Morgunblaðið - 25.11.2015, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2015
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS
Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda inn kynningar-
bréf með rökstuðningi og starfsferilsskrá á skrifstofu VR fyrir
kl. 12:00 á hádegi miðvikudaginn 16. desember 2015, merkt
„Umsókn LIVE“, eða senda umsókn á umsokn@vr.is.
Þeir sem gefa kost á sér skulu:
- Vera launamenn sem greiða iðgjald í Lífeyrissjóð verzlunarmanna
- Ekki vera sjálfstætt starfandi atvinnurekendur/einyrkjar
- Vera fjárhagslega sjálfstæðir og búa yfir nægilegri þekkingu
og starfsreynslu skv. 31. gr. laga nr. 129/1997 og 6. gr. reglna
FME nr. 180/2013
- Skila inn með umsókn útfylltu eyðublaði með drengskapar-
yfirlýsingu um að þeir uppfylli skilyrði til slíkrar stjórnarsetu
VR auglýsir eftir stjórnarmönnum í stjórn
Lífeyrissjóðs verzlunarmanna kjörtímabilið
2016–2019. Stjórn og trúnaðarráð VR skipa
fjóra aðalmenn og fjóra til vara.
Nánari upplýsingar og eyðublað drengskaparyfirlýsingar
eru á www.vr.is.
SVIÐSLJÓS
Hjörtur J. Guðmundsson
hjortur@mbl.is
Málflutningi í svonefndu Stím-máli
lauk í gær og þar með aðalmeðferð
málsins sem staðið hefur yfir síðan á
mánudaginn í síðustu viku. Samtals
má gróflega gera ráð fyrir að aðal-
meðferðin hafi tekið um 50 klukku-
stundir en fjöldi vitna kom þar við
sögu auk þess sem hinir ákærðu í
málinu eru þrír. Þeir Lárus Weld-
ing, fyrrverandi bankastjóri Glitnis
banka, Jóhannes Baldursson, fyrr-
verandi framkvæmdastjóri mark-
aðsviðskipta bankans, og Þorvaldur
Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi
bankastjóri Saga Capital.
Vill þunga fangelsisdóma
Saksóknari fer fram á þunga fang-
elsisdóma í málinu vegna ákæru á
hendur Lárusi og Jóhannesi fyrir
umboðssvik og Þorvaldi fyrir hlut-
deild í umboðssvikum Jóhannesar í
viðskiptum í tengslum við Stím. Far-
ið er fram á fimm ára fangelsi hið
minnsta í tilfelli Lárusar, að minnsta
kosti þriggja ára fangelsi í tilfelli Jó-
hannesar og 18 mánaða fangelsi að
lágmarki fyrir Þorvald verði þeir
fundnir sekir í málinu.
Reimar Pétursson, hæstaréttar-
lögmaður og verjandi Jóhannesar,
flutti mál skjólstæðings síns í gær
fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Sagði hann forsendur fyrir ákæru á
hendur Jóhannesi engar. Jóhannes
er ákærður fyrir umboðssvik, fyrir
að hafa beitt sér fyrir því að fjárfest-
ingasjóðurinn GLB FX, í eigu Glitn-
is banka, keypti víkjandi skuldabréf
í Stím af Saga Capital. Með því hafi
hann gengið erinda Þorvaldar Lúð-
víks og Saga Capital. Markmiðið
með viðskiptunum hafi verið að
tryggja að Saga Capital fengi kröfu
sína að fullu bætta á kostnað Glitnis
banka. Aðrir kröfuhafar félagsins
hefðu ekki fengið sínar kröfur sínar
greiddar.
Var ekki staddur á Íslandi
Reimar benti á að samkvæmt
málatilbúnaði ákæruvaldsins væri
torvelt að færa sönnur á meinta sekt
Jóhannesar án framburðar Magn-
úsar Pálma Örnólfssonar, fyrrver-
andi sjóðstjóra GLB FX. Ríkis-
saksóknari hefur ákveðið að falla frá
saksókn á hendur Magnúsi þó emb-
ættið telji hann hafa gerst sekan um
lögbrot.
Reimar sagði framburð Magnúsar
ekki standast. Hann hafi breytt
framburði sínum og síðari útgáfa
hans kæmi ekki heim og saman við
samtímagögn. Magnús hafi til að
mynda lýst í smáatriðum í síðari
framburði sínum tilfinningaríkum
fundi með Jóhannesi í höfuðstöðvum
Glitnis að Kirkjusandi og farið í al-
ger smáatriði varðandi hann.
Þar hafi Jóhannes átt að hafa sagt
að ef eitthvað kæmi upp á ætti
Magnús að segja að hann hefði sagt
honum að framkvæma viðskiptin.
Staðreyndin væri hins vegar sú að
Jóhannes hefði verið á Spáni þegar
fundurinn hefði átt að eiga sér stað.
Málflutningur Magnúsar væri þann-
ig hreinn hugarburður.
Sagði framburðinn keyptan
Sagði Reimar breyttan framburð
Magnúsar vera keyptan af lögreglu
fyrir friðhelgi frá saksókn. Vísaði
hann ennfremur í fyrri framburð
Magnúsar í skýrslutökum þar sem
hann hefði ítrekað sagt að hann
hefði tekið ákvörðun um viðskiptin í
Stím og enginn annar. Hann hefði
hvorki fengið fyrirmæli frá Jóhann-
esi í þeim efnum né öðrum.
Framburður Magnúsar hafi
breyst við vafasamar aðstæður, að
sögn Reimars, þegar hann hafi verið
kominn upp að vegg. Hann hafi sjálf-
ur sagt fyrir dómi að hann hafi „unn-
ið“ fyrri tvær yfirheyrslurnar en
tapað þeirri þriðju. Magnús hafi í
kjölfarið verið reiðubúinn að segja
lögreglunni hvað sem hún hafi viljað
heyra og verðmiðinn verið friðhelgi
frá saksóknum.
