Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 33
15.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 *Öll nægilega háþróuð tækni ættiað jafngilda göldrum Arthur C. Clarke L iðin er nærri því hálf öld frá því að Bandaríkin tóku afgerandi forustu í geim- kapphlaupinu við Sovét- ríkin sálugu. Heiðurinn átti Gem- ini-áætlunin og -verkefnið sem varð til þess að Bandaríkin urðu fyrsta og enn í dag eina þjóðin til að senda menn til tunglsins. Margir leyfðu sér að vona að ekki liði á löngu frá því að Banda- ríkin lentu á tunglinu þar til mannaðar geimferðir væru í boði fyrir almenning, að mönnuð geim- för lentu á Mars og jafnvel yrðu bækistöðvar byggðar á tunglinu. Veruleikinn varð og er annar. Verulega var dregið úr fjármagni til geimvísinda eftir tunglferðirnar og eftir fall Sovétríkjanna var eins og allur kraftur færi úr geim- ferðaáætlunum bæði Bandaríkj- anna og Rússa. Geimferðakapphlaupið hafið á ný Loksins er komið líf í geimferða- áætlanir en að þessu sinni eru það ekki stórveldin í heiminum sem keppa sín á milli heldur bandarísk einkafyrirtæki. Hörð samkeppni er t.d. milli Boeing og SpaceX, sem bæði hafa lofað NASA, geim- ferðastofnun Bandaríkjanna, mönnuðu geimfari fyrir árslok 2017. Ferja þarf geimfara og vistir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og ætla Bandaríkin ekki að vera háð Rússum um slíkt mikið lengur en eftir að geimferjum NASA var lagt hefur stofnunin verið háð Rússum um aðstoð. SpaceX hefur þegar sent ómannaðar birgðaflaugar til Al- þjóðlegu geimstöðvarinnar með góðum árangri og nú segir Ben- jamin Reed, einn stjórnenda SpaceX, að fyrirtækið muni senda mannað far út í geim fyrir mitt ár 2017. Aðstoðarforstjóri Boeing, John Mulholland, hefur einnig lof- að NASA mönnuðu geimfari fyrir lok árs 2017 en fyrirtækið hefur verið einn helsti verktaki NASA síðustu áratugi. Ný lög um námuvinnslu í geimnum Bandaríska þingið samþykkti ný- lega H.R. 2262 eða US Commerci- al Space Launch Competitiveness Act, sem segir m.a. að bandarískir ríkisborgarar geti myndað eign- arrétt á auðlindum í geimnum. Lamar Smith, formaður House Science, Space, and Technology Committee, eða vísindanefndar bandaríska þingsins í lauslegri þýðingu, segir löggjöfina tryggja að bandarísk fyrirtæki muni áfram verða leiðandi á sviði geimvísinda. Fjöldi fyrirtækja lítur nú upp til stjarnanna og hafa t.d. Blue Orig- in og Virgin Galactic sett stefnuna á ferðaþjónustu í geimnum. BOEING OG SPACEX KEPPA UM ATHYGLI NASA Geimfarar Alþjóðlegu geimstöðvarinnar hætta sér einstaka sinnum út til að laga og gera við stöðina. Kapphlaupið út í geiminn Séð inn í nýja geimflaug SpaceX sem flytja á menn út í geim. Samkvæmt heimildum The Wall Street Journal er Apple að útfæra Apple Pay þannig að einstaklingar geti greitt hver öðrum og tekið við greiðslum í gegnum kerfið. Breytingin á Apple Pay mun gera fólki enn auðveldara að eiga viðskipti hvert við annað. Apple Pay fyrir öll viðskipti HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Ertu enn að nota SL-HF 360 Super- Beta-spilarann þinn? Ef þú ert einn af örfáum einstaklingum á landinu eða kannski sá eini sem er enn að nota þessa gömlu tækni eru slæmar fréttir í vændum. Sony hefur gefið það út að fyrirtækið muni hætta allri framleiðslu á Betamax í mars á næsta ári. Það hlaut að koma að því enda 13 ár síðan fyrirtækið hætti framleiðslu á spilurum og upp- tökutækjum fyrir Betamax. Fyrir þá lesendur sem ekki þekkja sniðið var Betamax helsti keppinautur VHS. Á áttunda og ní- unda áratug síðustu aldar háðu Betamax og VHS harða orrustu og varð VHS-sniðið ofan á. Það var bæði ódýrara og bauð upp á lengri upptökutíma. Betamax bauð neyt- endum þó upp á meiri upptökugæði. Þó að almenni markaðurinn hafi fært sig yfir á VHS var alltaf dyggur notendahópur Betamax, hópur ein- staklinga sem vildu meiri gæði en VHS gat nokkurn tíma boðið upp á. GAMLA GÓÐA VÍDEÓSPÓLAN Það hlaut að koma að því að Sony hætti framleiðslu Betamax. Betamax kveður í mars á næsta ári Google lofaði því fyrr á þessu ári að notendur Google map gætu fljót- lega hlaðið niður korti af ákveðnu svæði og notað þann hluta kortsins með nánast sama hætti og viðkom- andi væri tengdur á netið. Ekki tók það tæknirisann langan tíma að standa við gefið loforð því nú hefur Google kynnt fyrir okkur þennan nýja möguleika á Google map. Þannig tekur kort af San Francisco ekki nema 375 MB af plássi og virkar næstum því alveg eins og hjá tengdum notanda. KORTATÆKNI GOOGLE Ótengdur á Google map Reykjavík á Google map er nú hægt að hlaða niður og nota ótengdur. Dvergreikistjarnan Eris hefur lengi verið talin fjarlægasta fyrirbærið sem fundist hefur í sólkerfinu. Núna hafa vísindamenn hins vegar komið auga á lítinn hnött sem er þrisvar sinnum minni en Plútó. Hnötturinn gengur undir bráða- birgðanafninu V774104 og er einn fjölda íshnatta í sólkerfinu. Hann er aðeins 800 kílómetrar að þvermáli og í um 15,5 milljarða km fjarlægð frá sólu. Ekkert er vitað um braut hnatt- arins og vita vísindamenn í raun og veru bara að hann er innan sólkerfisins. Fyrirbærið er í innri hluta Oortskýsins handan Kuiper- beltisins en aðeins tvö önnur fyr- irbæri eru þekkt úr þeim ranni sólkerfisins, Sedna sem fannst ár- ið 2003 og 2012 VP113 sem fannst árið 2002. Hnettir í þess- um hluta sólkerfisins hafa haldist ósnortnir í milljarða ára og gætu gefið vísindamönnum vísbendingar um aðstæður frá mótun sólkerf- isins. ÁHUGAVERÐIR HLUTIR INNAN SÓLKERFISINS Nýr hnöttur fundinn Mynd af nýfundinni dvergreikistjörnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.