Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Page 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.11. 2015 Ferðalög og flakk „Þetta er leikplanið!“ Töflufundur með eigandanum, Garðari Guðmundssyni. D arren Huckerby, 39 ára miðherji öldungaliðs Norwich City, fær langa og háa sendingu fram völlinn. Eins og manni sem á að baki 465 leiki sem atvinnumaður sæmir drepur hann tuðruna niður á túkalli. Eðlið býður honum ekki annað en að leggja strax til atlögu við markið. Til varnar er Franz Ploder, 58 ára miðvörður Gróttu, kominn alla leið til Norwich úr fá- sinninu á Seltjarnarnesi. „Ég renni mér bara utan á þennan gaur,“ hugsar Huckerby, einn fljótasti leikmaðurinn sem leikið hefur í ensku úrvalsdeildinni, með sér og skiptir um gír. Veðbankar eru ekki á bandi gestsins frá Íslandi í þess- ari rimmu en Franz er þó hvergi af baki dottinn, grefur eins djúpt og honum er mögulega auðið í vík- ingaeðlið og fylgir miðherjanum eftir – öllum að óvörum. Aðallega þó honum sjálfum. Líkt og Skarp- héðinn forðum tekst Franz á loft, stekkur í veg fyrir Huckerby og ýt- ir knettinum aftur fyrir endamörk. Hornspyrna og almannavarnir lækka viðvörunarstigið úr rauðu í appelsínugult. Því miður fyrir Franz og félaga hans í öldungaliði Gróttu var þetta í eina skiptið þetta kvöld sem menn náðu Darren Huckerby. „Hann hef- ur engu gleymt og er ennþá í svakalegu formi,“ segir Pétur Blön- dal, stormsenter Gróttu, og þeir miðvellingurinn Þorsteinn Stef- ánsson, sem einnig tók þátt í leikn- um, eru sammála um að þeir hafi ekki í annan tíma mætt betri leik- manni á velli. „Það er ekki gramm af fitu á manninum og okkur skilst að hann vinni tvítuga stráka enn í spretthlaupum,“ bætir Þorsteinn við. Skoruðu fimm mörk Þeir segja „bakvörðinn sem aldrei sést í vörninni“, Vilhjálm Alvar Halldórsson, hafa kviðið glímunni við Huckerby sérstaklega. Í hót- fyndni sinni sá almættið auðvitað til þess að Vilhjálmur var einn á móti Huckerby strax á fyrstu mínútu leiksins. „Huckerby gleymdi alveg að láta Villa vita að hann ætlaði að hlaupa. Og þegar Villi tók á sprett var eins og hann hreyfðist ekki úr sporunum við hlið hans,“ segir Pét- ur og hlær með bakföllum. „Þá hrópaði ég á Villa að taka hann úr umferð,“ skýtur Þorsteinn inn í og hlær. „Það munaði engu að hann missti alveg lífsviljann. En það lifnaði aftur yfir honum seinna í leiknum þegar ég bauð honum að færa sig á hinn kantinn.“ Þeir muna ekki hvað Huckerby skoraði mörg mörk í leiknum en þau voru mörg. Ef hann skoraði þau ekki, lagði hann þau upp. Nor- wich skoraði átta mörk þetta kvöld en Grótta fimm. Hljómar ekkert svo rosalega illa ef við horfum framhjá þeirri staðreynd að gest- irnir komu tuðrunni í tvígang í eig- ið mark. 10:3 urðu sumsé lyktir leiksins. „Þetta féll þeirra megin,“ segir Pétur sposkur á svip. Hann viðurkennir að það hafi strax sett að gestunum ugg þegar þeir sáu hvað stóð á töflunni í bún- ingsklefa heimaliðsins: Sky is the li- mit!“ Virða ber Gróttu það til vorkunn- ar að helmingur leikmanna Nor- wich var undir fertugu en yngsti Seltirningurinn er 43 ára. Stjórinn „smurði“ menn Í marki Norwich stóð Dean Kiely, sem margir muna eftir með Charl- ton Athletic í úrvalsdeildinni og írska landsliðinu. Þorsteinn gerði sér lítið fyrir og skoraði tvívegis framhjá honum, annað markið beint úr aukaspyrnu. Ólafur Garðarsson gerði þriðja mark Gróttu. Af tillits- semi við sálarlíf sjálfsmarkaskor- aranna verða nöfn þeirra ekki birt hér. Í hjarta varnar Norwich var sjálfur knattspyrnustjóri úrvals- deildarliðs félagsins, Skotinn Alex Neil, sem Guðjón Þórðarson kallaði „Óla Þórðar-týpu“ á síðum þessa blaðs fyrir skemmstu. Pétur og Þorsteinn geta vel kvittað upp á það. Neil gaf engin grið. „Hann hljóp kannski ekki mikið en stjórn- aði uppspilinu og var mest í því að „smyrja menn“. Við fengum að reyna ófáar skoskar skriðtæklingar á eigin skinni. Stundum yfir hálfan völlinn. Neil trúði okkur fyrir því alveg iðrunarlaust eftir leikinn að hann hefði verið að safna mönn- um,“ segir Pétur hlæjandi en Neil er aðeins 34 ára og lék sinn síðasta leik sem atvinnumaður með Hamil- ton Academical í Skotlandi í byrjun þessa árs. Heill mannsaldur er síð- an yngstu Gróttumennirnir léku síðast í meistaraflokki. Hafi þeir á annað borð gert það. Fokillur yfir þessu „Eigandi“ Gróttu, Garðar Guð- mundsson, oft kenndur við rokk, var að sjálfsögðu með í för en hann hefur haldið utan um öldungabolt- ann hjá Gróttu í 31 ár. Garðar seg- ir sína menn hafa gefið sig alla í leikinn en við ofurefli hafi einfald- lega verið að etja. „Ég er fokillur yfir þessu. Í fyrsta lagi vorum við drifnir beint í leikinn eftir langt og strangt ferðalag og í öðru lagi voru flestir leikmenn Norwich miklu yngri en við. Þeir voru gjörsamlega búnir eftir ferðalagið, karlarnir LENGI LIFIR Í GÖMLUM GLÆÐUM „Þetta féll þeirra megin!“ ÖLDUNGALIÐ GRÓTTU Í KNATTSPYRNU HÉLT Í VÍKING UM LIÐNA HELGI OG SÓTTI HEIM HIÐ FORNFRÆGA FÉLAG NORWICH CITY Í ENGLANDI. HART VAR BARIST EN GÖMUL HETJA ÚR ENSKU ÚRVALSDEILDINNI REYNDIST ENGU HAFA GLEYMT OG GERÐI GÆFUMUNINN FYRIR HEIMAMENN. ALLIR GENGU ÞÓ ÓSÁRIR AF VELLI. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Leikmenn Gróttu réðu illa við hinn eldfljóta Darren Huckerby. Eins myndavélin. Gróttumaðurinn Pétur Blöndal og Gylfi Þór Sigurðsson kankvísir í lestinni á leið frá Norwich til Lundúna.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.