Morgunblaðið - 25.11.2015, Side 36

Morgunblaðið - 25.11.2015, Side 36
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 329. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696 1. Varað við ferðalögum 2. Æðiskast vegna reglna um … 3. Rússnesk herflugvél skotin niður 4. Löglegt en pirrandi »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Gerð verður framhalds- þáttaröð fyrir sjónvarp upp úr Nautinu, bók rit- höfundarins Stef- áns Mána sem kom út á dög- unum. Pegasus hefur keypt kvik- myndaréttinn, verðlaunaleikstjórinn Baldvin Z mun skrifa handrit í félagi við aðra og hann leikstýrir verkinu. „Þetta er mjög spennandi og fyrir mér er í raun draumur að rætast,“ sagði Stefán Máni við Morgunblaðið í gær. Þegar hann sá Vonarstræti Bald- vins Z í kvikmyndahúsi hugsaði hann strax með sér að „hann væri rétti maðurinn til að gera eitthvað við Nautið“. Baldvini Z líst vel á verkefnið. Fyrst hafi verið rætt um að gera bíómynd upp úr bókinni „en eitthvað kveikti í mér að gera sjónvarpsseríu. Það fannst mér ótrúlega spennandi kost- ur því sagan býður upp á töluvert öðruvísi þáttaröð en gengur og ger- ist; þetta er einhvers konar drama með spennu- og hryllingsívafi“. Naut Stefáns Mána verður sjónvarpssería Baldvin Z  Gítarleikarinn Björn Thoroddsen leikur á tónleikum á Björtuloftum í Hörpu í kvöld kl. 21. Björn mun fyrst leika einn með gítar- inn og eftir hlé með rytmaparinu Jóni Rafnssyni og Sigfúsi Óttarssyni. Björn mun m.a. leika djass og rokk og þá m.a. lög eftir Bítlana. Björn á Björtuloftum Á fimmtudag Suðvestan 15-23 m/s og skúrir eða él en bjart- viðri á Austurlandi. Hiti 0 til 5 stig. Norðlægari fyrir norð- vestan á landinu um kvöldið með snjókomu og kólnandi veðri. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hægt vaxandi sunnanátt með snjókomu eða slyddu en 8-15 m/s undir kvöld og rigning á Suður- og Vest- urlandi. Suðvestlægari seint um kvöldið og hvessir. VEÐUR Barcelona og Bayern München sýndu bæði snilldartakta þegar þau tryggðu sér farseðilinn í 16-liða úrslit Meistara- deildar Evrópu í knatt- spyrnu í gærkvöld. Það var sannkallað markaregn í leikjunum átta en alls voru skoruð 27 mörk og af þeim skoruðu Evrópu- meistarar Barcelona sex mörk og Bayern München fjögur. »4 Markaregn í Meistaradeildinni Keppnin um Íslandsmeistaratitil kvenna í handknattleik hefur sjaldan verið eins jöfn og í vetur. Aðeins fimm stig skilja að sex efstu liðin og einnig er hörð barátta um sæti í úr- slitakeppninni og í nýrri úrvalsdeild á næsta ári. Guðríður Guðjónsdóttir segir að deildin sé skemmtilegri en áður, fleiri leikmenn séu í betri æfingu og hafi meiri metnað til að ná langt, en hún vill þó sjá fleiri stelpur setja handbolt- ann í forgang. »2-3 Deildin er jafnari og skemmtilegri en áður „Ef ég miða við leikinn sem ég hef séð hjá Slóvökum á móti Portúgölum sýnist mér við eiga bara ágæta möguleika,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari kvennalandsliðsins í körfu- knattleik. Ísland tekur á móti Slóvak- íu í öðrum leik sínum í undankeppni Evrópumótsins í Laugardalshöllinni í kvöld en Ísland tapaði fyrir Ungverja- landi um síðustu