Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.11. 2015 Fjölskyldan Krakkafréttir á RÚV eru kærkomin viðbót við barnaefni í sjónvarpi.Fréttirnar eru á dagskrá mánudag til fimmtudag kl.18.50 og svo eru allir fréttatímar vikunnar endursýndir á laugardagsmorgnum kl.10.20. Fréttatímarnir eru fræðandi og skemmtilegir. Kærkomnar krakkafréttir SKEMMTILEG INNIVERA Skjálaust skammdegi ÞAÐ ER VIÐBÚIÐ AÐ FRAMUNDAN SÉU DAGAR ÞAR SEM VIÐRAR LÍTIÐ TIL ÚTIVERU. ÞAÐ ER FREISTANDI AÐ LEYFA KRÖKKUNUM AÐ KÚRA SIG FYRIR FRAMAN SJÓNVARPIÐ EÐA HANGA Í TÖLVUNNI EN OFT ER HÆGT AÐ FINNA EITTHVAÐ MIKLU SKEMMTILEGRA AÐ GERA. Fjölskyldumeðlimir eru: Hjalti Kristinn, 7 ára, Kristján Skírnir, bráðum 11 ára, Gerður Kristný rithöfundur og Kristján B. Jónasson, bókaútgefandi í Crymogeu. Þátturinn sem allir geta horft á? „Við horfum iðulega saman á Útsvarið. Stund- in okkar stendur líka fyrir sínu. Eftir fá- einar vikur rennur síðan upp rétti tíminn til að horfa saman á jólamyndina Nation- al Lampoon‘s Christmas Vacation með Chevy Chase. Það er árviss viðburður að horfa á hana á aðventunni.“ Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öll- um? „Á laugardögum eldar Kristján oft lasagna. Þótt það bragðist aldrei tvisvar eins er það alltaf jafn- ljúffengt.“ Skemmtilegast að gera saman? „Okkur finnst gaman að fara í leik- hús, bíó og í ferðalög. Oftast er farið norður í Skagafjörðinn þar sem fjöl- skylda Kristjáns býr. Í sumar brugðum við okkur síðan til London þar sem við heimsóttum m.a. Harry Potter kvik- myndaverið, The Tower of London og heilsuðum upp á risaeðlubeinagrindur.“ Borðið þið morgunmat saman? „Já, það gerum við. Yngri kynslóðin fær sér morgunkorn en sú eldri kaffi og ávexti. Allir taka hins vegar lýsi.“ Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægra- styttingar? „Við höfum óskaplega gaman af borð- spilum og erum miklir aðdá- endur Spilavina. Þangað för- um við stundum til að læra ný spil. Heima hjá okkur spilum við aðallega lúða- spil, Stratego og King of Tokyo sem eru bæði feiki- skemmtileg.“ EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR Borðspilaaðdáendur sem bíða eftir Chevy Chase Vissulega þarf ekki að segja nein- um að það að lesa bók með börn- unum sé góð tómstundaiðja en hvað með að taka þetta skrefinu lengra og fá barnið eða börnin til að setja upp leikrit upp úr bókinni eða einstök atriði. Í því felst að þurfa að finna búninga, fá hug- myndir, stilla upp leikmunum, æfa og sýna. Dágóð stund og hægt að gleyma sér lengi í þessu. For- eldrar mega auðvitað reyna að fara í inntökupróf og fá hlutverk eða bíða spennt í hlutverki áhorf- enda. Klassísk ævintýri eru til dæmis vel til þessa fallin, svo sem Rauð- hetta, Gullbrá og birnirnir þrír (bangsar geta auðveldlega leikið hlutverk ef barnið er eitt) eða ein- hver gömul og góð íslensk þjóð- saga svo sem Búkolla. Leikið bókina Morgunblaðið/G.Rúnar Klassískur innileikur er að draga fram öll teppi og púða og leyfa virkis- og húsasmíði á góðu plássi. Þeir sem vilja hafa allt í röð og reglu verða að bíta á jaxlinn enda leikurinn þess virði. Nýr vinkill á þennan leik er að foreldrar leggi sig extra fram og hengi léttar snúrur yfir herbergið (krefst auðvitað króka en það er ekki mikið mál að koma þeim upp með smáfyrirvara) og leyfi börn- unum að búa til hálfgerð tjöld með því að leggja lök á milli og festa þau með þvottaklemmum. Krókana þarf ekkert að taka niður en snúrurnar má svo geyma inni í skáp