Morgunblaðið - 25.11.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.11.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Smiðurinn var einbeittur við vinnu sína, með skrúfu í munnvikinu og bor í hendi, að smíða skjólvegg innan um berar hríslurnar. Sæmilega viðrar til útivinnu næstu daga en úrkoman mun aukast. Spáð er hægt vaxandi sunnanátt í dag með snjókomu eða slyddu. Þegar líður á kvöldið verða átta til fimmtán metrar á sekúndu á land- inu. Það hlýnar í veðri og hitinn verður tvö til sjö stig en vægt frost á Austurlandi. Tréverk innan um beran trjágróður Morgunblaðið/Golli Úrkomusamt í dag og ýmist fellur snjókoma eða slydda á landinu Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stjórnendur Björgunar hafa lýst yfir altjóni vegna dæluskipsins Perlu sem sökk í Gömlu höfninni í Reykjavík í byrjun mánaðarins. Ráðstöfun flaksins er á hendi tryggingafélagsins Sjóvár. Stjórn- endur Björgunar ráða nú ráðum sínum um framhaldið. Perla hefur þjónað Björgun í áratugi. Skipið sökk í Gömlu höfn- inni 2. nóvember, skömmu eftir sjó- setningu úr Slippnum. Það náðist raunar á flot aftur 16. nóvember eftir umfangsmikla aðgerð og ligg- ur enn við Ægisgarð. Skipið er mjög illa farið eftir óhappið. Lárus Dagur Pálsson, forstjóri Hornsteins sem er móðurfélag Björgunar, segir að eftir mat út- gerðarinnar á skipinu hafi verið lýst yfir altjóni. Málið sé nú í með- ferð hjá Sjóvá og endurtryggjanda þess. Bætur fara eftir trygginga- fjárhæð og skilmálum. Lárus segir ekki tímabært að gefa út hvert tjónið er. Telur hann þó útlit fyrir að það verði ekki högg á efnahags- reikning Björgunar. Hins vegar geti óhappið skapað erfiðleika í verkefnum sem Björgun hafi tekið að sér. Sóley tekur hluta verkefna Félagið á tvö önnur dæluskip. Dísa er bundin í verkefnum í Land- eyjahöfn út febrúarmánuð. Sóley er í því hlutverki að afla malarefna í steinsteypuframleiðslu á höfuð- borgarsvæðinu. Lárus Dagur segir að Sóley verði notuð í einhver verk sem Perla átti að sinna. Hún geti þó ekki sinnt öllum verkefnum hennar því Perla sé öðruvísi skip, styttra og risti ekki eins djúpt. Stjórnendur Björgunar eru að huga að framhaldinu en Lárus Dagur tekur fram að engin ákvörðun hafi verið tekin um að fjárfesta í nýju dæluskipi. Rannsóknarnefnd samgönguslysa vinnur að rannsókn á orsökum óhappsins. Jón Arilíus Ingólfsson, rannsóknarstjóri sjóslysa, segir að verið sé að taka saman niðurstöður og reiknar með að þær verði lagðar fram á næsta fundi nefndarinnar. Þegar Perla sökk komu björg- unarbátar ekki upp. Það var vegna þess að ekki var nógu mikið dýpi þar sem skipið sökk. Jón segir að ætlunin hafi verið að taka búnaðinn og sökkva honum til að prófa hann. Ekki hafi komið til þess vegna þess að búnaðurinn hafi skilað hlutverki sínu þegar sjávarstaða var orðin hærri. Þá hafi búnaðurinn verið kominn á milli þriggja og fjögurra metra dýpi og nægur þrýstingur til að sleppa bátnum. Lýst yfir altjóni á Perlu  Afdrif dæluskipsins Perlu á forræði tryggingafélagsins Sjóvár  Ekki hefur verið gengið frá tryggingabótum  Óhappið getur raskað verkefnum Björgunar Morgunblaðið/Árni Sæberg Dæluskip Perla hefur lokið hlut- verki sínu fyrir Björgun. