Morgunblaðið - 25.11.2015, Síða 33

Morgunblaðið - 25.11.2015, Síða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015 » Hinn eini sanni Bogomil Font tróð upp á Kexhosteli í gærkvöldi með hljómsveit og flutti lög eftir Kurt Weill, Cole Porter og Rafael De Leon, öðru nafni Roaring Lion. Steinar Sigurðarson lék á saxófón, Árni Heiðar Karlsson á píanó og Óttar Sæmundsen á kontrabassa. Var góður rómur gerð- ur að fagurgala Bogomil og trumbuslætti og fag- mannlegum flutningi meðreiðarsveina hans enda valinn maður í hverju rúmi. Stórsöngvarinn Bogomil Font og hljómsveit héldu tónleika á Kex hosteli Flottheit Steinar Sigurðarson saxafónleikari og hinn eini sanni Bogomil Font voru fagmannlegir, flottir og fyndnir enda Bogomil ekki þekktur fyrir annað. Áhorfendur Gestir sátu þétt og voru ánægðir með flutninginn. Aðdáun Sötrað og hlustað á fagra tóna í góðri stemningu á Kex hosteli. Góðir Árni Heiðar Karlsson á píanó og Óttar Sæmundsen á kontrabassa. Morgunblaðið/Eggert Sýning á málverkum Elínar Rafns- dóttur stendur nú yfir í sal félags- ins Íslensk grafík í Hafnarhúsi. Elín er listmálari og kennari á listnáms- braut Fjölbrautaskólans í Breið- holti og er þetta fyrsta einkasýning hennar í langan tíma þar sem hún hefur sett allan sinn sköpunarkraft í kennslu undanfarin 24 ár. Elín nam myndlist í Myndlista- og handíðaskóla Íslands, akademíunni í Kaupmannahöfn, í San Fransisco og lauk meistaranámi í New York. Hún sýnir olíumálverk á striga og segir að þau megi flokka undir ab- strakt expressjónisma. Hún hafi sótt innblástur í smámótíf í ís- lenskri náttúru í bland við tilfinn- ingalega tjáningu. Sýningin stend- ur til 29. nóvember. Á sýningunni Eitt málverka Elínar. Náttúra og tjáning Kvikmyndirnar Hrútar og Fúsi sanka enn að sér verðlaunum á er- lendum kvikmyndahátíðum. Hrútar eftir leikstjórann Grím Háokon- arson hlutu hvorki meira né minna en þrenn verðlaun um liðna helgi, verðlaun sem besta kvikmyndin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Ljubljana í Slóveníu, Krzysztof Kieslowski-verðlaunin fyrir bestu kvikmynd á kvikmyndahátíðinni í Denver í Bandaríkjunum og Silfur- froskinn í aðalkeppni Camerimage- hátíðarinnar í Bydgoszcz í Póllandi fyrir kvikmyndatöku Sturla Brandth Grøvlen, að því er fram kemur á vefnum Klapptré. Kvikmyndin hefur nú hlotið 21 verðlaun og þar af níu aðalverðlaun. Fúsi, kvikmynd Dags Kára Péturssonar, hefur hlotið 12 verðlaun, þau síðustu föstudaginn 20. nóvember þegar Dagur hreppti leikstjórnarverðlaunin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Kaíró. Sigurganga íslenskra kvikmynda á árinu hefur verið lyginni líkust og líður vart lengur sú helgi að íslensk- ar kvikmyndir hljóti ekki verðlaun á erlendum hátíðum. Þrestir, kvik- mynd leikstjórans Rúnars Rúnars- sonar, hefur, líkt og Hrútar og Fúsi, gert það gott, hlotið sex verðlaun og ber þar hæst aðalverðlaun kvik- myndahátíðarinnar í San Sebastián á Spáni. Verðlaunamynd Úr kvikmyndinni Hrútum sem hlotið hefur 21 verðlaun. Hrútar og Fúsi sanka að sér verðlaunum Tækni í þína þágu hitataekni.is Bjóðum upp á fjölbreyttan búnað svo sem loftræsingar, hitakerfi, kælikerfi, rakakerfi sem og stjórnbúnað og stýringar. Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 - hitataekni@hitataekni.is HUNGER GAMES 4 3D 7,10(P) HUNGER GAMES 4 2D 5,8 SPECTRE 6,9 HANASLAGUR 4:50 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar POWERSÝNING KL. 10

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.