Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.11. 2015 Bækur Fjallkonan heitir ný skáldsaga eftir Ingi-björgu Hjartardóttur, fjórða bók henn-ar, en síðast kom Hlustarinn fyrir fimm árum. Í bókinni segir frá Ríkeyju sem missir föður sinn í snjóflóði, en hann var for- ingi bændanna í dalnum í baráttu gegn virkj- un sem drekkja átti stórum hluta af sveitinni. Fimmtíu árum eftir þá atburði snýr Ríkey aftur á æskustöðvarnar til að fylgja móður sinni til hinstu hvílu og þá vakna minningar bernskuáranna. Ingibjörg segist hafa byrjað að skrifa Fjallkonuna fyrir fjórum árum, enda segist hún vera lengi með hverja bók, „ég er hægur rithöfundur“, segir hún og kímir, en bætir svo við að þó skrifin hafi hafist fyrir fjórum árum sé aðdragandi að bókinni miklu, miklu lengri. „Ég er búin að vera með þessa hug- mynd í kollinum svolítið lengi, allt frá því ég var tólf ára og var í heimavistarskólanum í dalnum heima. Með mér og tvíburasystur minni var í herbergi æskuvinkona mín, sem ég tileinka þessa bók. Eitt kvöldið þegar við vorum háttaðar fór hún að segja okkur frá dauða föður síns, en hann fórst í snjóflóði þegar hún var pinkulítil. Ég tók þetta svo inn á mig, fannst þetta eitthvað það skelfileg- asta sem gæti hent barn að missa foreldra sína og það að missa föður sinn í snjóflóði, en það höfðu fallið mannskæð snjóflóð í Svarf- aðardal og var oft talað um þau,“ segir Ingi- björg en hún fæddist í Svarfaðardal og ólst þar upp og býr reyndar enn í dalnum, þó hún haldi líka heimili syðra. „Þegar hún sagði mér frá þessu og lýsti því hvernig hann hefði verið borinn heim og lagður á dívan í stofunni hugsaði ég: ein- hvern tímann mun ég skrifa um þetta bók. Hugmyndin er því svona gömul og mér hefur oft orðið hugsað til þessa atviks,“ segir Ingi- björg. „Ég held að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem ég fann að mig langaði til að skrifa, en svo fór ég ekki að skrifa fyrr en til- tölulega seint, eins og svo margar konur, þegar ég fór að skrifa leikrit fyrir Hugleik.“ Eins og fram kemur er söguhetja bók- arinnar Ríkey sem er tíu ára þegar faðir hennar ferst, en vinkona Ingibjargar var mun yngri þegar hún missti föður sinn. Rík- ey er þó ekki bara tíu ára í bókinni, því hún er líka um sextugt, heimsborgari sem snýr aftur á æskuslóðirnar í fyrsta skipti í fjölda ára og þá rifjast upp fyrir henni tíminn sem hún gróf innra með sér og er meira og minna búin að gleyma. - Það kemur og í ljós í bókinni að minn- ingar Ríkeyjar sextugrar rímar ekki alveg við raunveruleikann, það er eins og hún sé að afneita fortíðinni þar til þar kemur að hún þarf að horfast í augu við staðreyndir. „Það birtist líka í því að hún talar um sjálfa sig í þriðju persónu þegar hún rifjar upp gamla tímann,“ segir Ingibjörg og vitnar í bókina: „Það litla sem ég veit er það sem ég man sjálf og þá sé ég mig alltaf utan frá, ég sé fyrir mér stelpuna Ríkeyju, mér finnst hún ekki vera ég heldur einhver önnur stelpa.“ Eins og Ingibjörg lýsir því sjálf þá taka skrifin sinn tíma og hún segist einfaldlega þurfa þann tíma sem hún tekur sér. „Það er ekki það að skrifin séu erfið og ég sitji föst heldur breyti ég mjög miklu þegar ég er að skrifa. Ég er ekki með með neina fyrirfram ákveðna hugmynd um söguna þegar ég byrja, heldur spinnst hún á meðan ég skrifa. Í þessari bók nota ég atburði sem gerðust, en fer mjög frjálslega með þá.“ Á kápu Fjallkonunnar kemur fram að út- gáfuréttur á bókinni hafi verið seldur til Þýskalands og hún verður þá fjórða skáld- saga Ingibjargar sem gefin er út á þýsku. Hún lætur vel af þeirri útgáfu og segist hafa farið nokkrar ferðir til Þýskalands að lesa upp úr bókunum, en hún og Ragnar Stef- ánsson, eiginmaður hennar, hafa haft það fyrir sið undanfarin ár að dvelja í Berlín yfir sumartímann. „Þar hef ég myndað ákveðið tengslanet sem er nauðsynlegt í þessum bransa og er oft beðin um að lesa upp víða í Þýskalandi. Það er ótrúlega skemmtilegt, en ég þyrfti bara að vera betri í þýskunni,“ seg- ir hún og kímir, „en ég er að vinna í því en það gengur heldur hægt, en það gengur. Ég er betri í ár en ég var í fyrra og ég var betri í fyrra en hitteðfyrra. Framfarirnar mælast nú í árum en ekki dögum eins og í gamla daga.