Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 51
Fyrstu þrjár skáldsögur rússneska rithöfundarins Lev Tolstoj voru þríleikurinn Bernska, Æska og Mann- dómsár. Þær hafa komið út á vegum Uglu í þýðingu Áslaugar Agnarsdóttur, en eru nú gefnar út saman í einu bindi með ítarlegum inngangi Áslaugar um lífs- hlaup Tolstojs og verk hans. Í innganginum kemur fram að fyrsta skáldsaga Tol- stojs hafi einmitt verið Bernska, sem kom út undir dulnefni 1852, en síðan fylgdu Æska og Mann- dómsár. Tolstoj ætlaði sér að hafa bindin fjögur, en það fjórða kom aldrei út. Seinni bindin tvö eru eins- konar framhald af Æsku, en bækurnar rekja uppvaxt- arár Níkolajs Petrovítsj Írtenjev sem er tíu ára þegar bókaröðin hefst og við það að hefja háskólanám þeg- ar henni lýkur. Tolstoj samdi dög að fjórðu bókinni sem hann nýtti síðar í skáldsöguna Kósakkarnir, en þar er söguhetjan önnur og hún kom út nokkru síðar. Tolstoj var ekki nema 23 ára gamall þegar Bernska kom út, en bókin vakti mikla athygli í Rússlandi fyrir augljósa hæfileika höfundar. Meðal þeirra sem dáðust að verkinu var Dostojevskí og bækurnar þrjár eru taldar hafa haft áhrif á Maxím Gorkí sem sjá megi stað í æviminningaþríleik hans og jafnvel á fyrstu skáldsögu James Joyce, A Portrait of the Artist as a Young Man, sem kom út 1919. Sögurnar eru byggðar að mörgu leyti á atburð- um í lífi Tolstojs þó þær séu skrifaðar sem skáld- sögur. Ýmsar persónur í bókunum eru greinilega byggðar á fólki sem Tolstoj umgekkst og þekkti, til að mynda bregður foreldrum hans fyrir í bók- unum og eins systkinum, en Tolstoj lagði á það mikla áherslu að verkið væri skáldskapur. Í inngangi Áslaugar kemur fram að þessar bækur þrjár hafi um margt lagt grunninn að þeim rithöfundi sem Tolstoj varð og í þeim sé hann að fjalla um málefni sem voru honum nærri alla tíð: „Í sögunni er að finna einlæga samúð Tolstojs með þeim sem lægra voru settir, hugleiðingar um uppeldi barna, fjölskyldulíf, trúmál, líf og dauða, gott og illt, eigingini og sjálfselsku. Allt eru þetta efni sem Tolstoj átti eftir að fjalla nánar um í seinni bókum.“ BERNSKA, ÆSKA OG MANNDÓMSÁR Grunnurinn að ævistarfi Lev Tolstoj var lagður í þríleiknum um æsku hans. 15.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Kamilla Vindmylla og ungling- arnir í iðunni heitir fjórða bók- in í bókaröð Hilmars Arnar Óskarssonar um Kamillu sem hefur viðurnefnið Vindmylla og kölluð Milla Mylla, og vini henn- ar Jakobi, Kötlu, Anton og Felix. Í bókinni segir frá því er Kar- ítas, stóra systir Millu Myllu, fer að haga sér líkt og hún eigi helst heima í japanskri hryllingsmynd, en við sögu koma líka fjögur hundruð fimmtíu og níu sporð- drekar, strákur í sæhestanær- buxum, vitundarvarpa, Lind hinn- ar sindrandi kyrrðar og geimflaug. Erla María Árnadóttir teikn- aði myndir í bókina. Bókabeitan gefur út. Af Kamillu Vindmyllu Rökkurhæðir eru úthverfi borgarinnar Sunnuvíkur og á Hæðinni standa