Morgunblaðið - 25.11.2015, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Gengið hefur verið frá fjölda
kjarasamninga á umliðnum dögum
og hafa samningar nú verið endur-
nýjaðir fyrir vel yfir 90% allra
launþega á landinu frá því að
kjaraviðræður hófust á fyrri hluta
þessa árs.
„Við erum búin að ljúka samn-
ingum við 35 stéttarfélög af 64,“
segir Inga Rún Ólafsdóttir, for-
maður Samninganefndar sveitarfé-
laga. „Við erum á fullu skriði að
klára samninga um þessar mund-
ir,“ segir hún.
Í gær var undirritaður samn-
ingur á milli samninganefndar
sveitarfélaganna og Starfsmanna-
félags Garðabæjar en það var sein-
asta bæjarstarfsmannafélagið inn-
an BSRB sem átti eftir að ganga
frá nýjum kjarasamningum. Sl.
föstudagskvöld var gengið frá
kjarasamningum við félög sem ná
til um sjö þúsund launþega.
Þá var m.a. skrifað undir samn-
inga sveitarfélaganna við fjöl-
mennt samflot bæjarstarfsmanna-
félaga innan BSRB og gengið
hefur verið frá samningum SFR
og Starfsmannafélags Reykjavík-
urborgar við Samband ísl. sveitar-
félaga. Eru samningarnir sagðir
vera á svipuðum nótum og þeir
samningar sem gerðir hafa verið á
opinberum vinnumarkaði að und-
anförnu og taka mið af Salek-
rammasamkomulaginu sem aðilar
vinnumarkaðarins gerðu í október.
Enn er ósamið milli BHM
og sveitarfélaganna
Fyrir helgi náðust einnig samn-
ingar Starfsgreinasambandsins og
Flóafélaganna vegna starfsmanna
hjá sveitarfélögunum. Enn eiga
sveitarfélögin þó eftir að ganga frá
samningum við fjölmörg stéttar-
félög. Inga Rún telur að nú sé búið
að semja við liðlega helming
starfsmanna sem starfa hjá
sveitarfélögunum.
Eftir er að semja við þrjú stétt-
arfélög starfsmanna á leikskólum,
þ.e. við leikskólakennara, stjórn-
endur leikskólanna og tónlistar-
kennara. Svo er enn ósamið við öll
stéttarfélög starfsmanna hjá sveit-
arfélögum sem eru í BHM en þar
er um nálægt eitt þúsund launþega
að ræða. Auk þessa eiga sveitar-
félögin eftir að ná samningum við
fjögur félög innan ASÍ. Stöðugildi
hjá sveitarfélögunum eru um 15
þúsund talsins en starfsmenn
þeirra eru þó mun fleiri þar sem
margir eru í hlutastörfum.
Aftur fundað í dag í
Straumsvíkur-deilu
Nokkrir aðrir samningar ein-
stakra félaga eða hópa sem ríki og
SA semja við eru enn lausir og er
erfið staða í kjaradeilu starfs-
manna álversins í Straumsvík en
sáttatilraunum í þeirri deilu var
fram haldið í gær.
Ólafur Teitur Guðnason, tals-
maður Rio Tinto Alcan á Íslandi,
varðist allra fregna þegar Morg-
unblaðið náði tali af honum eftir
fundinn. Boðað er til fundar aftur í
dag og segir Ólafur markmið
deiluaðila vera að ná saman. Gylfi
Ingvarsson, talsmaður starfs-
manna í Straumsvík, sagði enga
breytingu hafa orðið á stóru
ágreiningsmálunum á fundinum í
gær.
Þá er kjaradeila Verkalýðsfélags
Akraness og sveitarfélaganna í
biðstöðu á meðan mál sem VLFA
höfðaði er til meðferðar í fé-
lagsdómi. Félagið hafði vísað
þeirri deilu til ríkissáttasemjara.
Skv. upplýsingum sem fengust
hjá ríkissáttasemjara hefur verið
mikill gangur í frágangi kjara-
samninga að undanförnu og verið
skrifað undir samninga fyrir ýmsa
hópa nánast á hverjum degi.