“ Hvað útgáfu í öðrum löndum varðar þá er sitthvað í gangi að sögn Ingibjargar, þó ekki sé neitt fast í hendi, og hugsanlegt að fram- undan sé útgáfa á frönsku og norsku. „Það er mestur áhugi á íslenskum bókmenntum í Þýskalandi, við erum enn í sviðsljósinu þar frá því þegar Ísland var í aðalhlutverkinu í Frankfurt 2011, en þegar búið er að þýða bók á eitt erlent mál þá verður auðveldara að vekja áhuga útgefenda á öðrum málsvæðum.“ UNDIR FJALLKONU Gömul hugmynd verður að bók Hugmyndin sem varð að Fjallkonunni var fyrsta vísbending þess að Ingibjörg Hjartardóttir vildi verða rithöfundur. Morgunblaðið/Eva Björk Í NÝRRI SKÁLDSÖGU INGIBJARGAR HJARTARDÓTTUR, FJALLKONUNNI, SEGIR HÚN ÖRLAGASÖGU AÐ NORÐAN OG HVERNIG MINNIÐ LEIKUR Á OKKUR, ÞÁ EKKI SÍST ÞEG- AR VIÐ VILJUM EKKI MUNA. Árni Matthíasson arnim@mbl.is * Þegar hún sagði mérfrá þessu og lýsti þvíhvernig hann hefði verið borinn heim og lagður á dívan í stofunni hugsaði ég: einhvern tímann mun ég skrifa um þetta bók. Ragnar Jónasson vakti athygli fyrir fyrstu bók sína,Falska nótu, sem segir frá guðfræðingnum Ara Þórsem flækist inn í morðmál. Ari sneri aftur í Snjóblindu, þá orðinn lögreglumaður á Siglufirði, og síðan aftur og aftur, en alls eru bækurnar um hann orðnar sex. Í nýrri skáldsögu Ragnars, Dimmu, er þó söguhetjan önnur, í sess Ara er komin lögreglukonan Hulda og sögusviðið hefur færst suður. Ragnar segist hafa verið orðinn eilítið þreyttur á Ara, hann hafi verið búinn að lifa með honum í sex ár og Ari sé erfiður í sambúð. „Mér fannst kominn tími til að breyta að- eins til og svo vildi ég líka gefa Siglufirði smá hvíld. Ég er þó ekki hættur að skrifa um Ara, er með bók í huga um hann sem ég skrifa væntanlega á næsta ári eða þarnæsta.“ Hulda Hermannsdóttir, aðalpersóna Dimmu, fær líka að lifa lengur, ef svo má segja. „Ég hef verið með Huldu í huga í nokkurn tíma, hef verið að móta persónuna í huganum og er með aðra bók í smíðum um hana, er reyndar byrjaður á henni, en sú bók gerist nokkrum árum fyrr en Dimma.“ Í Dimmu fæst Hulda við gamalt mál sem snýr að ungri konu sem kemur hingað til lands sem flóttamaður og finnst látin í fjörunni á Vatnsleysuströnd. Hún hefur því nokkuð sterka vís- un í nútímann og vandamál flóttamanna, en Ragnar segir það tilviljun. „Flóttamannafléttan í Dimmu var skrifuð löngu áður en þau mál komust í hámæli og ég var þannig búinn með bók- ina áður en þessi alda af fréttum gekk yfir okkur. Ég ákvað þó að breyta bókinni ekki, heldur halda mig við söguþráðinn, enda eru flóttamennirnir í henni leið til að koma að vangaveltum mínum um fordóma og það hvernig þeir birtast á Íslandi gagn- vart flóttamönnum og þeim sem minna mega sín. Það er því miður satt að það er litið aðeins niður á þessa aðila í kerfinu.“ Eins og fram kemur starfar Ragnar sem lögmaður og að- spurður hvort hann dreymi um að snúa sér að bókaskrifum eingöngu segist hann kunna afskaplega vel við sig í lögmanns- starfinu. „Mér finnst líka frábært að skrifa og auðvitað er það draumur að einhverju leyti að hafa meiri tíma til þess, en það er mjög gott að gera hvort tveggja.“ Hulda glímir við gamalt mál Ragnari Jónassyni finnst frábært að skrifa, vill gjarnan hafa meiri tíma til þess, en kann því líka vel að vera lögmaður. Morgunblaðið/Eva Björk DIMMA HEITIR NÝ GLÆPASAGA EFTIR RAGNAR JÓNASSON, EN ÓLÍKT FYRRI BÓKUM HANS ÞÁ ER LÖGREGLUMAÐURINN ARI ÞÓR OG SIGLUFJÖRÐUR EKKI Í AÐALHLUTVERKI. Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.