Morgunblaðið - 25.11.2015, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015
✝ Ida SigríðurDaníels-
dóttir fæddist í
Reykjavík 17.
desember 1917.
Hún lést á Hrafn-
istu í Reykjavík
16. nóvember
2015.
Foreldrar
hennar voru
Daníel Krist-
insson búfræð-
ingur og bókari hjá Eimskip,
fæddur á Söndum í Dýrafirði
1888, d. 1950, og Áslaug Guð-
mundsdóttir handavinnukennari
og húsmóðir, fædd í Hafnarfirði
1890, d. 1969.
Systkini Idu eru Magnús, f.
1919, d. 2003, Kristín, f. 1920, d.
1977, og Magnús Már, f. 2.11.
1983.
2) Kristín lyfjafræðingur, f.
10.10. 1951. Dóttir hennar og
Kristjáns S. Sigurgeirssonar er
Elín Ida, f. 2.6. 1976.
3) Þorleifur Magnús raftækni-
fræðingur, f. 11.12. 1952. Kona
hans er Sigríður Matthíasdóttir
lífeindafræðingur, f. 25.7. 1953.
Langömmubörn Idu eru sjö.
Ida lauk verslunarprófi frá
Verzlunarskóla Íslands vorið
1935. Hún vann skrifstofustörf
eftir að hún lauk námi, fyrst hjá
danska sendiráðinu, þá starfaði
hún hjá Raftækjaeinkasölu rík-
isins og svo hjá raftækjaversl-
unni Electric til ársins 1947. Ida
tók mikinn þátt í starfi Kven-
félagsins Hringsins og einnig
vann hún mikið sjálfboðaliðs-
starf innan kvennadeildar Rauða
kross Íslands.
Útför Idu verður gerð frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag,
25. nóvember 2015, klukkan
13.
2005, Kristinn, f. 1926,
og Hjördís Ingunn, f.
1940.
Hinn 5. júlí 1947
giftist Ida Magnúsi
Þorleifssyni viðskipta-
fræðingi frá Karls-
skála í Helgustaða-
hreppi, f. 19.
september 1914, d. 19.
febrúar 1999. For-
eldrar hans voru Þor-
leifur Stefánsson
bóndi og sjómaður, f. 1876, d.
1918, og Margrét Þorsteinsdóttir
húsmóðir, f. 1874, d. 1949.
Börn Idu og Magnúsar eru:
1) Guðmundur rafeindavirki,
f. 12.8. 1948. Börn hans og Birnu
J. Jóhannsdóttur eru Sigríður, f.
2.4. 1973, Jóhann Þór, f. 22.10.
Nú er elsku amma mín búin
að kveðja þennan heim. Amma
sem var mér alltaf svo góð og
um hana á ég aðeins hlýjar
minningar.
Mér er það svo minnisstætt
þegar ég sem barn kom til
ömmu og afa á Grundó. Húsið
þeirra í Þingholtunum var allt-
af svo hlýtt og notalegt og ein-
hver ævintýraljómi yfir því,
fannst mér. Það var svo gaman
að fara upp og niður allar hæð-
irnar og leika feluleik og fleira.
Þegar ég fékk að gista var allt-
af búið um mig með nýþvegin
og strokin sængurföt af bestu
gerð og ég man enn hvað þau
ilmuðu vel.
Ég man eftir ömmu sem sat
á rúmstokknum, sagði mér
kvöldsögur og bað með mér
bænirnar. Og ég man eftir hrís-
grautnum með rauðu saftinni.
Það eru góðar minningar.
Amma var ein sú jákvæðasta
kona sem ég hef kynnst, alltaf í
góðu skapi og alltaf svo hlý og
góð. Amma var iðulega fín og
vel til höfð, og átti svo marga
fallega hluti, sem mér fannst
gaman að skoða.
Það var alltaf tekið svo vel á
móti okkur, þegar við komum í
heimsókn. Iðulega stóð skál á
borðinu með sælgæti í, sem við
krakkarnir vorum „trakteruð“
með.
