Morgunblaðið - 25.11.2015, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 25.11.2015, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015 Alls ætla 147 þjóðarleiðtogar að taka þátt í loftslags- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst á mánudag- inn kemur og stendur til 11. desember. Franska utan- ríkisráðuneytið skýrði frá þessu í gær og sagði að enginn þjóðarleiðtogi hefði hætt við þátttöku í ráð- stefnunni vegna hryðjuverkanna sem kostuðu 130 manns lífið í borginni 13. nóvember. Barack Obama Bandaríkjaforseti hafði hvatt leiðtogana til að mæta á ráðstefnuna til að „senda þau skilaboð að grimmd nokkurra vígamanna“ kæmi ekki í veg fyrir „að heims- byggðin tækist á við bráðnauðsynleg verkefni“. Þetta verður ein fjölmennasta ráðstefna þjóðar- leiðtoga í sögunni utan höfuðstöðva Sameinuðu þjóð- anna í New York. Um 115 þjóðarleiðtogar tóku þátt í loftslagsráðstefnu í Kaupmannahöfn árið 2009. Gert er ráð fyrir að alls verði um 40.000 manns á ráð- stefnunni, þeirra á meðal embættismenn, fjölmiðla- menn og þátttakendur í sýningum sem tengjast henni. Loftslagsráðstefnan í París Heimild: Climate Action Tracker Ráðstefnu- miðstöð Vettvangur fyrir umræðu og fræðslu 32 salir fyrir samninga- nefndir Fjölmiðlamiðstöð 10 fundar- salir Svæði opið almenningi Svæði fyrir fulltrúana Salir fyrir allsherjar- fundi PARÍS Barack Obama Xi Jinping Banda- ríkin Kína Narendra Modi Indland Kynningarsalur 140.000 m222.000 m2 Opið fulltrúum fyrirtækja 147 þjóðarleiðtogar verða á ráðstefnunni Montreuil- bær CentQuatre- miðstöðin Grand Palais sýningarhöllin „Topp- fundur borgaranna“ Lausnir í loftslagsmálum Svæði aðgerða- sinna Viðburðir borgarasamtaka Vladímír Pútín RússlandAngela Merkel Þýskaland Frakkland +3,7 til 4,8°C Francois Hollande 21COP 7.-11. des. 5.-6. des. 4.-10. des. Markmið ráðstefnunnar Alþjóðlegt samkomulag um að hlýnun jarðar verði ekki meiri en 2°C fyrir 2100 Hlýnunin í tölum 40 til 70% Minnka þarf losunina um 40-70% til að koma í veg fyrir að hlýnunin verði meiri en 2°C, að mati sérfræðinga Áætluð hlýnun fyrir 2100 ef losunin verður óbreytt minnka losun gróðurhúsa- lofttegunda til að 105 básar 18 sýningar Mikill öryggisviðbúnaður verður í borginni vegna ráðstefnunnar sem fer fram 30. nóv. til 11. des. Le Bourget 147 þjóðarleiðtogar á ráðstefnunni í París Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Vladímír Pútín, forseti Rússlands, mótmælti í gær árás tyrkneskrar orrustuþotu, sem skaut niður rúss- neska herþotu við landamæri Sýr- lands og Tyrklands, og sagði að hún myndi hafa „alvarlegar afleiðingar fyrir tengsl Rússa og Tyrkja“. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sem á aðild að Atlants- hafsbandalaginu, óskaði eftir því að sendiherrar aðildarríkjanna kæmu saman til aukafundar í Brussel vegna málsins síðdegis í gær. Hann boðaði einnig yfirmenn tyrkneska hersins og leyniþjónustunnar og æðstu ráðherra ríkisstjórnarinnar til neyðarfundar í Ankara. „Allir verða að virða rétt Tyrkja til að verja landamæri sín,“ sagði tyrkneski for- setinn. Tíu sinnum vöruð við Tyrknesk stjórnvöld sögðu að orr- ustuþota af gerðinni F-16 hefði grandað rússneskri herþotu sem hefði rofið lofthelgi Tyrklands tíu sinnum á fimm mínútum. Talsmaður Bandaríkjahers í Írak, Steve Warr- en ofursti, staðfesti þetta, sagði að Bandaríkjaher hefði fylgst með fjar- skiptum tyrknesku þotunnar og flugmenn hennar hefðu tíu sinnum varað rússnesku þotuna við áður en hún var skotin niður. Rússar neituðu þessu og sögðu að þotan hefði ekki farið í tyrknesku lofthelgina. Tveir flugmenn voru í rússnesku vélinni, orrustuþotu af gerðinni Su-24, og þeir skutu sér út úr henni í fallhlíf. Sýrlenskir uppreisnarmenn skutu á flugmennina og talsmaður rússneska hersins sagði að annar þeirra hefði beðið bana. Tvær her- þyrlur voru sendar á svæðið til að leita að flugmönnunum og önnur þeirra þurfti að nauðlenda þegar uppreisnarmenn skutu á hana. Rúss- neskur hermaður í þyrlunni lét lífið í árásinni, að sögn talsmanns