helgi. »1 Mæta Slóvökum í Höllinni í kvöld ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Ég syng þetta lag gjarnan enn þegar ég kem fram, enda er það svo tengt við mig að ég kynni mig stundum í gamni sem Þorvald á sjó,“ segir Þorvaldur Halldórsson tónlistarmaður, en um þessar mundir er hálf öld liðin frá því að hann sló eftirminnilega í gegn með laginu Á sjó sem hann söng með sinni djúpu rödd við undirleik Hljóm- sveitar Ingimars Eydals á Akureyri. Það var á fyrstu plötu hljómsveitarinnar. Munu fá lög í flutningi íslensks tónlistarmanns hafa náð jafn- miklum vinsældum. Þetta var haustið 1965 og ári seinna sendi Þorvaldur frá sér sólóplötu, þá að- eins 22 ára gamall. Á plötuumslagið ritar Svavar Gests: „Þorvaldur Halldórsson var óþekktur söngvari fyrir einu ári. En þá söng hann lagið Á sjó inn á hljómplötu og síðan hefur þetta lag heyrzt í óskalagaþáttum útvarpsins oftar en nokk- urt annað lag, enda hljómplatan selzt í helmingi stærra upplagi heldur en nokkur önnur íslenzk hljómplata. Nú þekkir öll þjóðin Þorvald.“ Óhætt er að segja að þjóðin þekki Þorvald enn því sjómannalögin sem hann gerði vinsæl eru áfram spiluð og hann sést gjarnan á kristilegum samkomum og mannfagnaði eldri kynslóðarinnar. „Ég var búinn að syngja Á sjó á tónleikum í Sjallanum í heilt ár áður en við hljóðrituðum það. Við töldum okkur vita að það fengi góðar undir- tektir. Lagið er erlent en íslenski textinn er eftir Ólaf heitinn Ragnarsson, skólabróður minn frá Siglufirði,“ segir Þorvaldur. Hann segist hafa ver- ið í sex eða sjö ár í Hljómsveit Ingimars Eydals, en flutt svo suður. Fyrst til Reykjavíkur og síðan Vestmannaeyja eftir gos. Allt í lagi með þig? „Ég á mjög góðar minningar um þessi ár fyrir norðan og sérstaklega kynnin af Ingimar sem héldu áfram allt þar til hann lést. Stundum eftir að hljómsveitin var hætt söng ég með honum á tónleikum. Hann var óskaplega notalegur maður og mér er minnisstætt að eftir að ég var fluttur til Eyja og búinn að lýsa því yfir í útvarpi að ég væri frelsaður maður kom Ingimar óvænt í heimsókn til mín. Var þá á söngferðalagi með Karlakórnum Geysi. Hann bankaði hjá mér og sagði: „Ég er nú bara að athuga hvort ekki sé allt í lagi með þig, Valdi minn!“ Og það var allt í lagi og mér leið vel eftir að hafa frelsast til sannrar trúar,“ segir Þor- valdur. Meðfram söngnum stundaði Þorvaldur húsasmíðar og rafvirkjun, en báðar þessar iðn- greinar lærði hann. Þegar aldurinn sagði til sín um aldamótin fór hann að syngja aftur og hefur hann síðan eingöngu lifað af tónlist. Þótt hann sé þekktastur fyrir sjómannalögin hefur hann aldrei stundað sjómennsku. Fór þó ungur einn túr með síldarbát út á Grímseyjarsund en segist hafa orðið svo sjóveikur að það varð að styðja hann þegar í land kom. „Þorvaldur á sjó“ góðan dag  Hálf öld liðin frá því lagið Á sjó sló eftirminni- lega í gegn hér á landi Morgunblaðið/Golli Söngvarinn Þorvaldur Halldórsson var á tímabili orðinn svolítið þreyttur á laginu Á sjó, en síðan tók hann það í sátt á nýjan leik og syngur það nú gjarnan þegar hann kemur fram á tónleikum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.