Já, amma var vel að sér í
dönskunni og þótti gaman að
lauma inn orði hér og þar, sem
mér fannst svo gaman að, sér-
staklega eftir að ég flutti til
Danmerkur.
Amma fylgdist alltaf vel með
því sem var að gerast í kring-
um hana, og spurði iðulega
hvað væri að frétta af mér og
mínum.
Eftir að ég flutti út hélt ég
sambandinu við ömmu í síma
og í gegnum Skype. Þá sat hún
við tölvuna í herberginu sínu á
Hrafnistu með heyrnartólin á
höfðinu til að heyra nú örugg-
lega vel í mér. Og við gátum
vinkað hvor til annarrar með
hjálp tækninnar. Svona var hún
í takt við tímann.
Ég kveð elsku ömmu með
miklum söknuði og þakklæti
fyrir allar ljúfu stundirnar. Ég
veit at hún er á góðum stað og
heldur áfram að fylgjast með
okkur.
Hinstu kveðju færi ég ömmu
frá langömmubörnunum Sindra
Þór, Emil Snæ og Ísabellu
Maríu.
Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta
sinni hér
og hlýhug allra vannstu er fengu að
kynnast þér.
Þín blessuð minning vakir og býr í
vinahjörtum
á brautir okkar stráðir þú, yl og
geislum björtum.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Sigríður Guðmundsdóttir.
Elsku hjartans amma mín,
það er ljúfsárt að kveðja þig.
Þú varst alltaf svo jákvæð og
glöð og þakklát fyrir allt. Þú
varst svo stór partur í lífi mínu
því ég var mikið hjá ykkur afa
þegar ég var lítil. Minningarn-
ar hrannast upp í huganum,
gamlar og nýjar. Svo ótal
margar af Grundó, þegar við
spásséruðum um Þingholtin og
miðbæinn að erindast, t.d.
sækja dönsku blöðin og end-
urnýja happdrættismiðana. Þú
varst alltaf í síðri kápu og með
hatt, alltaf fín og gekkst aldrei
í buxum.
Við flettum saman dönsku
blöðunum, skoðuðum myndir af
kjólum og kóngafólki og þú
réðst krossgáturnar á núll
einni. Það var talsvert um
dönskuslettur á Grundó og allt
danskt var fínt. Þú spilaðir á
klaverið og afi söng, dásamleg
minning.
Þegar þú úlnliðsbrotnaðir
sagði læknirinn þér að spila á
píanóið, það væri besta end-
urhæfingin. Þá var nú aldeilis
spilað og lögin hans Fúsa í
uppáhaldi. Þú vélritaðir líka
eins og vindurinn, svakalega
hratt og það fannst stelpu-
skottinu flott. Hannyrðir voru
þínar ær og kýr, kunnir held ég
allt í þeim efnum. Þú reyndir
að kveikja þennan áhuga hjá
mér og ég kláraði nú einhverj-
ar útsaumsmyndir en síðan
ekki söguna meir, kemur
kannski seinna. Minningar úr
bústaðnum ykkar afa í Trað-
arholti eru líka ljúfar, alltaf
gott veður og hestastúss. Þú
sagðir ekki orð þó að ég færi
með troðfulla vasa af Cheerios-i
út í móa að fóðra hrossin,
keyptir bara meira í kaupfélag-
inu.
Þú varst mikið jólabarn og
alltaf allt klárt fyrir jólin á af-
mælinu þínu 17. des. Oft var
kveikt á jólatrénu á Austurvelli
í kringum afmælið þitt og þá
fórum við fyrst að fylgjast með
því og hlusta á afa syngja með
Dómkirkjukórnum. Svo var af-
mæli á eftir, ég finn ilminn af
heita súkkulaðinu.
Þið afi, kannski sérstaklega
afi var mikill áhugamaður um
íslenska tungu og málfar. Þeg-
ar ég var í þriðja bekk í MR
var stafsetningin heldur erfið
og fólk að fá mínustölur í ein-
kunn.
