Morgunblaðið - 25.11.2015, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 25.11.2015, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015 HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Evrópusambandið er með sendi-herra á Íslandi, Matthias Brinkmann, sem rætt er við í Morg- unblaðinu í dag.    Út af fyrirsig er nógu sérstakt að fyrirbæri á borð við Evr- ópusambandið, sem á að vera samband fullvalda ríkja, skuli gera út sendiráð og sendiherra eins og um fullvalda ríki væri að ræða. Það eitt ætti að kalla á umræður um eðli og þróun sambandsins, en hefur farið furðu hljótt.    En þó að þetta sé umræðu verter enn meiri ástæða til að ræða hvernig sendiherrann talar um aðildarumsókn Íslands að sam- bandinu.    Sendiherrann segir óvíst hvortÍsland þyrfti að leggja fram nýja umsókn um aðild að ESB ef ríkisstjórn vildi síðar sækja um að- ild, eða hvort nóg væri að draga fram umsóknina sem lögð var fram árið 2010 og lögð til hliðar þremur árum síðar.    Skýrari geta skilaboðin til ríkis-stjórnar Íslands tæpast verið um að henni hafi mistekist að koma afstöðu sinni til aðildarumsóknar- innar á framfæri við ráðamenn í Brussel.    Ríkisstjórnin sendi bréf til ESBsem var svo óskýrt að ESB segist hafa frjálst val um hvernig það er túlkað. Ný ríkisstjórn gæti þess vegna fyrirvaralaust og án samráðs við einn eða neinn tekið aðlögunarviðræðurnar upp að nýju.    Þetta er óþolandi óvissa semverður að eyða. Enn er alger óvissa um framhaldið STAKSTEINAR Veður víða um heim 24.11., kl. 18.00 Reykjavík 3 skýjað Bolungarvík 1 skýjað Akureyri 0 léttskýjað Nuuk -2 skafrenningur Þórshöfn 4 léttskýjað Ósló 1 súld Kaupmannahöfn 3 skúrir Stokkhólmur 2 súld Helsinki -7 heiðskírt Lúxemborg -1 upplýsingar bárust e Brussel 3 skýjað Dublin 7 skýjað Glasgow 7 skýjað London 8 skúrir París 2 súld Amsterdam 3 skýjað Hamborg 2 skúrir Berlín 2 heiðskírt Vín 4 léttskýjað Moskva 0 slydda Algarve 16 heiðskírt Madríd 11 léttskýjað Barcelona 7 léttskýjað Mallorca 12 léttskýjað Róm 7 léttskýjað Aþena 20 léttskýjað Winnipeg -3 alskýjað Montreal 7 skýjað New York 5 alskýjað Chicago 1 skýjað Orlando 13 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 25. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:28 16:02 ÍSAFJÖRÐUR 10:58 15:42 SIGLUFJÖRÐUR 10:42 15:24 DJÚPIVOGUR 10:04 15:26 Ljósaganga UN Women fer fram í kvöld, mið- vikudagskvöldið 25. nóvember, á alþjóðlegum bar- áttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women á Ís- landi ásamt öðrum félagasamtökum hér á landi eru í forsvari fyrir. Yfirskrift Ljósagöngunnar í ár er – „Heyrum raddir allra kvenna“. Freyja Har- aldsdóttir, talskona Tabú, leiðir gönguna í ár og flytur viðstöddum hugvekju. Gangan hefst klukkan 19.00 á Arnarhóli við styttu Ingólfs Arnarsonar. „Þar mun Harpa blasa við lýst upp í appelsínugulum lit líkt og aðrar merkar byggingar víða um heim. En appelsínu- guli liturinn er táknrænn fyrir von og bjarta fram- tíð kvenna og stúlkna án ofbeldis. Félags- og hús- næðismálaráðherra boðar til jafnréttisþings sama dag og af því tilefni verða velferðarráðuneytið og Hilton Nordica Reykjavík þar sem þingið fer fram einnig lýst upp í appelsínugulum lit,“ segir í til- kynningu frá UN Women. Samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna er ofbeldi gegn konum og stúlkum útbreiddasta mannréttindabrot heims. Miðborgin verður appelsínugul  Ljósaganga UN Women fer fram í kvöld Ljósagangan Fjöldi fólks tekur þátt í göngunni. Frá gærdeginum verða framlengd vegabréf ekki gild ferðaskilríki. Þetta kom fram í tilkynningu frá Þjóðskrá. Að sögn Margrétar Hauksdóttur, forstjóra Þjóðskrár, var mögulegt samkvæmt undan- tekningu á reglum Alþjóðaflug- málastofnunar að framvísa fram- lengdum vegabréfum við ferðalög á milli landa. Þessi heimild hefur nú verið felld niður. „Þessi fram- lenging var í formi áritunar og því ekki véllesanleg eins og reglur Al- þjóðaflugmálastofnunar gera kröfu um,“ segir Margrét. Hún segir að Íslendingar sem eru staddir erlendis með fram- lengd vegabréf eigi þó alltaf að geta ferðast aftur til landsins. Til þess þurfi þó að fá neyðarvegabréf sem ræðismenn geta gefið út en þeir eru um tvö hundruð talsins um allan heim. Margrét segir að ríflega 2.700 framlengd vegabréf hafi verið í gildi í gær, 24. nóv- ember, en til samanburðar má gera ráð fyrir því að 70 þúsund vegabréf verði gefin út á þessu ári að sögn Margrétar. „Við erum bú- in að skrifa öllum þessum ein- staklingum bréf,“ segir Margrét. Að auki hefur breytingin verið auglýst. vidar@mbl.is Gætu þurft neyðar- vegabréf

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.