Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 27
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á
EÐA Í SÍMA
Moggaklúbburinn mun í vetur bjóða meðlimum sínum
upp á afsláttarkjör á valda leiksýningu í hverjum mánuði í
samvinnu við leikhúsin í landinu. Í nóvember býður
Þjóðleikhúsið afslátt á „Heimkomuna“ eftir Harold Pinter
Teddy snýr heim á æskuheimili sitt í London með eiginkonu sinni Ruth,
eftir sex ára fjarveru. Ruth uppgötvar óþekktar hliðar á eiginmanni
sínum þegar hún kynnist fjölskyldu hans: föður hans, föðurbróður og
bræðrum hans tveimur. Þessir óhefluðu karlmenn taka að bítast um
athygli Ruthar og samskiptin á heimilinu verða sífellt ofsafengnari.
Leikrit Harolds Pinters hafa mörg hver allt að því hversdagslegt yfir-
bragð, en í þeim býr óvenjulegur kraftur, og undir yfirborðinu leynast
heiftúðug átök, kynferðisleg spenna, kúgun og ótti.
Heimkoman var frumflutt árið 1965, hlaut Tonyverðlaunin sem besta
leikrit ársins og er af mörgum talið magnaðasta verk Pinters.
MOGGAKLÚBBURINN
30% AFSLÁTTUR Á LEIKRITIÐ
„HEIMKOMUNA“ Í ÞJÓÐ-
LEIKHÚSINU Í NÓVEMBER
Hvernig fæ ég afsláttinn?
Hægt er að kaupa miða með afslætti með því að framvísa
Moggaklúbbskortinu í miðasölu Þjóðleikhússins.
Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða.
Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á moggaklubburinn.is og fá tilboðin send í tölvupósti með því að
skrá sig á póstlistann. Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér.
„Byrjum á umgjörðinni. Hún er framúrskarandi.
Frumleg og óvænt, en líka hárrétt og viðeigandi
hjá Berki Jónssyni.“
Þorgeir Tryggvason
MORGUNBLAÐIÐ
Almennt miðaverð 4.500 kr.
Moggaklúbbsverð 3.465 kr.