathöfn sem haldin var í kirkjunni á Flateyri að kvöldi hinna voveiflegu viðburða. Þá var eitt lítið barn ennþá ófundið og menn héldu í vonina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.