Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 45
hólmi um kvöldið en vegna ástandsins á
hópnum sá áhöfnin á Pétri Jónssyni sæng
sína uppreidda og hélt aftur út í kófið.
Farsímar höfðu ekki rutt sér til rúms á
þessum tíma og fyrir vikið hafði áhöfnin litla
möguleika á að láta ástvini sína vita af sér
meðan á björgunarstarfinu stóð. „Við náðum
að láta vita af okkur um morguninn; að við
værum á leið til Flateyrar til að taka þátt í
leitinni. Síðan kom tuttugu tíma myrkur, þar
sem okkar nánustu heyrðu ekki orð frá okk-
ur. Það var ekki auðvelt,“ segir Ólafur.
Lyfjaglasið hvarf
Áhöfnin segir Pétur Stefánsson skipstjóra
hafa sýnt á sér nýja hlið þegar hann tók á
móti sínum mönnum um kvöldið. Aðgát var
höfð. Þeim hafði að læknisráði verið úthlutað
róandi lyfi áður en þeir fóru um borð og
fékk hver áhafnarmeðlimur sína töfluna fyrir
svefninn. Lyfjaglasið sást á hinn bóginn ekki
meir enda leist skipstjóranum ekki á að hafa
áhöfnina undir áhrifum róandi lyfja við veið-
arnar. Áhöfnin hvíldist um nóttina – enda
þótt engum kæmi dúr á auga eftir viðburði
dagsins. Morguninn eftir lagði Pétur Jónsson
RE af stað í þriggja vikna rækjuveiðitúr.
„Eftir á að hyggja var sú ákvörðun auðvit-
að galin. Í dag hefði þessi áhöfn aldrei feng-
ið að fara á sjó. En þetta voru aðrir tímar,“
segir Ólafur.
Björgunarsveitarmenn höfðu ráðlagt
áfallahjálp en ekki varð af því áður en skipið
lét úr höfn. Enda í mörg horn að líta fyrir
fagmenn á því sviði á Flateyri. Mórallinn var
að vonum þungur í túrnum en mokveiði létti
mönnum lífið. Áhöfnin sökkti sér í vinnu.
„Ég man ekki betur en þetta hafi verið
mettúr,“ segir Birgir.
„Þegar leið á túrinn fann maður að þessi
mikla lífsreynsla var farin að hafa veruleg
áhrif á menn, sérstaklega strákana sem áttu
konu og börn,“ segir Pétur Blöndal. „Við
gerðum okkur enga grein fyrir því sem hafði
gerst fyrr en löngu síðar.“
Ólafur segir það hafa verið mjög undarlegt
að vera úti á rúmsjó næstu þrjár vikurnar,
utan þjónustusvæðis, meðan öll þjóðin
syrgði. „Það var mjög erfitt fyrir okkur að
fá ekki að syrgja með þjóðinni.“
Ennþá að bíða
Þegar Pétur Jónsson kom í land í Reykjavík
þremur vikum síðar bjóst áhöfnin fastlega
við að rætt yrði við hana um það sem gerst
hafði á Flateyri – en enginn kom. „Við erum
eiginlega ennþá að bíða. Það hefur enginn
rætt þetta við okkur, hvorki fyrr né síðar.
Það er eins og við höfum aldrei verið þarna,“
segir Ólafur.
Ekki nóg með það, áhafnarinnar á Pétri
Jónssyni hefur hvergi verið getið í þessu
sambandi, fyrir utan þetta eina viðtal sem
sagt var frá hér í upphafi „Ég hef skoðað
þetta mjög vandlega og hvergi annars staðar
séð á okkur minnst. Hvorki í fjölmiðlum né
skýrslum sem gerðar hafa verið um snjóflóð-
ið,“ segir Birgir.
Þeir segjast hvorki vera á höttunum eftir
þakklæti né viðurkenningu en mikilvægt sé
eigi að síður að fram komi að þeir hafi verið
á staðnum. „Snjóflóðið á Flateyri er partur
af Íslandssögunni og sú saga þarf að vera
rétt,“ segir Raggi Óla. „Þess vegna fannst
okkur nauðsynlegt að koma í þetta viðtal.“
Kristján minnir á að áhöfnin hafi lagt sig í
hættu, bæði með því að sigla til Flateyrar og
eins við leitina, meðan snjóflóðahætta var
enn fyrir hendi. „Þetta þarf fólk að vita.“
Friðgeir hittir líklega naglann á höfuðið:
„Við erum eins og umslag sem dottið hefur
bak við skúffu.“
Þeir þagna.
Ólafur segir áhöfnina aldrei hafa gert
þetta mál upp en þeir hafa aldrei hist svona
margir til að ræða það. „Þetta er stórt skref
í átt að uppgjöri. Við höfum allir þörf fyrir
að loka þessu máli með einum eða öðrum
hætti. Það er hollt og gott fyrir okkur að
hittast og ræða þetta.“
Af hverju verður þú
alltaf svona skrýtinn?
