Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.11.2015, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.11. 2015 Heilsa og hreyfing F ótboltaiðkendur nota tvær aðferðir til að skora mark. Að sparka boltanum inn eða skalla hann í netið. Að skalla fótbolta getur haft slæmar afleiðingar fyrir höfuðið og heilann en einnig er mikil hætta á að fót- boltamenn skelli saman höfðum þegar þeir stökkva upp til að skalla boltann. Hvort tveggja get- ur verið stórhættulegt fyrir heil- ann og hafa margir fengið heila- hristing eða verri áverka. Stundum hafa þessir áverkar vald- ið skaða á heila eða valdið því að hausverkir og þreyta fylgja leik- mönnum út ævina. Vilja ekki að börn skalli bolta Í Bandaríkjunum sendi stjórn U.S. Soccer út þau tilmæli til allra fótboltafélaga að banna ætti börn- um yngri en tíu ára að skalla fót- bolta. Fréttin fór eins og eldur í sinu um fjölmiðla þar ytra og fjallaði New York Times um mál- ið. Þar spyrja þeir hvort fótbolti yrði öruggari íþrótt fyrir börn ef banninu yrði framfylgt. Ekki er til eitt gott svar við því en margir eru áhyggjufullir, ekki síst for- eldrar. Vegna hættunnar á heilahrist- ingi hefur nýlega verið vakning í Bandaríkjunum á meðal foreldra og þjálfara um að banna ætti að skalla bolta hjá börnum undir 14 ára og telja þeir að með því væri hægt að komast hjá höfuð- meiðslum hjá þessum aldurs- hópum. Verra þegar höfuð lenda saman Lýðheilsuprófessor við Háskólann í Colorado, Dawn Comstock, var efins um bannið þegar hún heyrði um herferðina gegn því að skalla bolta. Hún ákvað að setja saman teymi til að skoða málið á vísinda- legan hátt. Skoðuð voru ýmis gögn og safnað saman upplýs- ingum um meiðsl barna og ung- linga. Búinn var til stór gagna- grunnur þar sem þjálfarar höfðu gefið upplýsingar um meiðslin, hvernig þau komu til og hversu langan tíma það tók fyrir viðkom- andi leikmann að snúa aftur til íþróttaæfinga. Comstock og félagar ákváðu að einblína á fótboltameiðsl og skoð- uðu gögn frá árunum 2005 til 2014 sem náði til 3 milljón ung- linga sem stunduðu fótbolta. Sér- staklega voru höfuðmeiðsl skoðuð og athugað hvort viðkomandi hafi skallað bolta. Það fyrsta sem rannsakendur sáu var að heila- hristingur vegna skallabolta hafði aukist til muna hjá báðum kynj- um. En þeir komust einnig að því að höfuðmeiðsl tengdust frekar því þegar höfuð leikmanna skullu saman, eða í 70% tilvika hjá drengjum og 51% hjá stúlkum. Að skalla boltann var orsök heila- hristings í minna en 17% tilvika hjá drengjum og 29% hjá stúlkum. „Það segir mér að það að banna að skalla bolta myndi klárlega minnka líkurnar á heilahristingi en þó ekki nærri eins mikið og fólk hefði haldið,“ segir Comstock. Þarf strangari þjálfara og dómara „Það myndi skila meiri og betri árangri að kenna börnum betri tækni og prúðmennsku á vellinum og að það yrðu fleiri refsingar við árekstra leikmanna. Ef dómarar væru harðari í að fylgja eftir regl- unum væru færri meiðsl á meðal ungra leikmanna,“ segir hún. Comstock bendir á að gögnin sem stuðst var við ná til krakka sem eru eldri en þessi hópur sem bannið nær til, en engin gögn voru til um höfuðmeiðsl hjá leik- mönnum á barnsaldri. „Gögnin sýna að það að skalla bolta er ekki öruggt fyrir