Morgunblaðið - 25.11.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.11.2015, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015 www.isfell.is Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is Ísnet Húsavík s. 5 200 555 Ísnet Akureyri s. 5 200 550 Kristbjörg Ólafsfjörður s. 5 200 565 Ísnet Sauðárkrókur s. 5 200 560 Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Vertu viðbúinn vetrinum Mest seldu snjókeðjur á Íslandi LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR SNJÓKEÐJUR Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér vinnst óvenjuvel úr verki þessa dagana og afköstin eru eftir því. Njóttu samt lofsins því þú átt það skilið. Gættu þess að taka það ekki sem sjálfsagðan hlut. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú hefur fengið meira út úr óvæntu fríi en þú áttir von á og kemur því aftur til starfa fullur af orku og athafnaþrá. Ræddu hug- myndir þínar við aðra og sjáðu hvað gerist. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Auðvitað er enginn vandi að missa móðinn, en það er samt óþarfi. Reyndu að nýta þér þetta með einhverjum hætti í dag. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Verðu tíma þínum og þolinmæði í að hlusta á sögur þeirra sem eru mun eldri og yngri en þú. Settu spilin á borðið þannig að aðrir þurfi ekki að geta sér til um vilja þinn. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú gætir hitt óvenjulegan einstakling í dag sem hefur allt annan bakgrunn en þú. Taktu þér því góðan tíma áður en þú heldur áfram. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þótt þér takist ekki að breyta skoð- unum annarra er alveg öruggt að málflutn- ingur þinn fellur í góðan jarðveg. Ef þú ert undantekingin, breyttu því þá nú. 23. sept. - 22. okt.  Vog Taktu ekki að þér að svara fyrir mistök annarra. Tónlistin byrjar, þú byrjar að hreyfa þig og félagarnir dansa í takt. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Nú virðist allt ganga þér í hag- inn og er það vel því þú átt viðurkenningu skilið fyrir dugnað þinn og framtakssemi. Horfðu á hlutina úr fjarlægð og gerðu svo áætlun. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert órólegur því fjárstuðn- ingur, sem þú hefur gert ráð fyrir, virðist ekki ætla að skila sér. Taktu enga ákvörðun fyrr en þú hefur skoðað allar hliðar málsins gaumgæfilega. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er allt á ferð og flugi í kring- um þig og þú átt erfitt með að fóta þig í öll- um hamaganginum. Samvinna við aðra get- ur skilað þér aukatekjum án þess að vera fyrirferðarmikil. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú munt sennilega hafa minni- háttar áhyggjur af einhverju í dag. Vertu ró- leg(ur) því þú munt njóta árangurs erfiðis þíns í fyllingu tímans. Láttu aðra um sín mál. 19. feb. - 20. mars Fiskar Vitrar manneskjur hvetja þig hugs- anlega til þess að takast á við veikleika þína. Nú er ráð að hugsa um það hvernig þú getur bætt samskipti við þína nánustu. Bjarki Karlsson hefur fréttir aðfæra á Leirnum: „Nú hefur for- maður Framsóknarflokksins upplýst þjóðina um að John sálugi Kennedy hafi alla tíð verið framsóknarmaður og sé það vitanlega enn. Ef Persónu- vernd leggur ekki stein í götu hins mikla leiðtoga má búast við frekari uppljóstrunum úr hinu mjög svo áhugaverða félagatali flokksins.“ Móðir Teresa, Mandela, Guð og Marteinn Lúter King fóru öll syndlaus og sameinuð með Sigmundi á framsóknarþing. Þar hittu þau Arnþrúði, Castró og Krist með Kennedy (gat var á haus), og fordæmdu að lokinni framsóknarvist fjárkláða, moskur og raus. Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir „á vetrardegi við utanverðan Eyjafjörð“: Frýs á steini fiskiönd, feysknir híma njólar. Lokkandi á Látraströnd lóða ísbjörn gólar. Gústi Mar. getur ekki orða bundist: „Það er ekkert ómögulegt þegar Dav- íð Hjálmar fer á flug“: Fannir þekja frerabörð á frosnar endur stirnir Við utanverðan Eyjafjörð eigra graðir birnir. Sigmundur Benediksson sagði á sunnudaginn að „í gær var sól og mjög fallegt veður hér, en núna ríkur hann upp með roki og rigningu“: Vetur ræsir vætutíð, veldur þræsings háttum. Válegt æsist veðrastríð, vindar hvæsa í gáttum. Ég var að blaða í ljóðabók Þor- finns Jónssonar á Ingveldarstöðum, „Í faðmi dags og nætur“, og rakst þá á þessa hljómmiklu oddhendu: Fengu vellir foraðs hvell, fraus þá stella á jörðu. Veita elli vondan skell vetrar svellin hörðu. Nú kom orðabókin mér til hjálp- ar, – „krapastella á jörðu“ stendur þar. Þannig geymast gömul orð úr daglega lífinu í lausavísunni, – hjálpa til að þau gleymast ekki. Hrynur krapi úr loftsins gráma ljótum, landið er að síga í húmsins skugga. Hafrafellið stendur föstum fótum fögur sýn úr mínum eldhúsglugga. Og áfram heldur Þorfinnur að spinna: Dregur húm á dagsins glugga dvelur sól hjá hafsins brunni. Samspil lita, ljóss og skugga líta má í náttúrunni. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af maddömu Framsókn, Kennedy og fleira fólki Í klípu „REYNDAR, ÞÁ ERU „LAUN SYNDARINNAR“ NÓGU HÁ OG SKRÁÐ OPINBERLEGA. NÆSTA SPURNING?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „DÖMUR MÍNAR OG HERRAR, MÁ ÉG KYNNA BRÚÐHJÓNIN!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að segja aldrei bless. ÉG TRÚI ÞESSU SKILTI EKKI ÉG HAFÐI RANGT FYRIR MÉR GRETT- IR! GRETT- IR! KLONK! ÁI! ÞAÐ VORU TVEIR MENN SEM ÉG HAFÐI VAL UM AÐ GIFTAST… …OG ÞÚ VALDIR ÞANN RÉTTA! JÁ, EN STUNDUM … …VELTI ÉG FYRIR MÉR HVORT ÉG HEFÐI ÁTT AÐ VELJA ÞANN TIL VINSTRI! BER G- MÁ L BROT TFÖR SJÁUMST Mark Zuckerberg, stofnandi Fa-cebook, birti á föstudag mynd af sér þar sem hann situr og spilar hinn nýja leik CCP, Gunjack, með sýndarveruleikagleraugun Oculus fyrir augum. Myndin birtist vita- skuld á Facebook og fer Zuckerberg fögrum orðum um hina nýju tækni. Ekki er verra að hann var að prófa nýja leikinn úr smiðju CCP. x x x Víkverji fékk á dögunum að prófasýndarveruleikagleraugu og var dolfallinn yfir því sem fyrir augu bar. Hann skoðaði upptöku, sem Unicef, Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna, lét gera í flóttamannabúð- unum Zaatari í Jórdaníu. x x x Það er eins og að fara í annan heimað setja upp gleraugun. Fyrir framan Víkverja sat ung stúlka og lýsti lífinu í flóttamannabúðunum. Á meðan hún talaði gat Víkverji horft í allar áttir og séð hvernig aðbúnaður- inn var í tjaldi stúlkunnar. Síðan fékk hann að fylgja stúlkunni í búð- irnar. Hann fór inn í kennslustund og sá stúlkuna setjast niður og spjalla við bekkjarfélaga sína. Allt í einu heyrðist rödd til hliðar og þegar Víkverji leit við sá hann kennara upp við töflu. x x x Skömmu síðar var Víkverji kom-inn þar sem börn voru að fara að spila fótbolta. Þegar hann leit niður sá hann að hópur barna hafði safnast í kringum hann. Það sem fyrir augu bar var svo raunverulegt að Víkverji var kominn á fremsta hlunn með að teygja hendur á móti börnunum. Hann stóðst líka freistinguna að sparka í sýndarboltann. x x x Enn einu sinni er tæknin langt áundan Víkverja. Hann á erfitt með að átta sig á því hvernig hægt er að mynda þannig að hægt sé að horfa í kringum sig rétt eins og í raunveruleikanum. Ef þessi tækni nær að ryðja sér til rúms í kvik- myndagerð mun það þýða byltingu í greininni. Sennilega er spurningin ekki hvort heldur hvenær. Víkverji getur varla beðið. víkverji@mbl.is Víkverji Þjófurinn kemur ekki nema til að stela og slátra og eyða. Ég er kominn til þess að þeir hafi líf, líf í fyllstu gnægð. Jóh. 10:10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.