Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.11. 2015 Ferðalög og flakk „Þetta er leikplanið!“ Töflufundur með eigandanum, Garðari Guðmundssyni. D arren Huckerby, 39 ára miðherji öldungaliðs Norwich City, fær langa og háa sendingu fram völlinn. Eins og manni sem á að baki 465 leiki sem atvinnumaður sæmir drepur hann tuðruna niður á túkalli. Eðlið býður honum ekki annað en að leggja strax til atlögu við markið. Til varnar er Franz Ploder, 58 ára miðvörður Gróttu, kominn alla leið til Norwich úr fá- sinninu á Seltjarnarnesi. „Ég renni mér bara utan á þennan gaur,“ hugsar Huckerby, einn fljótasti leikmaðurinn sem leikið hefur í ensku úrvalsdeildinni, með sér og skiptir um gír. Veðbankar eru ekki á bandi gestsins frá Íslandi í þess- ari rimmu en Franz er þó hvergi af baki dottinn, grefur eins djúpt og honum er mögulega auðið í vík- ingaeðlið og fylgir miðherjanum eftir – öllum að óvörum. Aðallega þó honum sjálfum. Líkt og Skarp- héðinn forðum tekst Franz á loft, stekkur í veg fyrir Huckerby og ýt- ir knettinum aftur fyrir endamörk. Hornspyrna og almannavarnir lækka viðvörunarstigið úr rauðu í appelsínugult. Því miður fyrir Franz og félaga hans í öldungaliði Gróttu var þetta í eina skiptið þetta kvöld sem menn náðu Darren Huckerby. „Hann hef- ur engu gleymt og er ennþá í svakalegu formi,“ segir Pétur Blön- dal, stormsenter Gróttu, og þeir miðvellingurinn Þorsteinn Stef- ánsson, sem einnig tók þátt í leikn- um, eru sammála um að þeir hafi ekki í annan tíma mætt betri leik- manni á velli. „Það er ekki gramm af fitu á manninum og okkur skilst að hann vinni tvítuga stráka enn í spretthlaupum,“ bætir Þorsteinn við. Skoruðu fimm mörk Þeir segja „bakvörðinn sem aldrei sést í vörninni“, Vilhjálm Alvar Halldórsson, hafa kviðið glímunni við Huckerby sérstaklega. Í hót- fyndni sinni sá almættið auðvitað til þess að Vilhjálmur var einn á móti Huckerby strax á fyrstu mínútu leiksins. „Huckerby gleymdi alveg að láta Villa vita að hann ætlaði að hlaupa. Og þegar Villi tók á sprett var eins og hann hreyfðist ekki úr sporunum við hlið hans,“ segir Pét- ur og hlær með bakföllum. „Þá hrópaði ég á Villa að taka hann úr umferð,“ skýtur Þorsteinn inn í og hlær. „Það munaði engu að hann missti alveg lífsviljann. En það lifnaði aftur yfir honum seinna í leiknum þegar ég bauð honum að færa sig á hinn kantinn.“ Þeir muna ekki hvað Huckerby skoraði mörg mörk í leiknum en þau voru mörg. Ef hann skoraði þau ekki, lagði hann þau upp. Nor- wich skoraði átta mörk þetta kvöld en Grótta fimm. Hljómar ekkert svo rosalega illa ef við horfum framhjá þeirri staðreynd að gest- irnir komu tuðrunni í tvígang í eig- ið mark. 10:3 urðu sumsé lyktir leiksins. „Þetta féll þeirra megin,“ segir Pétur sposkur á svip. Hann viðurkennir að það hafi strax sett að gestunum ugg þegar þeir sáu hvað stóð á töflunni í bún- ingsklefa heimaliðsins: Sky is the li- mit!“ Virða ber Gróttu það til vorkunn- ar að helmingur leikmanna Nor- wich var undir fertugu en yngsti Seltirningurinn er 43 ára. Stjórinn „smurði“ menn Í marki Norwich stóð Dean Kiely, sem margir muna eftir með Charl- ton Athletic í úrvalsdeildinni og írska landsliðinu. Þorsteinn gerði sér lítið fyrir og skoraði tvívegis framhjá honum, annað markið beint úr aukaspyrnu. Ólafur Garðarsson gerði þriðja mark Gróttu. Af tillits- semi við sálarlíf sjálfsmarkaskor- aranna verða nöfn þeirra ekki birt hér. Í hjarta varnar Norwich var sjálfur knattspyrnustjóri úrvals- deildarliðs félagsins, Skotinn Alex Neil, sem Guðjón Þórðarson kallaði „Óla Þórðar-týpu“ á síðum þessa blaðs fyrir skemmstu. Pétur og Þorsteinn geta vel kvittað upp á það. Neil gaf engin grið. „Hann hljóp kannski ekki mikið en stjórn- aði uppspilinu og var mest í því að „smyrja menn“. Við fengum að reyna ófáar skoskar skriðtæklingar á eigin skinni. Stundum yfir hálfan völlinn. Neil trúði okkur fyrir því alveg iðrunarlaust eftir leikinn að hann hefði verið að safna mönn- um,“ segir Pétur hlæjandi en Neil er aðeins 34 ára og lék sinn síðasta leik sem atvinnumaður með Hamil- ton Academical í Skotlandi í byrjun þessa árs. Heill mannsaldur er síð- an yngstu Gróttumennirnir léku síðast í meistaraflokki. Hafi þeir á annað borð gert það. Fokillur yfir þessu „Eigandi“ Gróttu, Garðar Guð- mundsson, oft kenndur við rokk, var að sjálfsögðu með í för en hann hefur haldið utan um öldungabolt- ann hjá Gróttu í 31 ár. Garðar seg- ir sína menn hafa gefið sig alla í leikinn en við ofurefli hafi einfald- lega verið að etja. „Ég er fokillur yfir þessu. Í fyrsta lagi vorum við drifnir beint í leikinn eftir langt og strangt ferðalag og í öðru lagi voru flestir leikmenn Norwich miklu yngri en við. Þeir voru gjörsamlega búnir eftir ferðalagið, karlarnir LENGI LIFIR Í GÖMLUM GLÆÐUM „Þetta féll þeirra megin!“ ÖLDUNGALIÐ GRÓTTU Í KNATTSPYRNU HÉLT Í VÍKING UM LIÐNA HELGI OG SÓTTI HEIM HIÐ FORNFRÆGA FÉLAG NORWICH CITY Í ENGLANDI. HART VAR BARIST EN GÖMUL HETJA ÚR ENSKU ÚRVALSDEILDINNI REYNDIST ENGU HAFA GLEYMT OG GERÐI GÆFUMUNINN FYRIR HEIMAMENN. ALLIR GENGU ÞÓ ÓSÁRIR AF VELLI. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Leikmenn Gróttu réðu illa við hinn eldfljóta Darren Huckerby. Eins myndavélin. Gróttumaðurinn Pétur Blöndal og Gylfi Þór Sigurðsson kankvísir í lestinni á leið frá Norwich til Lundúna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.