Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.11. 2015 Græjur og tækni Lögreglan í Kaliforníu stöðvaðisjálfkeyrandi bíl frá tækniris-anum Google fyrir að keyra of hægt. Bíllinn keyrði á rúmlega 35 km hraða 60 km svæði. Ekki fylgir fréttum af atvikinu hver fékk sektina, bíllinn eða bílstjórinn. Sjálfkeyrandi bíll stöðvaður Vísindamenn telja sig hafa fundið eldfjöll á dvergplánetunni Plútó en núna eru að berast upplýsingar frá geimfarinu New Horizons sem flaug framhjá Plútó í sumar. „Þetta er stórmerkilegt þótt vís- indamönnum hafi dottið í hug að mögulega gætu fundist eldfjöll á dvergplánetunni,“ segir Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðingur og útskrifaður jarðfræðingur með B.Sc. í jarðfræði. „Ekki er enn búið að staðfesta að um eldfjall sé að ræða en ef þarna er einhvers konar eldfjall er- um við að tala um íseldfjall, þ.e. að í stað rauðglóandi hrauns rennur frá þessum eldfjöllum blanda af vatnsís, nitri, ammoníaki og met- ani.“ Íseldfjöll á Plútó DVERGPLÁNETAN PLÚTÓ HEFUR MÖGULEGA AÐ GEYMA ÍSELDFJÖLL SAM- KVÆMT NÝJUM MYNDUM FRÁ PLÁNETUNNI. Myndir frá geimfarinu New Horizons af Plútó gefa til kynna að á plán- etunni séu íseldfjöll sem spúa ísvatni, nitri, ammoníaki og metani. Ein helsta bylting í tölvuheiminum síðustu áratugi erspjaldtölvan og þar var Apple í fararbroddi með iPadinn,framúrskarandi apparat sem er enn með gríðarlega yf- irburði þegar slíkar tölvur eru annars vegar. Undanfarin ár hefur þó heldur dregið úr áhuga manna á spjaldtölvum, enda hafa snjallsímar farið stækkandi, en Apple svaraði því með iPad Mini, átta tommu meistaraverki (gamli iPadinn er með 10,2" skjá), og bætir enn við iPad-línuna með nýrri vél, iPad Pro, sem er með risaskjá, þegar spjaldtölvur eru annars vegar – 12,9" skjá hvorki meira né minna. Það er einmitt risaskjárinn sem vekur mesta athygli þegar maður tekur vélina úr kassanum, en þegar kveikt er á græjunni byrjar maður að gapa. Málið er nefnilega að það að sjá svo stóran Retina-skjá er ógleymanleg upplifun, upplausnin er svo mikil og litirnir svo bjartir og eðlilegir. Skjárinn er þó ekki það eina sem gerir vélina eftirtekt- arverða, heldur líka „blýantur“ til að skrifa á skjáinn og teikna, Apple Pencil, sem er ótrúlega fljótur að svara, nánast eins og maður sé að draga blýant yfir pappírsblað. Hann er líka næmur á þrýsting rétt eins og venjulegur blýantur og svo má halla honum aðeins til að ná misbreiðum strikum. Víst hef ég séð slíkt áður, en aldrei eins vel útfært. Teiknipenninn gengur fyrir rafmagni og því þarf að hlaða hann, en hver hleðsla dugir í allt að tólf tíma. Hann styður líka hraðhleðslu og þannig má til að mynda ná hleðslu til þrjátíu mínútna notk- unar á fimmtán mínútum. Nýjasta útgáfan af iOS fellur eins og flís við rass að iPad Pro, en að því sögðu verður eflaust einhver bið eftir því að hugbúnaður fari að nýta sér skjáinn og eins „blýantinn“ af viti. Eflaust eiga Apple-smiðir líka eftir að endurbæta stýrikerfið og eins sjálfa vélina á næstu