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Reykjavíkurborg hefur dregið sig út úr viðræðum við Seltjarnarnes- bæ um byggingu fimleikahúss í bænum. Af um 500 fimleikaiðk- endum eru 75% búsett í Reykjavík. „Það var kominn grundvöllur fyrir samningum þannig að borgin myndi greiða leigu,“ segir Magnús Örn Guðmundsson, formaður íþrótta- og tómstundanefndar Sel- tjarnarness, en viðræður höfðu til þessa gengið vel, að sögn hans. Áætlaður kostnaður við viðbygg- ingu á íþróttahúsi með fimleika- aðstöðu er um 700 milljónir kr. og segir Magnús að það sé of stór biti fyrir 4.400 manna bæjarfélag. „Ástæða þess að við leggjum svo mikla áherslu á aðkomu Reykjavík- urborgar er sú að þetta er gríðar- lega dýrt mannvirki auk þess sem 75% iðkenda koma þaðan,“ segir Magnús. Hann bendir á að biðlistar séu hjá öllum fimleikafélögum og þar sé Grótta engin undantekning. Hann segir að málið sé á upphafs- reit sem stendur. „Við sjáum það að fimleikadeildin getur ekki haldið áfram að stækka og þurfum því að setja einhvers konar fjöldatak- markanir. Hún þarf jafnvel að minnka umtalsvert svo við getum veitt okkar fólki betri þjónustu,“ segi Magnús. Sagt var frá málinu í Nesfréttum en þar kemur fram að á fundi borgarráðs 22. október sl. hafi ver- ið samþykkt bókun frá fulltrúum Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Framsóknar og flugvall- arvina um að í ljósi fjárhagsstöðu borgarinnar telji ráðið ekki unnt að halda verkefninu áfram. Sjálfstæð- ismenn lögðu hins vegar fram bók- un um að skoða þyrfti málið betur og gera þarfagreiningu fyrir vest- urhluta borgarinnar. Borgin úr viðræðum um fimleikahús Fimleikahús Bygging fimleikahúss hefur verið á döfinni í tvö ár.  Fimleikahús á Seltjarnarnesi á byrjunarreit  75% iðkenda úr Reykjavík Atvinnuleysi einstaklinga sem ekki hafa lokið framhaldsskólaprófi er með því minnsta hér á landi eða 4,7% í samanburði allra aðildarlanda OECD. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu OECD um stöðu og þróun menntamála (Education at a Glance) í aðildarlöndum OECD, sem kom út í gær. Miðast sá samanburður við stöðuna á seinasta ári. Þá var at- vinnuþátttaka fólks á aldrinum 25-64 ára óháð menntun sú mesta hér á landi í öllum aðildarlöndunum eða 74% meðal þeirra sem ekki hafa lok- ið framhaldsskólanámi en meðaltal þessa hóps innan OECD var þá 56%. Þetta hlutfall hefur hækkað ár frá ári hér á landi. Útgjöld yfir meðaltali Fram kemur að meirihluti fólks á aldrinum 15 til 34 ára sem hafði lokið einhverju framhaldsnámi fékk starf innan árs frá útskrift. Atvinnuþátt- taka þess var 84% eða 20 prósentu- stigum meiri en meðaltalið innan 26 aðildarlanda OECD sem saman- burðurinn náði til. Í umfjöllun um Ísland er bent á að opinber útgjöld hér á landi á há- skólastigi drógust saman eftir fjár- málakreppuna 2008 en hlutfall þeirra af landsframleiðslu er engu að síður yfir meðaltali OECD- landanna. Á öðrum skólastigum, allt frá leik- og grunnskóla yfir á fram- haldsskólastigið, hafa útgjöld í OECD-löndunum farið vaxandi á ár- unum eftir fjármálahrunið árið 2008 í 20 af aðildarlöndum OECD en á Ís- landi drógust þau saman á þessum árum um 8%. omfr@mbl.is Mikil at- vinnuþátt- taka óháð menntun  Meirihluti fékk starf eftir útskrift Morgunblaðið/Rósa Braga Gjöld Útgjöld í leik-, grunn- og framhaldsskóla drógust saman hér. Nokkur íslensk skip hafa síðustu daga verið að kolmunnaveiðum austan við Færeyjar. Fram kemur á vef HB Granda að þokkalegur afli hefur fengist, en rysjótt tíðarfar hefur þó hamlað veiðum. Fyrr í haust voru skipin á kolmunnaveið- um í íslenskri lögsögu við miðlín- una milli Íslands og Færeyja. Í gær voru fjögur skip að veiðum á íslenskri sumargotssíld vestur af landinu. Á kolmunnaveiðum austan við Færeyjar Aðalsteinn Jónsson SU 11 frá Eskifirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.