Enn er ósamið í kjaraviðræðum
vegna starfsmanna hjá RARIK og
Orkuveitu Reykjavíkur svo
dæmi séu nefnd.
„Á fullu skriði að klára samninga“
Samninganefnd sveitarfélaga hefur lokið kjarasamningum við 35 af 64 stéttarfélögum Enn er
ósamið við þrjú félög starfsmanna á leikskólum og fjöldi minni hópa er í viðræðum við viðsemjendur
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Samningar Gengið hefur verið frá fjölda kjarasamninga á umliðnum dögum og hafa samningar nú verið endurnýj-
aðir fyrir vel yfir 90% allra launþega á landinu frá því að kjaraviðræður hófust á fyrri hluta þessa árs.
Greint var í gær frá niðurstöðu í
kosningu meðal félagsmanna í
Samiðn um nýjan kjarasamning
við ríkið og samþykktu 84%
samninginn en 16% voru hon-
um andsnúin. Kosningaþátttaka
var 74%. Einnig var kjarasamn-
ingur Rafiðnaðarsambandsins
við Reykjavíkurborg samþykkt-
ur samhljóða í atkvæðagreiðslu,
skv. upplýsingum félagsins.
Fulltrúar fjölmargra stéttar-
félaga og viðsemjenda þeirra
funduðu í gær í húsnæði ríkis-
sáttasemjara. Þar á meðal voru
samninganefndir Félags við-
skipta- og hagfræðinga og
Reykjavíkurborgar, Félags
stjórnenda í leikskólum og Fé-
lags leikskólakennara með við-
semjendum og Starfsmanna-
félag Reykavíkur og ríkið héldu
viðræðum sínum áfram í gær.
Þá eru fulltrúar Félags íslenskra
leikara vegna leikmynda- og
búningahönnuða og samninga-
nefnd FÍH í kjara-
viðræðum
þessa dag-
ana og við-
ræður fóru
fram í gær
milli SFR
og Samtaka
fyrirtækja í
velferðarþjón-
ustu.
84% sögðu
já í Samiðn
LJÚKA SAMNINGUM
Inga Rún
Ólafsdóttir
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Óvíst er hvort Ísland þyrfti að leggja
fram nýja umsókn um aðild að ESB
eða hvort nóg væri að draga fram um-
sóknina sem lögð
var fram 2009 og
lögð til hliðar í árs-
byrjun 2013.
Þetta er mat
Matthias Brink-
mann, sendiherra
ESB á Íslandi.
Sendiherrann
efndi til óformlegs
blaðamannafund-
ar í sendiráði Evr-
ópusambandsins í
Aðalstræti í Reykjavík í gær og bauð
svo til hádegisverðar.
Á fundinum fór hann yfir það sem
er efst á baugi hjá ESB en tekið var
fram að ekki væri heimilt að vitna í
sendiherrann. Hann veitti hins vegar
símaviðtal eftir fundinn.
Skref Íslands án fordæma
Spurður um ummæli sem hann lét
falla á fundinum varðandi stöðu aðild-
arumsóknar Íslands segir Brinkmann
að engin fordæmi séu fyrir því að um-
sóknarríki hafi staðið eins að málum
og Íslendingar. Svisslendingar hafi
sett umsókn sína til hliðar [árið 1992]
og Maltverjar fellt niður viðræðurnar
[1996], áður en þær voru svo hafnar á
ný [með þeirri niðurstöðu að Malta
gekk í ESB 2004].
„Það veit enginn hvað mun gerast
[varðandi aðildarumsókn Íslands].
Eins og ég nefndi er þetta í fyrsta sinn
sem svona lagað gerist. Hvað varðar
Möltu var ljóst að Maltverjar höfðu
aðeins fellt niður umsóknarferlið tíma-
bundið (e. suspended the negotiations)
og svo hélt það áfram. Eins og ég út-
skýrði er það undir aðildarríkjunum
komið [hvernig tekið verður á málinu].
Ef til valda kemur ný stjórn á Íslandi
sem hefur nýja stefnu og vill endur-
hefja samningaferlið þyrfti hún að
setja sig í samband við forseta ráð-
herraráðs ESB og útskýra sína hlið.
