Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 28
Umhverfis jörðina á 110 flöskum Morgunblaðið/Ásdís Steingrímur Sigur- geirsson fer með les- andann í ferðalag um heim allan í nýrri bók. S teingrímur hefur áður skrif- að um vín en nálgast við- fangsefnið á annan hátt í þetta sinn. „Þetta er allt öðruvísi bók. Í hinum var frekar verið að kafa ofan í einstök svæði, farið yfir víngerðina, hvernig á að bera fram vín með mat og allur sá pakki. Hérna er er ég að segja sögur í gegnum 110 vín. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni en það erfiða var að finna þau 110 vín sem ég vildi segja frá,“ segir Stein- grímur. Erfitt að velja á milli vína Mikil vinna liggur í því að ákveða hvaða vín, af öllum tegundum heims, ættu að rata í bókina. „Svo byrjaði ég að velja vínin og fyrstu áttatíu gengu rosalega vel en þeg- ar það voru tuttugu eftir fór þetta að vera erfitt. Það voru kannski áttatíu í viðbót sem ég hefði viljað segja frá. Rosalega erfitt að velja á milli. En það sem ég vildi gera var að hafa mikla breidd, bæði land- fræðilega og stílfræðilega og segja söguna í gegnum þessi vín,“ segir hann. Myndskreytt af listakonum Þrjár listakonur myndskreyta bók- ina og er hún ekki síður myndlist- arbók en vínbók. Þær Rán Flygen- ring, Lóa Hjálmtýsdóttir og Sigga Björg skiptu með sér verkum og fylgir ein mynd hverri vínflösku. „Það var svo frábærlega gaman í öllu þessu ferli að sjá hvernig þær tóku textann frá mér og gæddu hann lífi. Ég var alltaf afskaplega spenntur að sjá hvernig mynd myndi koma varðandi eitthvert til- tekið vín. Þær nálguðust þetta all- ar á ólíkan hátt, hafa allar sinn sérstaka stíl. Maður sér það á myndunum að þær settu sig vel inn í hvert vín og tókst að fanga það mjög vel í mynd. Mér finnst það gera alveg svakalega mikið fyrir bókina. Ég man ekki eftir að hafa séð vínbók af þessu tagi neins staðar og hef ég séð þær margar,“ segir hann. Sum vín þarf fólk að smakka Steingrímur á erfitt með að velja á milli vína. „Ég á ekkert uppáhalds- vín en það eru nokkur vín sem áhugamenn ættu að smakka að minnsta kosti einu sinni um ævina. Eins og La Tour og Búrgúnda- vínin,“ segir hann. Í bókinni má finna vín við allra hæfi. „Sum þessi vín eru bara stórkostleg vín en önnur eiga sér einhverja sögu. Þarna eru einföld vín upp í bestu vín veraldar.“ NÝ BÓK UM VÍN * Rosalega erfitt aðvelja á milli. En þaðsem ég vildi gera var að hafa mikla breidd, bæði landfræðilega og stíl- fræðilega og segja söguna í gegnum þessi vín FÁIR HÉR Á LANDI ÞEKKJA VÍN JAFN VEL OG STEINGRÍMUR SIGURGEIRSSON. ÚT ER KOMIN BÓK SEM ALLIR VÍNUNNENDUR VERÐA AÐ EIGNAST EN STEIN- GRÍMUR FER MEÐ LESANDANN UM HEIMINN Á 110 FLÖSKUM, EINS OG TITILL BÓKARINNAR GEFUR TIL KYNNA. BÓKIN ER FALLEGA MYNDSKREYTT EN ÞRJÁR LISTAKONUR FENGU ÞAÐ VERKEFNI AÐ TÚLKA VÍNIN Í MYNDLIST. ÚT- KOMAN ER GLÆSILEG BÓK FYRIR ALLA FAGURKERA. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.11. 2015 Matur og drykkir Ármúla 26 | 108 Reykjavík | Sími 578 4400 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.