neinn aldur. En þau sýna klárlega að það að lenda saman við annan leikmann er mun hættulegra en að skalla boltann,“ segir hún og hvetur þjálfara til að vera strangari þegar kemur að reglum. Heilinn rannsakaður eftir æfingu Mikið hefur verið rannsakað hvaða HÖFUÐMEIÐSL VIÐ FÓTBOLTAIÐKUN Á að banna börnum að skalla bolta? Samkvæmt rann- sóknum eru meiri líkur á höfuðmeiðslum og heilahristingi við að lenda saman við annan leikmann heldur en að skalla boltann. * Það fyrsta sem rannsakendur sáu varað heilahristingur vegna skallaboltahafði aukist til muna hjá báðum kynjum. En þeir komust einnig að því að höfuð- meiðsl tengdust frekar því þegar höfuð leikmanna skullu saman, eða í 70% tilvika hjá drengjum og 51% hjá stúlkum. TILMÆLI UM AÐ BÖRNUM YNGRI EN 10 ÁRA VERÐI BANNAÐ AÐ SKALLA FÓTBOLTA Á ÆFINGUM VORU GEFIN ÚT Í BANDARÍKJUNUM Í SÍÐUSTU VIKU. HEILAHRISTINGUR OG HÖFUÐMEIÐSL GETA VERIÐ FYLGIFISKAR AF SKALLABOLTUM EN RANNSÓKNIR BENDA TIL ÞESS AÐ SAMSTUÐ LEIKMANNA SÉ ENN VERRA. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Ef þú hefur í hyggju að borða eitthvað annað en skyr og hafragraut í ellinni, ættirðu að fjár- festa í tannþræði. Það skiptir engu máli hversu vel og mikið þú burstar tennurnar, þú munt aldrei ná til allra staða á milli tannanna. Einnig er hætta á því að bakteríur sem þar gætu leynst geti aukið líkurnar á hjartasjúkdómum. Muna, bursta OG nota tannþráð! Ekki nóg að bursta tennur „Það veit enginn hvaða afleiðingar síendurtekin högg á höfuðið hafa til langs tíma,“ segir Reynir Björns- son, læknir hjá KSÍ. „Það er verið að velta fyrir sér mögulegum af- leiðingum. Mér finnst persónulega að það sé ekkert óeðlilegt við það að minnka það að börn skalli bolta og gott að fólk hafi það á bak við eyrun. Það er sjaldgæft að fá heila- hristing af því að skalla bolta, nema þú fáir boltann óvænt í höf- uðið en það má ekki gleyma því að hér er meira verið að spá í síend- urtekna skalla. Börn eru með heila sem er að þroskast, við vitum það að hann er viðkvæmur á þessum aldri. Hvað þýða kannski þúsund skallar á 4 árum? Menn íhuga hvaða áhrif það kann að hafa síð- ar,“ segir hann. Vitum ekki áhrifin af síend- urteknum skallaboltum Þegar hann er spurður hvort við eigum að feta í fótspor Bandaríkja- manna og banna skalla, telur hann það ekki nauðsynlegt. „Ekki eins og staðan er núna, þetta er á öðr- um grundvelli í Bandaríkjunum þar sem menn eiga á hættu lögsóknir. En mér finnst alveg að það ætti að takmarka það hjá þessum yngstu, en það er ekkert mikið verið að láta krakkana skalla. Mér finnst það bara skynsamlegt. Og það þýðir ekkert að þú verðir ekki góður í fótbolta. Ástralir, sem eru mjög framarlega í þessum málum, ákváðu að bíða. Við eigum að fylgjast með þróuninni en það vantar rannsóknir. Þetta er eins og með gúmmíið á völlunum. Af hverju er það ennþá? Það mögu- lega getur skaðað börnin okkar. Kannski er þetta svolítið svipað. Þessir síendurteknu skallar, hafa þeir áhrif til lengri tíma? Við vitum það ekki. Er ekki bara allt í lagi að takmarka þetta frá upphafi?“ segir Reynir. Gott að takmarka að börn skalli fótbolta Umboðsaðili: Yd heildverslun, s. 587 9393, yd@yd.is, YdBolighus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.