Morgunblaðið - 25.11.2015, Side 6

Morgunblaðið - 25.11.2015, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Rakavarnarplast og þéttiefni á frábæru verði Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Raka- og vatnsþéttiefnin frá Múrbúðinni eru vottuð hágæða vara á sérlega hagstæðu verði. Rakaþolplast 0,2 mm Stærð 4x25metrar= 100m2 kr.11.990 Bostik Folien rakavarnarlím 315g kr.1.195 Bostik/Heydi K11 þéttimúr kr.4.290 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Kvótakerfi í mjólkurframleiðslu og kindakjötsframleiðslu mun renna sitt skeið á enda á næstu tíu árum, samkvæmt hugmyndum sem uppi eru í viðræðum um nýja búvöru- samninga á milli bænda og ríkisins. Í staðinn fyrir beingreiðslur koma gripa- og framleiðslugreiðslur í mjólkurframleiðslu og gæðastýring- argreiðslur í sauðfjárrækt. Búvörusamningar fyrir fram- leiðslu mjólkur og grænmetis renna út nú um áramót og samningar um framleiðslu sauðfjárafurða í lok næsta árs. Samninganefndir bænda og ríkisins hafa setið að samningum frá því í haust. Þessa dagana eru for- ystumenn bænda að kynna stöðu mála fyrir kjörnum fulltrúum og á al- mennum bændafundum. Fyrsti opni bændafundurinn var á Hellu í gærkvöldi. Í dag verður samningurinn kynntur í Eyjafirði og í Borgarnesi og á morgun á Egils- stöðum. Tilgangur kynningarinnar er að heyra viðbrögð bænda við þeim miklu breytingum sem gert er ráð fyrir. Hugmyndin er að semja til tíu ára. Ekki hefur komið fram hvaða fjár- muni ríkið er tilbúið að leggja fram til stuðnings þessum greinum. Svigrúm til nýliðunar Lengi hefur verið kvótakerfi í helstu framleiðslugreinum landbún- aðarins, mjólk og kindakjöti. Gefið hefur verið út greiðslumark sem er ávísun á stuðning ríkisins og tak- markar framleiðslu. Kvótinn hefur eigngerst og gengið kaupum og söl- um. Meginbreytingin í þeim hugmynd- um sem nú liggja fyrir, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, er að leggja af þetta kerfi og tryggja að stuðningur ríkisins gangi til þeirra bænda sem framleiða afurðirnar. Það mun hafa í för með sér einhverj- ar tilfærslur á fjármagni, sérstak- lega í sauðfjárræktinni. Afnám kvót- ans á einnig að skapa aukið svigrúm fyrir nýliðun í greinunum. Kvótakerfið verði afnumið á tíu árum  Hugmyndir að búvörusamningi kynntar á opnum fundum Morgunblaðið/Árni Sæberg Kúabú Búvörusamningar taka til mjólkur, kindakjöts og grænmetis. Benedikt Bóas Lára Halla Sigurðardóttir „Ég var á vaktinni og skyndilega slokknuðu ljósin. Þegar ég fór inn í skemmuna sá ég að eldur var búinn að læsa sig í eitt hornið á veggnum og jókst mjög hratt þannig að ég hljóp út og hringdi í 112. Eldurinn varð strax mjög mikill og óx mjög hratt en sem betur fer var slökkviliðið komið á mjög skömmum tíma,“ segir Saras Saras sem var inni í verksmiðju Plastiðjunnar á Selfossi þegar eldur kom þar upp í fyrrakvöld. Öflugar loftpressur eru geymdar inni í téðri geymslu. Unnið er í Plastiðjunni allan sólarhringinn. Saras hefur unnið hjá fyrirtækinu í fjögur ár en hann flutti til Íslands fyr- ir níu árum. Hann segir mjög gott að vinna hjá Plastiðjunni og hefur trú á að stjórnendurnir endurbyggi fyrir- tækið. „Nóttin var erfið fyrir mig og alla sem tengjast fyrirtækinu. Þetta er gott fyrirtæki og leiðinlegt að svona gerist.“ Gerðist hratt Axel Óli Ægisson, framkvæmda- stjóri Plastiðjunnar, tekur undir orð Saras. „Þetta var erfið nótt hjá öllum hérna í verksmiðjunni,“ sagði hann í samtali við mbl.is í gær og bætti við að altjón hefði orðið á verksmiðjunni sem framleiðir meðal annars plast- flöskur fyrir Vífilfell og Ölgerðina. Formlegu slökkvistarfi lauk um sjöleytið í gærmorgun og að sögn Péturs Péturssonar, slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnesinga, var ljóst nán- ast strax að ekki yrði hægt að bjarga fyrirtækinu og áhersla því lögð á að slökkva mesta eldinn og verja nær- liggjandi hús. Hann bendir á að húsnæði verk- smiðjunnar hafi verið eitt hólf og þá gerist hlutirnir hratt. „Þegar bygg- ingar eru svona stór brunahólf þá er fljótlega kominn eldur í allt.“ Unnið með tæknideildinni Hreinsunarstarf hófst síðdegis í gær og sagði Elías Kjartansson, lög- reglufulltrúi hjá lögreglunni á Suður- landi, að vettvangsrannsókn hefði staðið yfir samhliða hreinsunarstarfi. Hún var unnin í samstarfi við tækni- deild lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu. Elías sagði að ekkert benti til þess að um íkveikju væri að ræða, en m.a. er nú kannað hvort rekja megi upp- tök eldsins til rafmagns í einhverju formi. Mikil plastlykt var yfir svæðinu í gær og var starfsmönnum leikskóla í grenndinni ráðlagt að halda börn- unum innandyra. Um áttatíu manns komu í fjölda- hjálparstöðina sem opnuð var í kjöl- far brunans og voru allir mjög yfir- vegaðir og rólegir að sögn Ástu Stefánsdóttur, bæjarstjóra Árborgar. „Eldurinn varð strax mjög mikill“  Starfsmaður sá mikinn eld mæta sér í skemmu Plastiðjunnar  Talið að kviknað hafi í út frá rafmagni  80 manns nýttu sér hjálparmiðstöð  Leikskóli í nágrenninu hélt börnum inni í gær Morgunblaðið/Styrmir Kári Brunarústir Plastiðjan eftir brunann. Vettvangsrannsókn stóð yfir samhliða hreinsunarstarfi en miðað er við að upptök eldsins hafi verið vegna rafmagns. Stórbruni á Selfossi Rýmingar- svæði Plastiðjan Morgunblaðið / Sigmundur Sigurgeirsson Grafa lyftir Plastiðjan var stofnuð árið 1973 og brann allt sem gat brunnið. Jafnvel þessi lyftari átti lítinn möguleika gegn hitanum inn í verksmiðjunni. Bruninn á Selfossi er mesta tjón sem komið hefur inn á borð Sjóvár á þessu ári. Ekki er hægt að segja nákvæmlega til um heildartjónið enn sem komið er en kostnaður Sjóvár af brunan- um gæti numið um 200 milljón- um króna. „Það lítur út fyrir að þetta sé stórtjón en sem betur fer eru þeir vel tryggðir og við stöndum bara með þeim í því,“ segir Auð- ur Daníelsdóttir, framkvæmda- stjóri tjónasviðs Sjóvár. Árlegur tjónakostnaður Sjó- vár nemur rúmlega níu millj- örðum króna og miðað við lík- legt hámarkstjón gæti þetta verið um tvö prósent af tjóna- kostnaði ársins. 2% af tjóna- kostnaði ársins PLASTIÐJAN VAR VEL TRYGGÐ HJÁ SJÓVÁ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.