Ég greip til þess ráðs að
rölta til ykkar upp á Grundó og
þið lásuð upp fyrir mig staf-
setningaræfingar, fékk aldrei
mínustölu þökk sé ykkur.
Eftir árið mitt í Boston á ég
fjársjóð af bréfum frá ykkur
afa sem ég mun alltaf geyma.
Fyrir nokkrum árum misstir
þú af tíma í handsnyrtingu og
ég hljóp í skarðið og naglalakk-
aði þig. Eftir það vildir þú bara
að ég gerði þetta sem ég gerði
með mikilli gleði. Þetta voru
miklar gæðastundir sem við
áttum saman í „manicure“ eins
og þú sagðir á þinni flottu
dönsku.
Þú vildir ljósbleikt með pínu
sans því það væri svo elegant.
Við spjölluðum um alla heima
og geima, gamalt og nýtt og
fengum okkur konfekt og kók,
stundum sérrí.
Þó að það sé sárt að kveðja
þig, elsku amma mín, veit ég að
þú ert hvíldinni fegin og glöð
að vera komin til afa. Ég veit
að þið fylgist með okkur í sam-
einingu, hönd í hönd. Takk fyr-
ir allt og allt alltaf, eins og þú
varst vön að segja.
Þín,
Elín Ida.
Komið er að kveðjustund.
Langri ævi ömmu Idu er lokið.
Það er ekki sjálfgefið að fá
næstum heila öld í jarðvist og
fyrir það ber að þakka. Minn-
ingarnar eru fjölmargar og ylja
okkur, sem návistar hennar
nutum.
Amma var alla tíð heilsu-
hraust. Þegar við spurðum
hana um heilræði því tengd
sagði hún lykilinn að langlífi og
heilsu vera „nóg af sterku
kaffi“.
Ekki má heldur gleyma að
taka matskeið af koníaki fyrir
mannamót, til að grípa ekki
einhverja pest.
Jákvæðari manneskju en
ömmu Idu var vart hægt að
hugsa sér.
Alltaf sagði hún allt það
besta og var þakklát fyrir allt
og alla.
Hún talaði ávallt af einlægri
hlýju um starfsfólk Hrafnistu,
þar sem hún dvaldi síðustu ár
við gott atlæti.
Allir voru henni góðir. Það
var alltaf gaman að heimsækja
hana, þiggja kaffi og spjalla um
gömlu dagana í miðbænum,
heyra sögurnar og rifja upp
liðna tíð.
Það var aðdáunarvert að sjá
hve vel hún fylgdist með því
sem var að gerast í þjóðmál-
unum og hve einstaklega vel
fylgdist hún með ferðum og líð-
an afkomenda sinna og þeirra
fólki.
Við vitum hve hún naut þess
að fá sendibréfin og póstkortin
frá okkur og það var okkur
jafnframt einstök ánægja að
skrifa þau og leyfa henni að
fylgjast með ferðum okkar á
gamla mátann.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Við kveðjum ömmu Idu með
sömu orðum og hún kvaddi
okkur ávallt að lokinni heim-
sókn: „Þakka þér innilega fyrir
allt og hafðu það sem allra
best.“
Þínir,
Jóhann Þór og Ragnar.
Elsku lamman okkar, það er
svo skrýtið að þú sért farin frá
okkur en við erum svo heppnar
að hafa átt langömmu eins og
þig.
Þú varst alltaf svo fín í pilsi
og blússu með sítt hálsmen, og
hárið var að sjálfsögðu alltaf
fínt.
Það var alltaf svo gaman að
koma til þín í kók og konfekt
og okkur fannst alltaf jafn
skondið þegar þú plokkaðir
marsípanlakkrískubbana í
sundur og borðaðir bara mar-
sípanið.
Þegar við vorum litlar og
komum til þín í Jökulgrunn átt-
irðu alltaf apaís í frystinum og
svo spiluðum við samstæðuspil
við eldhúsborðið en færðum
okkur upp í Veiðimann þegar
við urðum eldri.