hersins. Lavrov aflýsti ferð til Tyrklands Mikil spenna hefur verið í sam- skiptum Tyrkja og Rússa eftir að Pútín fyrirskipaði loftárásir í Sýr- landi í september. Rússar segja að þær beinist að vígamönnum Ríkis íslams, samtaka íslamista, og „öðr- um hryðjuverkamönnum“ en Tyrkir og bandamenn þeirra í NATO hafa sakað rússneska herinn um að ráðast aðallega á aðra andstæðinga ein- ræðisstjórnarinnar í Sýrlandi, meðal annars uppreisnarmenn sem njóta stuðnings Tyrkja. Pútín sagði að árásin á þotuna væri „rýtingsstunga í bakið af hálfu samstarfsmanna hryðjuverka- manna“ og sakaði tyrkneska herinn um að hafa stutt vígamenn Ríkis ísl- ams í stríðinu í Sýrlandi. Seinna skýrði Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, frá því að hann hefði ákveðið að aflýsa fyrir- hugaðri ferð sinni til Tyrklands. Gert hafði verið ráð fyrir því að Lavrov færi til Tyrklands í dag til að reyna að jafna ágreining ríkjanna um loftárásirnar í Sýrlandi og finna leiðir til stuðla að viðræðum um frið í landinu. Eftir að rússnesku herþotunni var grandað réð Lavrov öllum Rússum frá því að ferðast til Tyrklands vegna hættu á hryðjuverkum í landinu. Sendiráðsmenn kallaðir á teppið „Flugvélin okkar var skotin niður yfir sýrlensku landsvæði með flug- skeyti frá tyrkneskri þotu af gerð- inni F-16,“ sagði Pútín við frétta- menn í Sotsjí við Svartahaf eftir fund með Abdullah II, konungi Jórdaníu. „Flugmennirnir og vélin okkar ógn- uðu ekki Tyrklandi á nokkurn hátt, það er augljóst.“ Pútín sagði að þotan hefði hrapað um fjóra kílómetra frá landamærun- um að Tyrklandi. Hún hefði áður gert árásir á liðsmenn Ríkis íslams og flestir þeirra væru frá Rússlandi. „Flugmennirnir voru að gera fyrir- byggjandi árásir á hryðjuverkamenn sem gætu snúið aftur til Rússlands hvenær sem er.“ Embættismenn rússneska utan- ríkisráðuneytisins kölluðu hermála- fulltrúa í sendiráði Tyrklands í Moskvu á sinn fund til að mótmæla árásinni og rússneskur sendifulltrúi var boðaður á fund í utanríkisráðu- neytinu í Ankara. Sögð vera „rýtingsstunga í bakið“  Rússar fordæma árás tyrkneskrar herflugvélar sem skaut rússneska herþotu niður við landamæri Sýrlands og Tyrklands  Tyrknesk stjórnvöld segja að rússneska þotan hafi rofið lofthelgi Tyrklands AFP Árásum mótmælt Tyrkir mótmæla loftárásum Rússa í Sýrlandi fyrir utan rússneska sendiráðið í Ankara eftir að rússneska herþotan var skotin niður. AFP Lét hörð orð falla Vladímír Pútín fordæmdi árásina á rússnesku herþotuna þegar hann ræddi við fréttamenn í bústað sínum í Sotsjí í gær. Dregið verði úr spennunni » Ban Ki-moon, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti í gær Rússa og Tyrki til að gera þegar í stað ráðstaf- anir til að draga úr spennunni í samskiptum ríkjanna eftir að rússneska herþotan var skotin niður. Hann lagði einnig til að efnt yrði til óháðrar rannsóknar á árásinni. » Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir stuðn- ingi við Tyrki og sagði að þeir hefðu rétt til að verja lofthelgi sína. Franski saksóknarinn Francois Molins sagði í gær að rannsókn á hryðjuverkunum í París 13. nóv- ember hefði leitt í ljós að belgíski íslamistinn Abdelhamid Abaaoud, sem er talinn hafa skipulagt þau, hefði einnig undirbúið árásir á við- skiptahverfi í vesturhluta borgar- innar. Abaaoud og samverkamaður hans hefðu ætlað að gera sjálfsvígs- árásir í hverfinu. Francois Hollande, forseti Frakklands, átti fund með Barack Obama Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í Washington í gær og þeir ræddu meðal annars baráttuna gegn samtökunum Ríki íslams sem lýstu árásunum í París á hendur sér. Forsetarnir sögðust ætla að herða loftárásir Bandaríkja- manna og Frakka á víga- sveitir samtak- anna í Sýrlandi og Írak og auka samstarf ríkj- anna í hernaðinum, meðal annars við að afla upplýsinga um skot- mörk. Hollande sagði að Frakkar hygðust ekki hefja landhernað í Sýrlandi. HRYÐJUVERKIN Í PARÍS Undirbjó árásir í viðskiptahverfinu Abdelhamid Abaaoud

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.