Kristján kveðst sjaldan ræða flóðið og
hafði til að mynda ekki minnst á þátt sinn
í leitarstarfinu við núverandi eiginkonu
sína þegar hún spurði einn daginn:
„Kristján minn, af hverju verður þú alltaf
svona skrýtinn þegar talað er um snjó-
flóð?“
Þeir segjast allir hugsa mikið um þessa
óvenjulegu og þungu lífsreynslu. „Maður
losnar aldrei við þetta,“ segir Friðgeir og
Raggi Óla bætir við að minningarnar blossi
óhjákvæmilega upp þegar flóðsins er minnst,
eins og í síðasta mánuði þegar tuttugu ár
voru liðin.
Ólafur segir þetta lífsreynslu sem allir
myndu vilja vera án en úr því þetta gerðist
búi þeir að því alla tíð. Þegar þeir sjálfir eigi
í erfiðleikum hugsi þeir gjarnan til fólksins á
Flateyri; þeirra sem dóu og þeirra sem
misstu ástvini sína í hamförunum. „Í þeim
samanburði eru hversdagsleg vandamál ansi
fátækleg.“
Friðgeir, Kristján og Pétur hafa komið
til Flateyrar eftir þennan örlagaríka dag
en ekki hinir þrír. Þeir segjast mega til
með að gera það og taka fjölskyldur sínar
með sér. Ólafur stingur upp á því að þeir
fari sem flestir saman, styrkur væri í því.
Þá leggur hann til að sem flestir úr áhöfn-
inni á Pétri Jónssyni RE komi framvegis
saman 26. október ár hvert, eða einhvern
dag í kringum þá dagsetningu, drekki sam-
an kaffi og ræði málin. „Það getur gert
mönnum gott,“ segir hann. „Við verðum að
vinna úr þessari reynslu eins lengi og við
lifum!“
* Við erum eins ogumslag sem dottiðhefur bak við skúffu.
15.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
Einn skipverja á Pétri Jóns-syni RE-69 hafði tengsl viðFlateyri. Það var Friðgeir
Bjarkason en tengdaforeldrar
hans bjuggu í þorpinu.
„Ég vissi að tengdafaðir minn,
Þórður Júlíusson, var heima en
tengdamóðir mín var fyrir sunnan.
Sonur minn þurfti að fara í aðgerð á
Landspítalanum daginn eftir og konan mín suðaði í
mömmu sinni að koma með sér. Hún lét það eftir
henni og var fyrir vikið að heiman þessa örlagaríku
nótt,“ segir Friðgeir.
Fljótlega kom í ljós að Þórðar var saknað. Frið-
geir brá hins vegar á það ráð að segja engum frá
tengslum þeirra en „þá hefði ég ekki fengið að taka
þátt í leitinni“.
Þórður fannst látinn eftir hádegi. Friðgeir kom
ekki að því að grafa hann upp úr flóðinu. „Sem bet-
ur fer.“ Hann fékk staðfestingu á andláti tengda-
föður síns með þeim hætti að lík var borið framhjá
honum á börum og í þann mund fauk teppi ofan af
andlitinu. Það var Þórður.
„Hefði tengdamóðir mín ekki verið fyrir sunnan
með eiginkonu minni og syni hefði hún farið líka,“
segir hann.
Friðgeir varð að vonum eftir í landi og hélt suður
til Reykjavíkur. „Það var erfiðasta augnablik lífs
míns þegar komið var með líkin suður,“ rifjar hann
upp.
Tengdamóðir Friðgeirs, Ragnheiður Erla Hauks-
dóttir, kunni honum og áhöfninni allri bestu þakkir
fyrir framlag sitt til leitarinnar og færði þeim síðar
þakklætisvott, platta sem hengdur var upp í skip-
inu. „Ég veit að Pétri skipstjóra þótti mikið til þess
koma,“ segir Friðgeir en þetta eru til þessa dags
einu viðbrögðin sem áhöfnin hefur fengið vegna
þátttöku sinnar í hjálparstarfinu.
Tengdamóðir Friðgeirs jafnaði sig aldrei á áfall-
inu og lést sex árum síðar.
Friðgeir og eiginkona hans, Ingibjörg, voru á
þessum tíma að reyna að eignast barn en gekk illa.
Tveimur árum eftir að snjóflóðið féll upp á stund,
rúmlega fjögur aðfaranótt 26. október 1997, eign-
uðust þau á hinn bóginn dóttur sem hlaut nafnið
Tara Líf. „Konan mín er ekki í neinum vafa um að
pabbi hennar hafi kippt þarna í spotta.“
Friðgeir Bjarkason
Leitaði að
tengdaföður
sínum