Síðan myndu fulltrúar aðildarríkjanna
á næsta fundi sínum í ráðinu … ræða
þá afstöðu íslenskra stjórnvalda að
vilja hefja ferlið á ný og svo spyrja
hvað bæri að gera næst.“
Brinkmann ítrekar að það væri
undir aðildarríkjunum komið, ekki
ESB, hvernig framhaldið yrði.
Enginn veit hvað myndi gerast
„Það er undir aðildarríkjunum kom-
ið hvernig þetta fer – ég get ekki sagt
til um það. Þau gætu sagt að þau vilji
nýja greiningu af hálfu ráðherraráðs-
ins eða litið svo á að ekki sé svo langur
tími síðan [aðildarumsókn Íslands var
lögð til hliðar] og að hægt sé að hefja
ferlið á ný. Ég veit ekki hvernig þetta
yrði. Það veit það enginn,“ segir
Brinkmann.
Til upprifjunar sendi Gunnar Bragi
Sveinsson utanríkisráðherra lettn-
eskum starfsbróður sínum, Edgars
Rinkevics, sem þá gegndi formennsku
í ESB, bréf hinn 12. mars sl. þar sem
þess var óskað að Ísland skyldi ekki
lengur álitið umsóknarríki af hálfu
Evrópusambandsins.
Hanna Birna vill hraða ferlinu
Brinkmann segir Hönnu Birnu
Kristjánsdóttur, formann utanríkis-
málanefndar, hafa lýst því yfir á fundi
þeirra nýverið að hún vildi hraða vinnu
vegna innleiðingar tilskipana frá ESB.
Mikill stafli af tilskipunum hefði safn-
ast upp sem biði afgreiðslu. Með því að
ferlinu yrði hraðað yrði dregið úr um-
svifum sendiráðs ESB á Íslandi vegna
tafa á innleiðingu.
„Staðan var hægt og bítandi byrjuð
að lagast áður en hún [Hanna Birna]
tók við formennskunni og þokast mál-
in nú í rétt átt,“ segir Brinkmann og
rifjar upp yfirlýsingar Gunnars Braga
um að efla starfsemi íslensku utanrík-
isþjónustunnar, hér heima og í Bruss-
el, m.a. í þágu Evrópusamstarfsins.
Jean-Claude Juncker, forseti fram-
kvæmdastjórnar Evrópusambands-
ins, sagði í ræðu í fyrrasumar, áður en
hann tók við embættinu, að fimm ára
hlé yrði gert á fjölgun aðildarríkja.
Samkvæmt því geta ný aðildarríki í
fyrsta lagi fengið inngöngu 2019.
Brinkmann segir engar breytingar
hafa orðið í þessu efni.
Íslensk stjórnvöld gætu hugsanlega
endurvakið aðildarviðræður við ESB
Reuters
Fánaborg Fáni Evrópusambandsins við höfuðstöðvarnar í Brussel.
Sendiherra ESB segir óljóst hver afstaða ráðherraráðsins yrði til aðildarumsóknarinnar frá 2009
Matthias
Brinkmann
Brinkmann vék að Schengen-
samstarfinu á blaðamannafund-
inum í gær. Hann rifjar aðspurður
upp að Ísland sé í Schengen vegna
þátttöku landsins í Norræna vega-
bréfasambandinu. Íslendingar og
Norðmenn hafi ákveðið að ganga í
Schengen-samstarfið.
„Ef Íslendingar myndu ákveða
að þeir vildu ekki lengur hafa hlut-
ina svona áfram myndu þeir lenda
í sömu klemmu og þeir voru í þeg-
ar þessi þrjú lönd gengu í Schen-
gen-samstarfið,“ segir Brinkmann
og vísar til Danmerkur, Svíþjóðar
og Finnlands. „Norræna vega-
bréfasambandið myndi þá líka
heyra sögunni til,“ segir Brink-
mann og bendir á tafir sem fylgja
auknu vegabréfaeftirliti.
Tímafrekt að herða eftirlit
SCHENGEN-SAMSTARFIÐ