þess á milli. Þeir sem eiga gott, hreint og rúmgott þvottahús geta líka leyft að búa til tjaldvirki þar inni og nota þvottasnúrurnar í tjaldgerð- ina. Inn í þessi litlu athvörf má svo fara með nesti, liti, vasaljós og það sem fólki dettur í hug til að gera leikinn skemmtilegri. En það má líka kaupa tilbúin tjöld til að hafa innandyra, svo sem í IKEA. Meiri metnaður í virkið Þetta er ótrúlegt skemmtilegt og krefst þess að eiga pappa- kassa og tússliti en yfirleitt er það ekki mikið vandamál. Hafið kassann fremur rúm- an þannig að barnið geti auðveld- lega legið í kassanum og athafn- að sig og látið það hafa litina. Það má svo myndskreyta kassann að innan, skreyta hann eins og lítið „heimili“ og svo má teikna glugga og dyr utan á kassann. Jafnvel er hægt að fá hjálp for- eldranna við að klippa hurðir og glugga á kassann. Aðal- skemmtunin er yfirleitt skreyt- ingin innan í kassanum enda eitt- hvað notalegt við að liggja í litlu pappahúsi í næði. Og ekki er verri tilfinningin að maður geti „krassað“ hvar sem er. Pappakassi og tússlitir Það er klassísk uppástunga að baka eitthvað eða elda góða máltíð þegar fólki leiðist innandyra. En hvað með að prófa að leita sér upplýs- inga um þjóðarrétti einhverra landa og prófa að elda þá? Þannig má gera þetta að sannkallaðri menningarstund og læra eitthvað nýtt um leið og bragðlaukarnir eru gladdir. Svo má líka breyta þessu í þjóðarköku – jafnvel leita ekki langt yfir skammt heldur baka þjóðarköku Norðmanna, sem þeir kalla einfaldlega „Verdens beste“ á norsku. Uppskriftina má finna víða á netinu. Bakið þjóðar- köku Hér kemur skjár að vísu við sögu en á afar skapandi og uppbyggilegan hátt. Í myndaalbúmum er eflaust að finna fjöldann allan af myndum úr hvers- deginum, stórhátíðum og sumarfríum. Hægt er að hlaða niður forritum á spjaldtölvur og síma svo sem Pronto sem gera notendum kleift að skrifa inn svolítinn texta með myndunum. Leyfið krökkunum að útbúa slíka texta – oft mjög skemmtilegt að sjá hvað þau hafa að segja um hvað var að gerast hverju sinni og frábær heimild fyrir framtíðina þegar minningarnar eru kannski farnar að mást út. Skrifið myndatexta Krökkum finnst oft ótrúlega gaman að leikjum sem krefjast þess að þau giski á eitthvað, eða að fá einhverjar þrautir til að leysa úr. Skemmti- legur leikur til þess er finna góðan taupoka og velja ofan í hann 10-12 smáhluti sem er kannski ekki auð- velt að finna út úr hvað eru nema horfa á þá. Þeim er svo blandað í pokann og sá sem dregur úr þeim einn hlut í einu er með bundið fyrir augun og á að giska út frá því að koma við hlutina hvað þeir eru. Skorað á skynfærin Jólin eru á næsta leiti og þótt mörgum þyki of snemmt að fara að föndra er hægt að gera eitt sem mjög margir eru á síðustu stundu með en það er að út- búa heimagerða merkimiða á pakkana – og enda á að kaupa þá rándýra stundum. Flestir vita hverjum þeir ætla að gefa gjafir svo það er um að gera að nýta krafta yngstu kynslóð- arinnar í að klippa, lita og skrifa á merkimiða og hafa þá tilbúna á góðum stað í skúffunni rétt fyrir aðfangadag. Annað sem er líka ekkert að því að byrja á núna er að föndra dagatal því það þarf jú að byrja að opna það 1. des- ember. Það getur jafnvel verið dagatal gert af barni fyrir fullorðinn. Kannski bara lítið ljóð eða mynd sem er svo rað- að í 24 umslög sem eru svo opnuð eitt og eitt í einu á morgnana í desember. Dagatalið undirbúið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.