Morgunblaðið - 25.11.2015, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 5. N Ó V E M B E R 2 0 1 5
Stofnað 1913 277. tölublað 103. árgangur
HEIMILDARMYND
UM DAUÐAFÓBÍU
VESTURLANDABÚA
HÖNNUN
VERÐ-
LAUNUÐ
FORBOÐIN
SAMSKIPTI VIÐ
BRESKA DÁTA
GOSMINJASAFN OG ÖSSUR 32 KATE FRUMSÝND 30ÞJÓÐMENNINGARBÓNDI 10
Hreinsunarstarf hófst síðdegis í gær í
verksmiðju Plastiðjunnar á Selfossi eftir
að verksmiðjan gjöreyðilagðist í eldi í
fyrrakvöld. Slökkvilið var kallað út um
tíuleytið í fyrrakvöld og stóð slökkvistarf
þar til í gærmorgun.
Vettvangsrannsókn stóð yfir samhliða
hreinsunarstarfinu en rannsókn beinist
að rafbúnaði í skemmu þar sem m.a. voru
öflugar loftpressur, skv. upplýsingum frá
lögreglunni á Suðurlandi.
Saras Saras, sem var inni í verksmiðj-
unni þegar eldurinn kom upp, segir að
skyndilega hafi ljósin slokknað. „Þegar
ég fór inn í skemmuna sá ég að eldur var
búinn að læsa sig í eitt hornið á veggnum
og jókst mjög hratt þannig að ég hljóp út
og hringdi í 112. Eldurinn varð strax
mjög mikill og óx mjög hratt en sem bet-
ur fer var slökkviliðið komið á mjög
skömmum tíma,“ segir Saras.
Plastiðjan er með stærri plastverk-
smiðjum á landinu og meðal viðskipta-
vina hennar eru fjölmörg matvælafyr-
irtæki.
Verksmiðjan hefur meðal annars gert
safaflöskur fyrir Ölgerðina en til eru
birgðir út næstu viku. Mjólkursamsalan
keypti umbúðir fyrir fjölmörg vörumerki
og eru til um tveggja vikna birgðir.
benedikt@mbl.is
Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson
Brunarústir Þar sem Plastiðjan á Selfossi stóð í fyrradag unnu starfsmenn Borgarverks í gærkvöldi að hreinsun í brunarústunum.
Hreinsa rústir eftir eldinn
Hús Plastiðjunnar gereyðilagðist Með stærri plastverksmiðjum
MEldurinn varð strax mjög mikill »6
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Kvótakerfi í mjólkurframleiðslu og
kindakjötsframleiðslu verða aflögð
á næstu tíu árum, samkvæmt hug-
myndum sem uppi eru í viðræðum
um nýja búvörusamninga á milli
bænda og ríkisins. Í staðinn fyrir
beingreiðslur koma gripa- og
framleiðslugreiðslur í mjólkur-
framleiðslu og gæðastýringar-
greiðslur í sauðfjárrækt.
Kom þetta fram á almennum
bændafundi sem samninganefnd
bænda boðaði til á Hellu í gær-
kvöldi til að kynna stöðuna í
samningaviðræðum við ríkið um
nýja búvörusamninga. Gert er ráð
fyrir því að samningarnir verði til
tíu ára. Ekki hefur komið fram
hvaða fjárhæðum ríkið er reiðubú-
ið að verja til stuðnings fram-
leiðslunni.
Afnám kvótakerfisins á að
tryggja að stuðningur ríkisins
gangi til þeirra bænda sem fram-
leiða afurðirnar. Afnám kvótans á
einnig að skapa aukið svigrúm fyr-
ir nýliðun í greinunum. »6
Afurðagreiðslur
í stað kvótakerfis
Hugmyndir að nýjum búvörusamningi
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Óvíst er hvort umsókn Íslands um
aðild að ESB frá árinu 2009 sé fallin
úr gildi eða hvort það myndi nægja
nýrri ríkisstjórn að óska eftir því að
viðræðurnar hæfust á ný.
Þetta er mat Matthias Brink-
mann, sendiherra ESB á Íslandi.
Samþykkt var á Alþingi sumarið
2009 að sækja um aðild að ESB og
hófust viðræðurnar formlega um
sumarið 2010. Það gerðist svo í jan-
úar 2013 að
vinstristjórnin
setti viðræðurnar
á ís, skömmu fyr-
ir þingkosning-
arnar þá um vor-
ið. Það dró svo
næst til tíðinda að
Gunnar Bragi
Sveinsson utan-
ríkisráðherra
sendi í mars sl.
bréf til formennskuríkis ESB og
óskaði þess þar að Ísland yrði ekki
lengur álitið umsóknarríki. Ríkis-
stjórnin hefði ekki í hyggju að hefja
aðildarviðræðurnar á ný.
Eftir að bréfið var sent sögðu
fulltrúar framkvæmdastjórnar ESB
í samtali við Morgunblaðið að þetta
skref dygði ekki til að afturkalla að-
ildarumsókn Íslands. Gerðu þeir síð-
ar óformlegar athugasemdir við að
þessi sjónarmið skyldu höfð eftir
þeim. Ísland er hins vegar ekki leng-
ur flokkað umsóknarríki á vef ESB.
Telur ESB-umsóknina
mögulega enn í gildi
Sendiherra ESB segir óvíst hvort sækja þyrfti um aftur
M Íslensk stjórnvöld … »4
Matthias
Brinkmann
Bogi Þór Arason
Andri Steinn Hilmarsson
Rússar hafa slitið hernaðarsambandi við Tyrkland eftir
að tyrknesk herþota grandaði rússneskri herþotu á
landamærum Tyrklands og Sýrlands í gær.
Boðað var til aukafundar hjá Atlantshafsbandalaginu
(NATO) í gær í kjölfar árásarinnar en tveir flugmenn,
sem voru í rússnesku herþotunni, skutu sér út úr henni í
fallhlífum. Talsmaður rússneska hersins segir annan
þeirra hafa beðið bana þegar sýrlenskir uppreisnar-
menn skutu á flugmennina og annar rússneskur her-
maður lést þegar uppreisnarmenn skutu á herþyrlu sem
leitaði flugmannanna.
Stoltenberg hvatti til stillingar
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, hvatti til
stillingar eftir fund NATO í gær en sagði bandalagið þó
standa þétt á bak við Tyrkland og rétt landsins til að
verja landamæri sín og lofthelgi. Barack Obama Banda-
ríkjaforseti tók í sama streng.
Vladímír Pútín Rússlandsforseti sagði árásina koma
til með að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir tengsl Rússa
og Tyrkja, og aflýsti Sergej Lavrov, utanríkisráðherra
Rússlands, fyrirhugaðri ferð sinni til Tyrklands í gær.
Sagði Pútín árásina vera „rýtingsstungu í bakið af hálfu
samstarfsmanna hryðjuverkamanna“.
Tyrknesk stjórnvöld segja rússnesku þotuna hafa rof-
ið lofthelgi Tyrklands tíu sinnum á fimm mínútum og
hafa fengið ítrekaðar viðvaranir áður en skotum var
hleypt af. Rússar hafna þessu og segja þotuna ekki hafa
farið í tyrkneska lofthelgi.
Spenna á
milli Rússa
og NATO
Rússnesk þota skotin nið-
ur við landamæri Tyrklands
MRússar fordæma árás Tyrkja »17
Erdogan Pútín Stoltenberg