árum, enda sér hver í hendi sér hvað hún býður upp á marga nýja möguleika. Með svona fleka í höndunum er kannski eðlilegt að spyrja hverjum vélin sé ætluð, hvort þetta sé bara apparat fyrir at- vinnumenn, teiknara, arkitekta og tónsmiði, til að mynda. Svarið er að þó þetta sé snilldar-atvinnutæki, þá er þetta líka frábær tól á heimilið, til að horfa á myndir, lesa blöð eða tíma- rit og bækur, svo dæmi sé tekið, færir okkur enn nær upplif- uninni af pappírnum og losar okkur við óhagræðið að að basl- ast með hann. Svo er þetta afbragðs staðgengill fartölvu í ótal tilvikum, nýtist jafn vel eða betur í flestum tilvikum fyrir flesta. Einhverjir þurfa vissulega stundum öflugra stýrikerfi en iOS, með fullri virðingu fyrir því að öðru leyti, en ekki er þó ástæða til að kvarta yfir hraða, í vélinni er 64 bita A9X ör- gjörvinn og hún er skruggusnögg í allri vinnslu. Hingað til hef ég haft mikið dálæti á iPad Mini og tekið hann fram fyrir stóru systur sína. iPad Pro er nýtt uppáhald, öflugri, flottari og bara miklu, miklu betri. ÓGLEYMANLEG UPPLIFUN HAFI EINHVER HALDIÐ AÐ SPJALDTÖLVURNAR VÆRU BÚNAR AÐ SYNGJA SITT SÍÐASTA, ALLIR KOMNIR MEÐ SVO STÓRA SÍMA AÐ ÞEIR ÞURFA EKKI ANNAÐ, ÞÁ RENNA EFLAUST Á HANN TVÆR GRÍMUR ER HANN LÍTUR NÝJAN IPAD FRÁ APPLE. MÁLIÐ ER AÐ IPAD PRO, SEM ER MEÐ SANNKALLAÐAN RISASKJÁ, 12,9", SETUR NÝ VIÐMIÐ FYRIR SLÍK TÆKI Í NOTAGILDI OG TÆKNILEGRI ÚTFÆRSLU. * Upplausnin á skjánum er 2732 x 2048 díl-ar, 5,6 milljónir díla alls og gefur 226 díla á tommu. Öll þessi upplausn notar eðlilega mikið rafmagn, en til að ná iPad-staðli, ef svo má segja, þ.e. að hægt sé að nota tölvuna allan daginn, beitir Apple tæknibrellum og endurteiknar bara þá hluta skjásins sem eru ekki óbreyttir. Fyrir vikið endist rafhlaðan í allt að tíu tíma við sam- fellda notkun * Lykilatriði í framleiðni er lyklaborð ogApple kynnir nýtt lyklaborð sem er í senn hlíf fyrir skjáinn, Smart Keyboard kallast það, en upp sett veitir það líka stuðning við skjáinn þannig að hann breytist í einskonar fartölvu. Tenging milli lyklaborðs og tölvu er einkar vel af hendi leyst. * Segja má að vélin sé varla komin á markað,Epli er eitt af fyrstu fyrirtækjum sem fá hann í sölu og mér skilst að aðeins verði takmarkað magn í boði til að byrja með. Hann er fáanlegur í tveimur stærðum, 32 GB sem kostar 149.990 kr. og 128 GB sem kostar 179.990 kr., bæði bara með þráðlausu neti, en 128 GB útgáfan er líka fáanleg með rauf fyrir 4G-kort og kostar þá 199.990 kr. Litirnir á vélunum sjást hér til hliðar. Græjan ÁRNI MATTHÍASSON Þrjár stærðir, þreföld ánægja. Jólaskeið ERNU 2015 og servíettuhringur ársins Verð 21.500,- Verð 12.500,- Silfurmunir og skartgripir síðan 1924 ERNA Skipholti 3 – Sími 552 0775 – erna.is Í fyrsta sinn frá 1974 er jólaskeiðin skreytt báðum megin. Skeiðin er hönnuð af Ragnhildi Sif Reynisdóttur, gullsmið og hönnuði og myndskreytt af Hildi Ingu Björnsdóttur, myndlistarmanni. GULL- OG SILFURSMIÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.