Rústirnar, yf- irgefin fjölbýlishúsalengja. Þar gerist sitthvað dularfullt og óttalegt eins og rakið hefur verið í bókaflokknum sem heit- ir eftir úthverfinu, en nýjasta bókin í röðinni, Atburðurinn, kom út í vikunni. Í bókinni, sem er sjöunda og síðasta bókin um Rökkurhæðir, segir frá Mar- gréti sem lendir í Hæðabyggð, blokkinni sem gengur undir nafninu Rústirnar, eftir átök við hættulega veru og smám saman kemst hún að því hvers vegna fullorðna fólkið talar alltaf í hálfum hljóðum um það sem gerðist í Rústunum. Höfundar bókarinnar eru þær Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir. Útgef- andi er Bókabeitan. Sjöunda og síð- asta bókin um Rökkurhæðir Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir. Morgunblaðið/Styrmir Kári Mikið úrval íslenskra barnabóka BÆKUR FYRIR BÖRN EINS OG SJÁ MÁ Á FRÉTTUNUM HÉR ALLT UM KRING STREYMA ÍSLENSKAR BARNABÆKUR Á MARKAÐ SEM ALDREI FYRR; ÞETTA VERÐUR EF- LAUST MEÐ BESTU BARNABÓKAÁRUM. ÞAÐ MÁ LÍKA SJÁ Í BÓKATÍÐINDUM, EN ÞAR ER AÐ FINNA Á SJÖUNDA TUG ÍSLENSKRA BARNABÓKA OG ERU ÞÝDDAR BÆKUR ÞÁ EKKI TALDAR MEÐ. Randalín og Mundi og afturgöng- urnar heitir barnabók eftir Þórdísi Gísladóttur sem segir frá ævintýrum Randalínar og Munda, en í bókinni búa þau sig undir jólin, grafast fyrir um það hvort veitingahús í Reykjavík sé að selja kattakjöt, komast á snoðir um dul- arfulla veru sem læðist úti að næturlagi og leika í uppvakningakvikmynd. Þór- arinn M. Baldursson myndskreytir bók- ina. Randalín og Mundi og afturgöngurnar Ævintýragarðurinn heitir ný barnabók eftir Jónu Guðbjörgu Torfadóttur. Í bókinni segir frá stöll- unum Sollu og Dóru sem ákveða að fara einar í skólann sinn fyrsta skóla- dag. Þær rata þó ekki í skólann þegar á reyndir og villast í sannkallaðan ævintýragarð þar sem finna má furðuverur – eða hvað? Myndskreytingar í bók- inni eru eftir Bjarna Þór Bjarnason. Sæmundur gefur út. Solla og Dóra í Ævintýragarðinum BÓKSALA 04.-10.NÓV. Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Þýska húsiðArnaldur Indriðason 2 EndurkomanÓlafur Jóhann Ólafsson 3 Þín eigin goðsagaÆvar Þór Benediktsson 4 Víga-Anders og vinir hansJonas Jonasson 5 Vín-Umhverfis jörðina á 110 flöskumSteingrímur Sigurgeirsson 6 Vikkala SólKristín Margrét Kristmannsdóttir 7 Litlar byltingarKristín Helga Gunnarsdóttir 8 MunaðarleysinginnSigmundur Ernir Rúnarsson 9 HundadagarEinar Már Guðmundsson 10 Matreiðslubókin mín og MikkaWalt Disney Barnabækur 1 Þín eigin goðsagaÆvar Þór Benediktsson 2 Vikkala SólKristín Margrét Kristmannsdóttir 3 Ég elska mávaÞorgrímur Þráinsson 4 Mamma klikk!Gunnar Helgason 5 HótelráðgátanMartin Widmark 6 Grimmi tannlæknirinnDavidWalliams 7 Stelpur-10 skref að sterkari sjálfsmyndKristínTómasdóttir 8 Stúfur og snjókarlinnBrian Pilkington 9 Randalín, Mundi og afturgöngurnarÞórdís Gísladóttir 10 Rökkurhæðir 7: AtburðurinnBirgitta Elín Hassel/ Marta Hlín Magnadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.