Þegar þú hættir að geta
komið í afmæli til okkar fórum
við með kökur á afmælisdiski
til þín daginn eftir.
Þér fannst sérstaklega
gaman að sjá hvaða fígúru við
höfðum valið það árið og
geymdir allar servíetturnar, því
þú safnaðir þeim þegar þú
varst ung og skildir ekkert í því
að við gerðum það ekki líka.
Við munum alltaf muna eftir
jólunum með þér þar sem
okkur fannst þú vera hundrað
ár að opna pakka, því þú pass-
aðir svo vel upp á að skemma
ekki fína pappírinn og braust
hann svo saman.
Þú varst svo hlý og góð en
við vitum að núna ertu komin á
betri stað til afa Magga og þið
fylgist með okkur systrum.
Þínar langömmustelpur,
Kristín María
og Bryndís Marta.
Ida Sigríður
Daníelsdóttir
á Hótel Borg
Hlý og persónuleg þjónusta
Hótel Borg | Pósthússtræti 11| Sími 578-2020
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR EINAR BJÖRN KARLSSON
málarameistari,
Ekrusmára 21,
lést laugardaginn 14. nóvember.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn
27. nóvember klukkan 15. Þeim sem vilja minnast hans er bent
á Minningarsjóð MND félagsins, sími 565 5727, reikningsnr.
0516-26-5445, kt. 630293-3089.
.
Hjördís Ólafsdóttir,
Karl Sigurðsson, Heiðbjört Gylfadóttir,
Gunnar Sigurðsson, Kristín H. Hafsteinsdóttir,
Anna Sigurðardóttir, Elías Víðisson,
Linda Margrét, Eyþór Ingi, Gylfi Freyr,
Sigurður Egill, Elías Karl, Óðinn, Máni, Bjartur
og óskírð Gylfadóttir.
Elskuleg frænka okkar,
SESSELJA GUÐMUNDSDÓTTIR,
lengst af til heimilis að
Grundarstíg 5, Reykjavík,
lést að Hjúkrunarheimilinu Eiri þann
21. nóvember. Útförin fer fram frá
Fossvogskapellu föstudaginn 27. nóvember klukkan 11.
Blóm vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er
bent á Barnaspítala Hringsins.
.
Guðrún Birna Guðmundsdóttir,
Vigdís Klara Aradóttir,
Halldóra Æsa Aradóttir
og fjölskyldur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
HLÖÐVER INGVARSSON,
Laufrima 6,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum Fossvogi
22. nóvember síðastliðinn.
.
Ragna Hjaltadóttir,
dætur, tengdasonur og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARÍA ÁSBJÖRNSDÓTTIR,
Borgarbraut 65a,
Borgarnesi,
andaðist í Brákarhlíð laugardaginn
21. nóvember.
.
Jónína K. Eyvindsdóttir, Magnús Kristjánsson,
Drífa Eyvindsdóttir,
ömmu- og langömmubörn.
Útför
HARÐAR ÞÓRISSONAR
frá Laugarvatni,
Hátúni 12, Reykjavík,
fer fram frá Seljakirkju í Reykjavík
föstudaginn 27. nóvember klukkan 15.
Þeir sem vilja minnast hans láti minningarsjóð
Sjálfsbjargarheimilisins Hátúni 12, s. 550-0300, njóta þess.
.
Esther Matthildur Kristinsdóttir,
Rósa Þórisdóttir,
Hrönn Þórisdóttir, Hrafn Arnarson,
Gerður Þórisdóttir, Lars Hansen,
Þórir Þórisson, Margrét R. Kristjánsdóttir
og frændsystkini.
Ástkær móðir okkar, systir og frænka,
ESTER LÍSA GUÐNADÓTTIR,
lést í Seattle í Washington fimmtudaginn
12. nóvember.
.
Fjölskylda hinnar látnu.