Jóhannes hafði ekkert umboð
Björgvin Þorsteinsson, hæstarétt-
arlögmaður og verjandi Þorvaldar,
sagði engar forsendur til þess að
sama skapi að ákæra skjólstæðing
sinn. Engar ákvarðanir um rekstur
Stím hefðu verið teknar hjá Saga
Captal. Þær hefðu allar verið teknar
hjá Glitni banka. Þorvaldur hefði
þannig á engan hátt átt aðild að
þeim viðskiptum sem átt hefðu sér
stað í tengslum við Stím. Ákvarðanir
um fjárfestingar GLB FX hefðu
ennfremur verið teknar af Magnúsi
Pálma.
Benti hann á að málið snerist um
meint umboðssvik en Jóhannes hefði
ekkert umboð haft til þess að taka
ákvarðanir um fjárfestingar sjóðs-
ins. Það hefði Magnús einungis haft
en hins vegar engar heimildir haft til
þess að taka við meintum fyrirmæl-
um frá Jóhannesi.
Ásakanir um keyptan framburð
Málflutningi í Stím-málinu lauk í gær fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur Verjendur sögðu málflutn-
ing lykilvitnis ákæruvaldsins ekki standast Saksóknari fer fram á þunga fangelsisdóma
Morgunblaðið/Eggert
Hérðasdómur Málflutningi í Stím-málinu lauk í gær. Tveir hinna ákærðu
eru fyrir miðri mynd, Lárus Welding og Jóhannes Baldursson.
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Sérstök umræða fór fram á Alþingi í
gær um starfsumhverfi lögreglunn-
ar. Málshefjandi var Þorsteinn Sæ-
mundsson, Framsóknarflokki, og til
andsvara var Ólöf Nordal innanrík-
isráðherra.
Þorsteinn lýsti áhyggjum sínum
vegna þess sem fram hefur komið
um vanbúnað lögreglunnar, fækkun
lögreglumanna, skort á öryggisbún-
aði og skort á heimildum til forvirkra
rannsókna.
Ólöf Nordal sagði í andsvari að
það væri forgangsmál hennar og rík-
isstjórnarinnar að efla lögregluna.
Sú 400 milljóna króna aukafjárveit-
ing sem hún hefði lagt til við fjár-
laganefnd að yrði ákveðin til lögregl-
unnar á næsta ári, myndi nýtast
lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
og úti um allt land. Tekið væri skref í
rétta átt, en um langtímaverkefni
væri að ræða. Ráðherra tók sérstak-
lega fram að ekki stæði til að lög-
reglumenn í daglegu starfi væru
vopnaðir, en hún lagði áherslu á í
máli sínu, að þegar og ef þörf krefði,
þá væru til vopn, sem hægt væri að
grípa til. Ólöf benti á að það væri
Ríkislögreglustjóri sem legði mat á
þörf búnaðar, í samræmi við aðstæð-
ur hverju sinni.
Fram kom í Morgunblaðinu í sept-
ember í haust, í máli Ólafs Helga
Kjartanssonar, lögreglustjórans á
Suðurnesjum, að ef ætti að taka upp
innra landamæraeftirlit í Leifsstöð,
þyrftu landamæraverðir að líkindum
að skoða 26 þúsund vegabréf á degi
hverjum, í stað þeirra fjögur þúsund
vegabréfa sem skoðuð eru í dag.
Ljóst er að til þess að slík breyting
yrði ákveðin þyrfti að veita umtals-
vert meira fjármagn til landamæra-
vörslu. Þetta staðfesta viðmælendur
innan lögreglu í samtölum við blaða-
mann.
Líkt og fram hefur komið hefur
verið ákveðið að auka fjárveitingu til
lögreglunnar um 400 milljónir króna
á næsta ári og hefur meirihluti fjár-
laganefndar samþykkt tillögu Ólafar
Nordal innanríkisráðherra í þá veru.
Reiknað er með því, samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins, að sú
fjárveiting verði að miklu leyti
eyrnamerkt öryggismálum og þar
með kemur inn efling landamæraeft-
irlits á Keflavíkurflugvelli, sem við-
mælendur telja að þurfi að efla til
muna, þótt það sé enn ekki frágeng-
ið.
Eftirlit þarf að efla
Lögreglan á Íslandi á að hafa eft-
irlit með útlendingum sem komnir
eru til Íslands, og þykja kannski
grunsamlegir eða ógnvekjandi á ein-
hvern hátt. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins hefur mikið skort á
að slíkt eftirlit væri nógu virkt og öfl-
ugt. Því er rætt um að eftirlit á þessu
sviði þyrfti að efla, auk þess sem
samkeyrsla á upplýsingakerfum,
sem lögregla hefur aðgang að í öðr-
um löndum, þyrfti að aukast til
muna, og þá er m.a. rætt um Euro-
pol-kerfið, Interpol-kerfið og Schen-
gen-cis-kerfið. Með aukinni sam-
keyrslu kerfanna verði gögnin
aðgengilegri og þar með nothæfari
fyrir íslensk lögregluyfirvöld. En til
þess að efla þessa starfsemi þurfi
einnig aukið fjármagn, þar sem það
þýði aukinn mannskap að vinna úr
gögnum og samkeyra kerfin, að ekki
sé talað um hvernig ætti að bregðast
við ef um raunverulega hryðjuverka-
ógn væri að ræða hér á landi.
Féð verði nýtt til
að efla öryggi
Áhyggjur af fækkun lögreglumanna
Ólöf
Nordal
Þorsteinn
Sæmundsson